Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Pósturaf Glazier » Mán 07. Jan 2013 23:48

Sælir..
Ákvað að rífa filmurnar úr bílnum í kvöld, voru orðnar ljótar og rispaðar eftir að hafa verið í bílnum í 12 ár !
Nema hvað ég ákvað að byrja á fyrstu filmunni og sjá hvort ég gæti ekki örugglega þrifið límið af sem situr eftir á rúðunni en það bara gengur ekkert alltof vel :thumbsd

Byrjaði að nota sjóðandi heitt vatn, gekk ekkert.
Prófaði svo hreinsað bensín, gekk betur en nánast ekkert.. kláraði 1/4 af rúðu á klukkutíma (þetta er lítil rúða).
Þori ekki að nota bremsuhreinsi, hræddur um að það geti eyðilagt rúðuna :|

What to do?

Alveg sama hvern ég spyr þá er mér alltaf sagt að þetta eigi að vera svo einfalt.. veit ekki hvort það breyti eitthvað hvað filmurnar eru búnar að vera lengi í bílnum? :roll:


Tölvan mín er ekki lengur töff.

Skjámynd

methylman
vélbúnaðarpervert
Póstar: 919
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
Reputation: 17
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Pósturaf methylman » Mán 07. Jan 2013 23:54

Reyna hitablasarann ?


Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.

Skjámynd

g0tlife
1+1=10
Póstar: 1176
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Reputation: 166
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Pósturaf g0tlife » Þri 08. Jan 2013 00:04

hnífblað, sköfu(beitta) og heitta vatn og sápu með. Er algjört bitch en það virkaði hjá mér þegar löggiman skipaði mér að rífa úr


Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold

Skjámynd

Höfundur
Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Pósturaf Glazier » Þri 08. Jan 2013 00:06

methylman skrifaði:Reyna hitablasarann ?

Nota hitablásara til að hreinsa lím sem situr eftir á glugganum?
g0tlife skrifaði:hnífblað, sköfu(beitta) og heitta vatn og sápu með. Er algjört bitch en það virkaði hjá mér þegar löggiman skipaði mér að rífa úr

Er búinn að ná filmunni sjálfri úr, það var ekkert mál..

Vantar bara að hreinsa límið sem situr eftir, rispa ég ekki eða eyðilegg rúðuna með því að nota beitta sköfu eða hníf?


Tölvan mín er ekki lengur töff.


Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Pósturaf Kristján Gerhard » Þri 08. Jan 2013 00:07

Eiginlega fullseint að nota hitablásarann á þessa þar sem filman er komin úr. En það hjálpar klárlega á hinar. Bremushreinsir skemmir ekki gler þannig að það er í góðu að lagi að nota hann. Annars dettur mér í hug aseton og rakvélablað. Ekki þetta frá konunni heldur það sem fæst í byko eða húsa.



Skjámynd

g0tlife
1+1=10
Póstar: 1176
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Reputation: 166
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Pósturaf g0tlife » Þri 08. Jan 2013 00:09

Glazier skrifaði:
methylman skrifaði:Reyna hitablasarann ?

Nota hitablásara til að hreinsa lím sem situr eftir á glugganum?
g0tlife skrifaði:hnífblað, sköfu(beitta) og heitta vatn og sápu með. Er algjört bitch en það virkaði hjá mér þegar löggiman skipaði mér að rífa úr

Er búinn að ná filmunni sjálfri úr, það var ekkert mál..

Vantar bara að hreinsa límið sem situr eftir, rispa ég ekki eða eyðilegg rúðuna með því að nota beitta sköfu eða hníf?


Nei gerðist ekki hjá mér, ég skóf þannig límið af. Rakvélablað virkaði vel


Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold


playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 74
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Pósturaf playman » Þri 08. Jan 2013 00:09

Electronic cleaner eða contact sprey, profaðu fyrst bara lítin part á glugganum áður en þú ferð í allan gluggan.
Það á ekki að skemma gluggan, en ef það er öriggisfilma þá gæti spreyið eyðilagt það.
Bara í gvuðana bænum passaðu að spreyið spreyist ekki á innréttinguna, það veit ekki á gott.

Spreyið á að hreynsa þetta upp.

Annars gætiru líkað prófað gamla góða WD-40 ;)
Það er fínt til þess að leysa upp lím og svoleiðis.


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9

Skjámynd

Höfundur
Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Pósturaf Glazier » Þri 08. Jan 2013 00:12

Ætla að skjótast út í skúr og prófa WD40 og bremsuhreinsi á lítinn part og sjá hvernig það kemur út á morgun..
Ef það eyðileggur eða virkar ekki vel þá fer morgundagurinn í það að leita að efni sem virkar á þetta drasl! :)


Tölvan mín er ekki lengur töff.


littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2397
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Pósturaf littli-Jake » Þri 08. Jan 2013 00:17

Ef þú hitar þetta svoltið með hitapissu ætti að verða auðveldara að plokka þetta af.

Annars er live2cruize rétti staðurinn til að spurja að þessu.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

Labtec
has spoken...
Póstar: 188
Skráði sig: Sun 29. Feb 2004 15:43
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Pósturaf Labtec » Þri 08. Jan 2013 00:19

bensin í tusku, eða autoglym tar remover ef þu finnur það en til í dag


AORUS AC300W ATX Gaming Case | Gigabyte B450 AORUS PRO | AMD Ryzen™ 5 3600 | 32GB G.Skill Ripjaws V 3200MHz DDR4 | Gainward GeForce RTX 3080 Phoenix GS |SSD 970 EVO Plus NVMe M.2 250GB | SSD 860 Evo M.2 1TB | HDD 3.5" Seagate 3TB | Seasonic Focus+ Gold SSR-1000FX

Skjámynd

Höfundur
Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Pósturaf Glazier » Þri 08. Jan 2013 00:20

Prófaði bremsuhreinsinn.. virkaði svipað eða öörlítið betur en hreinsað bensín.

littli-Jake skrifaði:Ef þú hitar þetta svoltið með hitapissu ætti að verða auðveldara að plokka þetta af.

Annars er live2cruize rétti staðurinn til að spurja að þessu.

Nennti bara ekki að gera þráð þar :-"

Labtec skrifaði:bensin í tusku, eða autoglym tar remover ef þu finnur það en til í dag

Bensín/Hreinsað bensín, same shit different color?


Tölvan mín er ekki lengur töff.

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Pósturaf tdog » Þri 08. Jan 2013 00:21

Gluggaskafa.



Skjámynd

vesi
Bara að hanga
Póstar: 1521
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Pósturaf vesi » Þri 08. Jan 2013 00:35

bara gluggasköfu sem þú færð í byko og fleirri stöðum, og já vertu með nokkur aukablöð í hana.


MCTS Nov´12
Asus eeePc

Skjámynd

fannar82
spjallið.is
Póstar: 498
Skráði sig: Mán 04. Okt 2010 16:42
Reputation: 3
Staðsetning: 6° norðar en helvíti
Staða: Ótengdur

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Pósturaf fannar82 » Þri 08. Jan 2013 01:10

fitu eða iðnaðar hreinsir (myndi samt gera smá prufu á rúðuni veit ekki hvort að þetta f*cki einhverju upp)
bæði fást held ég í

Wurth, Fossberg, Byko, Bílanaust


(\/) (°,,°) (\/) WOOBwoobwoobwoob!


DabbiGj
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Pósturaf DabbiGj » Þri 08. Jan 2013 01:41

Sellulósaþynnir, bensín, rauðspritt o.s.f. virkar ágætlega á mörg svona lím, ágætt að bleyta tusku og leggja ofaná þetta til að leyfa því að vinna



Skjámynd

MatroX
Bannaður
Póstar: 3540
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Pósturaf MatroX » Þri 08. Jan 2013 02:45

þynnir og gluggasköfu! virkar vel


Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |

Skjámynd

slubert
Ofur-Nörd
Póstar: 265
Skráði sig: Þri 10. Maí 2011 18:58
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Pósturaf slubert » Þri 08. Jan 2013 03:38

Hreynsað bensín eða rauðspritt og þetta rennur af, ekki reyna hitablásara sé framm á að það endi illa.




Magni81
has spoken...
Póstar: 187
Skráði sig: Mið 11. Feb 2009 16:51
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Pósturaf Magni81 » Þri 08. Jan 2013 08:11

ég lenti í þessu saman þ.e. að kaupa bíl sem búið var að rífa filmur úr frammí en límið sat eftir, prófaði nokkar hluti en það sem virkaði lang best var BOSTIK límsápa. Berð hana á flötinn, bíður aðeins og rennir svo yfir með lítilli gluggasköfu. Þetta rann algjörlega af, ekkert vandamál. Færð þetta minnir mig í Byko og Husasmiðjunni.




KLyX
Fiktari
Póstar: 57
Skráði sig: Lau 17. Feb 2007 12:17
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Pósturaf KLyX » Þri 08. Jan 2013 10:41

Sítrónu dropar (eins og maður notar í bakstur) virka vel á lím, var að hreinsa lím eftir spegil á skáphurð hjá mér og það flaug af. Setur þetta bara í bómull.



Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 777
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 45
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Pósturaf Squinchy » Þri 08. Jan 2013 13:31

líklegt að þetta sé olíu based lím, getur prófað olíu til að mýkja upp límið svo glugga skafa eftir það


Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Ti Gaming X 11GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS

Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Pósturaf lukkuláki » Þri 08. Jan 2013 15:06

BOSTIK Límsápa sem fæst í BYKO er algjör snilld á lím.
Mynd


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

Höfundur
Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Pósturaf Glazier » Þri 08. Jan 2013 21:19

Googlaði límhreinsir í gær og endaði inná tandur.is
Fór þangað í morgun og keypti akkurat svona hreinsi eins og lukkuláki póstaði.. virkar töluvert betur en allt annað sem ég hef prófað hingað til.
En get nú ekki sagt að þetta gangi hratt fyrir sig :roll:

Annars náði ég rúmlega helmingnum af filmunum úr án þess að nokkuð lím sæti eftir.. :)

Takk fyrir hjálpina :D


Tölvan mín er ekki lengur töff.


jonandrii
Ofur-Nörd
Póstar: 284
Skráði sig: Mið 17. Mar 2010 23:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Pósturaf jonandrii » Lau 12. Jan 2013 15:41

nota bara þynni



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Pósturaf tdog » Lau 12. Jan 2013 15:43




Skjámynd

techseven
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 312
Skráði sig: Lau 02. Des 2006 17:26
Reputation: 9
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Pósturaf techseven » Lau 12. Jan 2013 16:27

g0tlife skrifaði:hnífblað, sköfu(beitta) og heitta vatn og sápu með. Er algjört bitch en það virkaði hjá mér þegar löggiman skipaði mér að rífa úr



Þetta er hárrétt aðferð, ég var í skiltagerð í ansi mörg ár og þannig gerðum við þetta, reyndar er ekkert betra að hafa vatnið heitt, skiptir engu máli...


Ryzen 7 5700X - MSI RTX 2080 Gaming X Trio