Síða 1 af 1

Tokyo - Japan

Sent: Fös 04. Jan 2013 01:22
af Black
Mig langar til að gera einhvað spennandi í sumar..og öðruvísi
Fór að skoða flug til Tokyo í japan.Er svona spá hvort einhver hér sé búinn að vera þar nýlega 1-2árum er að spá í hverning þetta sé.
Er dýrt að vera þarna ? Matur,Samgöngur,Gisting,Hlutir?
Hvernig eru samskipti við fólk tala allir bara japönsku eða eru einhverjir sem kunna Ensku ?
Hvað er hægt að skoða og er einhvað sem þið mælið með
Hverning er næturlífið þarna,?
Hvað ætti maður að vera lengi. eru 2vikur of langt eða ætti maður að vera mánuð ?
https://www.vayama.com/checkout.v2/chec ... ce=landing

:japsmile :nerd_been_up_allnight

Re: Tokyo - Japan

Sent: Fös 04. Jan 2013 01:32
af urban
Ef að ég man rétt, þá er tokyo með dýrustu borgum í heiminum

En þetta með enskuna, ég geri nú fastlega ráð fyrir því að enska sé töluð á "ferðamannastöðum"
gríðarlegur fjöldi af ferðamönnum sem að ferðast þangað

Re: Tokyo - Japan

Sent: Fös 04. Jan 2013 01:45
af worghal
mig langar sjúklega að fara til japans til að skoða underground menninguna í tónlist :-#

Re: Tokyo - Japan

Sent: Fös 04. Jan 2013 01:46
af tdog
Ef þú ætlar að fá þér á oddinn, taktu þá með þér Gillette og froðu

Re: Tokyo - Japan

Sent: Fös 04. Jan 2013 02:01
af capteinninn
Checkaðu á forums hjá Lonely Planet, eru þar með góð forum þar sem þú getur fengið svör við svona spurningum.

Annars var ég lengi að velta fyrir mér hvort ég ætti að fara til Suður Ameríku og á endanum ákvað ég bara að segja fuckit og endaði á að fara einn út í 5 vikur, get ekki beðið eftir að fara aftur út.

Re: Tokyo - Japan

Sent: Fös 04. Jan 2013 07:41
af vesley
hannesstef skrifaði:Checkaðu á forums hjá Lonely Planet, eru þar með góð forum þar sem þú getur fengið svör við svona spurningum.

Annars var ég lengi að velta fyrir mér hvort ég ætti að fara til Suður Ameríku og á endanum ákvað ég bara að segja fuckit og endaði á að fara einn út í 5 vikur, get ekki beðið eftir að fara aftur út.


Frændi minn fór einmitt til Suður Ameríku og var þar í 5 mánuði að ferðast. Er ekkert lítið öfundsjúkur.

Re: Tokyo - Japan

Sent: Fös 04. Jan 2013 10:46
af Dagur
Black skrifaði:Mig langar til að gera einhvað spennandi í sumar..og öðruvísi
Fór að skoða flug til Tokyo í japan.Er svona spá hvort einhver hér sé búinn að vera þar nýlega 1-2árum er að spá í hverning þetta sé.
Er dýrt að vera þarna ? Matur,Samgöngur,Gisting,Hlutir?

Já það er dýrt. Ég var þarna 2008 (rétt fyrir hrun) og þá var allt svipað dýrt og á Íslandi en þá kostaði yenið bara 0.74kr (er búið að tvöfaldast síðan). Gistingin var að vísu nokkuð ódýr þá.
Black skrifaði:Hvernig eru samskipti við fólk tala allir bara japönsku eða eru einhverjir sem kunna Ensku ?

Fólk kann almennt mjög lítið í ensku. Líklegastar til að kunna eitthvað eru ungar konur, ólíklegast er gamalt fólk. Við vorum svo heppin að þekkja íslending sem býr þarna þannig að það hjálpaði okkur heilmikið, en þegar hann var ekki með okkur þá gátum við samt reddað okkur.

Black skrifaði:Hvað er hægt að skoða og er einhvað sem þið mælið með

Akihabara - Tæknihverfið. Ef þú vilt versla einhver raftæki þá er þetta málið.
Shibuya - Hérna ferðu ef þú vilt versla, fullt af risastórum útibúum frá stærstu merkjunum. Líka, góður staður til að djamma
Asakusa - Stórt musteri. Mikið af ferðamönnum og túristabúðum. Mæli samt með því
Roppongi - Djammhverfi sem er mikið stundað af útlendingum. Ég var ekki hrifinn af því en var alveg þess virði að fara einu sinni.
Fiskmarkaðurinn - Þú gætir orðið fyrir gaffallyftara, en ef ekki þá er þetta snilld.

Ég mæli svo með að fara út fyrir Tokyo. Við fórum til Kyoto og vorum mjög hrifin (það var heldur ekki leiðinlegt að prófa alvöru hraðlest þarna á milli), það er rólegri staður og þú getur séð golden pavillion þar.

Black skrifaði:Hverning er næturlífið þarna,?

Bara snilld, það eru skemmtistaðir fyrir alla þarna. Lestirnar ganga ekki milli 1 og 5 þannig að japanir eru lengi á djamminu eins og við. Þynnkumaturinn er líka snilld.

Black skrifaði:Hvað ætti maður að vera lengi. eru 2vikur of langt eða ætti maður að vera mánuð ?
https://www.vayama.com/checkout.v2/chec ... ce=landing

:japsmile :nerd_been_up_allnight


2 vikur í Tokyo er alveg nóg en ef þú ætlar að fara eitthvað út fyrir hana þá mæli ég með að vera lengur.

Re: Tokyo - Japan

Sent: Mán 07. Jan 2013 19:53
af capteinninn
Félagi minn er að fara til Tokyo núna eftir aðeins minna en tvær vikur, get reynt að plata hann til að hjálpa þér en hann verður ekki lengi þar reyndar