Síða 1 af 1

Tannlæknar - Samaburður á kostnaði

Sent: Mið 02. Jan 2013 17:07
af TraustiSig
Sælir spjallverjar.

Svo er nú búið um það hjá mér að ég þarf að fara og láta rífa út mér 2 endajaxla frekar fljótalega... svo sennilega seinna á árinu eða á næsta ári þarf að taka 2 í efrigóm.

Þar sem ég bjó var ég með fínan tannlækni en flutti svo í bæinn og notfærði mér Tannlæknanemana í Háskólanum þar sem ég lenti á frábærri stelpu sem skoðaði mig og gerði við nokkrar skemmdir og lagfærði aðeins nokkrar of hvassar tennur. þetta kostaði mig sjálfsögðu brot af verði sem venjulegur tannlæknir hefði tekið fyrir þetta. Þau treystu sér hinsvegar ekki í að fara að rífa jaxlana úr og bentu mér á að tala við tannlækni og hugsanlega kjálkaskurðlækni.

Af því tilefni langar mig til þess að spyrja hvar telja menn að best sé að láta rífa úr sér jaxlana. Þá er ég aðalega að hugsa um verð (það er jú það sem flakkar víst töluvert milli manna í þessum bransa).

Endilega deila reynslu og tipsum..

Re: Tannlæknar - Samaburður á kostnaði

Sent: Mið 02. Jan 2013 17:54
af rapport
Ég er með reynslu, búið að taka 6 úr mér ... ég er freak hvað þetta varðar ;-)

Þór Axelsson tók fyrstu fjóra með góðum árangri, Geir Atli Zoega tók tvo með góðum árangri, annar var frekar snúinn enda með rætur sem voru twisted as hell.

Bara gefa sér tíma til að jafna sig ef þetta eru átök, íbúfen og gott munnskol.

Skiptir að ég held litlu hver togar og snýr upp á töngina svo lengi sem að viðkomandi hafi aflið í það...

Re: Tannlæknar - Samaburður á kostnaði

Sent: Mið 02. Jan 2013 18:00
af Klemmi
rapport skrifaði:Skiptir að ég held litlu hver togar og snýr upp á töngina svo lengi sem að viðkomandi hafi aflið í það...


Þegar ég fór í endajaxlatöku var búið að hræða mig með því að ef tannlæknirinn vissi ekki hvað hann væri að gera, skoðaði ekki ræturnar á jöxlunum nægilega vel, þ.e. hvernig þær væru staðsettar og hvað þær snertu, að þá væri hætta á taugaskemmdum sem gætu lamað á þér hálft andlitið.

Ég veit ekkert hversu mikill sannleikur er í þessu, en ákvað allavega að fara til tannlæknis sem ég þekkti.

Re: Tannlæknar - Samaburður á kostnaði

Sent: Mið 02. Jan 2013 18:21
af rapport
Klemmi skrifaði:
rapport skrifaði:Skiptir að ég held litlu hver togar og snýr upp á töngina svo lengi sem að viðkomandi hafi aflið í það...


Þegar ég fór í endajaxlatöku var búið að hræða mig með því að ef tannlæknirinn vissi ekki hvað hann væri að gera, skoðaði ekki ræturnar á jöxlunum nægilega vel, þ.e. hvernig þær væru staðsettar og hvað þær snertu, að þá væri hætta á taugaskemmdum sem gætu lamað á þér hálft andlitið.

Ég veit ekkert hversu mikill sannleikur er í þessu, en ákvað allavega að fara til tannlæknis sem ég þekkti.


ok - Útskýrir afhverju fóki finnst ég svona dofinn og slefið sem lekur niður hökuna á mér... :guy


Tannlæknar eins og aðrir læknar geta gert mistök, það er alveg óháð því hvort þeir þekkja þig eða ekki.

Í raun er jafnvel betra að fara til einhvers sem þekkir þig ekki, hann þá þarf að skoða þig meira til að vera viss um að gera allt rétt.

Re: Tannlæknar - Samaburður á kostnaði

Sent: Mið 02. Jan 2013 19:39
af TraustiSig
Einn maður benti mér á

"Ég myndi sterklega mæla með því að fara til kjálkaskurðlæknis, hann getur tekið alla jaxalana á innan við klukkutíma og er með réttu græjurnar í að gera þetta. Ég fór í fyrraskiptið til tannlæknis og það var skelfilegt, seinna skiptið fór ég til skurðlæknis og það var þúsundsinnum skárra.."

Einhver sem hefur reynslu af því að fara til kjálkaskurðlæknis?

Re: Tannlæknar - Samaburður á kostnaði

Sent: Mið 02. Jan 2013 19:59
af Moldvarpan
Það er bara hrikalega dýrt að fara til munn-skurðlæknis. Að láta "venjulegann" tannlækni draga þetta úr mér kostaði mig um 18.000kr, en svo fór félagi minn til munn-skurðlæknis, og það kostaði rétt tæplega 100k að rífa þetta úr.

Bara tala við vanann tannlækni, þeir eiga að deyfa þig það mikið að þú finnur ekki fyrir neinu, nema bara hljóðið þegar þeir eru að brjóta þetta upp sem er pínu scary.

Re: Tannlæknar - Samaburður á kostnaði

Sent: Mið 02. Jan 2013 20:03
af sakaxxx
svo ef maður er stressaður þá er hægt að fá róandi lyf hjá lækninum best að hringja á undan og láta vita að maður vill lyf því að þú þarft að gefa lyfinu tíma til að virka

Re: Tannlæknar - Samaburður á kostnaði

Sent: Mið 02. Jan 2013 20:08
af gardar
Hér er verðsamanburður síðan 2007

Væntanlega hefur þetta allt hækkað, en þetta ætti þó að gefa viðmið á það hverjir eru ódýrir og hverjir dýrir

https://docs.google.com/spreadsheet/ccc ... lA4dHhma2c

Re: Tannlæknar - Samaburður á kostnaði

Sent: Mið 02. Jan 2013 20:15
af svensven
http://ja.is/u/thorolfur-olafsson-tannlaeknastofa/us/

Þessi hefur rifið úr mér 2 jaxla, 7.500 hvort skipti, deyfði mig vel og ég fann ekki fyrir neinu. Veit svossem ekkert hvort hann er að taka á móti nýjum sjúklingum.

Re: Tannlæknar - Samaburður á kostnaði

Sent: Mið 02. Jan 2013 20:23
af littli-Jake
TraustiSig skrifaði:Einn maður benti mér á

"Ég myndi sterklega mæla með því að fara til kjálkaskurðlæknis, hann getur tekið alla jaxalana á innan við klukkutíma og er með réttu græjurnar í að gera þetta. Ég fór í fyrraskiptið til tannlæknis og það var skelfilegt, seinna skiptið fór ég til skurðlæknis og það var þúsundsinnum skárra.."

Einhver sem hefur reynslu af því að fara til kjálkaskurðlæknis?


Fyrverandi fór einmitt til skurðlækins. Það þurfti reyndar að skera fyrir 2 af 4 tönnum hjá henni og sauma svo hún var ónít í svona 2 daga eftirá. En aðgerðin sem slík var ekkert ervið fyrir hana.

Re: Tannlæknar - Samaburður á kostnaði

Sent: Mið 02. Jan 2013 20:23
af Moldvarpan
Og ágætt tips, mæli með að láta taka 2 jaxla í einu, sömu megin (uppi og niðri). Þá geturðu allavegana notað helminginn af kjaftinum í að tyggja matinn eftir að þetta er rifið úr. Ert notabene 1viku að jafna þig í kjaftinum eftir þetta. Stundum meira.

Re: Tannlæknar - Samaburður á kostnaði

Sent: Mið 02. Jan 2013 20:52
af tdog
TraustiSig skrifaði:Einn maður benti mér á

"Ég myndi sterklega mæla með því að fara til kjálkaskurðlæknis, hann getur tekið alla jaxalana á innan við klukkutíma og er með réttu græjurnar í að gera þetta. Ég fór í fyrraskiptið til tannlæknis og það var skelfilegt, seinna skiptið fór ég til skurðlæknis og það var þúsundsinnum skárra.."

Einhver sem hefur reynslu af því að fara til kjálkaskurðlæknis?


Ég fór til Sigurjóns á Grensásveginum, hann er kjálkaskurðlæknir og þetta tók hann (að fjarlægja einn snúinn og leiðinlegann) um 45 mínútur. Með glaðlofti kostaði þetta um 45 þúsund minnir mig (Þar af glaðloft á 9 þúsund.) Þegar ég lét taka þann fyrri þá fór ég til Jónasar á Kirkjubrautinni, tók óratíma, var helaumur í viku á eftir. Hann benti mér svo að fara til skurðlæknis eftir einmitt svona hræðsluáróður varðandi lömun ofl.

Re: Tannlæknar - Samaburður á kostnaði

Sent: Mið 02. Jan 2013 23:03
af Vaktari
Fór til tannlæknis á Selfossi og lét rífa alla jaxlana úr mér þar hjá lækni sem ég hef verið hjá allt mitt líf
Varð ekki einu sinni aumur, né með neina verki eftir þetta

Re: Tannlæknar - Samaburður á kostnaði

Sent: Mið 02. Jan 2013 23:05
af DabbiGj
Ég borgaði 14 þúsund tæpar fyrir að láta rífa 2 jaxla úr mér og gera aðeins við eina tönn, var miklu minna mál en ég bjóst við að þetta yrði mun meira mál, fór til vinnu eftir þetta og var að háma í mig kökur í boði nokkrum tímum seinna, blæddi smá ;)

Re: Tannlæknar - Samaburður á kostnaði

Sent: Fim 03. Jan 2013 00:07
af SolidFeather
Svo er þessi endajaxlataka nottla bara eitt stórt samsæri.