Síða 1 af 1
Árámótaheit 2012/13
Sent: Mið 02. Jan 2013 13:20
af GuðjónR
Hver voru ykkar áramótaheit ef einhver?
Re: Árámótaheit 2012/13
Sent: Mið 02. Jan 2013 13:23
af appel
Eru þau ekki einsog óskir, að ef maður segir frá því þá rætist það ekki?
Re: Árámótaheit 2012/13
Sent: Mið 02. Jan 2013 13:55
af ZiRiuS
Heimsfriður og kærleikur.
Re: Árámótaheit 2012/13
Sent: Mið 02. Jan 2013 13:57
af GuðjónR
appel skrifaði:Eru þau ekki einsog óskir, að ef maður segir frá því þá rætist það ekki?
lol ... spurning, reyndar þá hef ég aldrei strengt svona heit og hef því ekki reynslu.
Re: Árámótaheit 2012/13
Sent: Mið 02. Jan 2013 13:57
af jericho
Það voru engin fyrir árið 2012, en árið 2011 setti ég mér áramótaheit sem ég stóð við; ég skrifaði niður atburði hvers dags í 1-2 setningum og tók svo saman í jólakort. Þetta rétt komst fyrir á A4 blaði, með ~4 punkta leturstærð, en þó lesanlegt.
Re: Árámótaheit 2012/13
Sent: Mið 02. Jan 2013 14:27
af AciD_RaiN
Uppfæra vélbúnaðinn minn í sumar og eitt annað sem ykkur kemur bara ekkert við
Re: Árámótaheit 2012/13
Sent: Mið 02. Jan 2013 14:30
af Magneto
AciD_RaiN skrifaði:Uppfæra vélbúnaðinn minn í sumar og eitt annað sem ykkur kemur bara ekkert við
haha alltaf að uppfæra.. verður það ekkert þreytandi?
Re: Árámótaheit 2012/13
Sent: Mið 02. Jan 2013 14:33
af AciD_RaiN
Magneto skrifaði:AciD_RaiN skrifaði:Uppfæra vélbúnaðinn minn í sumar og eitt annað sem ykkur kemur bara ekkert við
haha alltaf að uppfæra.. verður það ekkert þreytandi?
Fjárhagslega jú en algjörlega nauðsynlegt fyrir geðheilsuna
Re: Árámótaheit 2012/13
Sent: Mið 02. Jan 2013 14:34
af g0tlife
Tók svo rosalegt djamm áramótin 2011/12 að ég byrjaði að taka ég í vörina aftur eftir að hafa verið hættur lengi. Ákvað að snúa þessu við núna og hætta ! 2 dagar komnir í hús
Re: Árámótaheit 2012/13
Sent: Mið 02. Jan 2013 14:41
af eriksnaer
g0tlife skrifaði:Tók svo rosalegt djamm áramótin 2011/12 að ég byrjaði að taka ég í vörina aftur eftir að hafa verið hættur lengi. Ákvað að snúa þessu við núna og hætta ! 2 dagar komnir í hús
Góður tími til að hætta enda er dósin komin upp í 1750+- eitthvað smá, eftir hækkun ríkisstjórnar á innflutningsgjöld á þessu.
Re: Árámótaheit 2012/13
Sent: Mið 02. Jan 2013 14:47
af Vignirorn13
eriksnaer skrifaði:g0tlife skrifaði:Tók svo rosalegt djamm áramótin 2011/12 að ég byrjaði að taka ég í vörina aftur eftir að hafa verið hættur lengi. Ákvað að snúa þessu við núna og hætta ! 2 dagar komnir í hús
Góður tími til að hætta enda er dósin komin upp í 1750+- eitthvað smá, eftir hækkun ríkisstjórnar á innflutningsgjöld á þessu.
Nákvæmlega réttur tími fyrir alla að hætta tóbaksnotkun. 1750+ verð á þessu... Er Náttúrulega rugl!! annars mitt komast í almennilegt form!! #2013!!
Re: Árámótaheit 2012/13
Sent: Mið 02. Jan 2013 14:56
af addi32
jericho skrifaði:Það voru engin fyrir árið 2012, en árið 2011 setti ég mér áramótaheit sem ég stóð við; ég skrifaði niður atburði hvers dags í 1-2 setningum og tók svo saman í jólakort. Þetta rétt komst fyrir á A4 blaði, með ~4 punkta leturstærð, en þó lesanlegt.
pastblaster.com kemur að góðu gagni við að muna eftir því sem gerist í lífinu.
Re: Árámótaheit 2012/13
Sent: Mið 02. Jan 2013 15:06
af AntiTrust
Lofaði sjálfum mér að taka árinu með meiri ró og minna stressi en árið áður. Hinsvegar verður þetta ræktarár tekið með slíkri geðveiki að fólk á eftir að fá blóðnasir og/eða falla í yfirlið við það eitt að vera í kringum mig í ræktinni. Hvernig þetta tvennt kemur til með að tvinnast saman verður bara spennandi að sjá. Matarræðið verður í stíl, gramm fyrir gramm, kaloríu fyrir kaloríu, útreiknað og fyrirfram eldað fyrir hverja viku.
Annars ætlum við líka að ferðast meira og fara meira úr bænum, þvílíkt ógeð sem maður fær á þessari borg - búinn að panta bústað í næstu viku, manni veitir ekkert af eftir jólageðveikina og æfingar meðfram að drulla sér út fyrir bæjarmörkin og unplugga aðeins í heitum potti með konunni á meðan hundarnir djöflast í móðir náttúru.
Re: Árámótaheit 2012/13
Sent: Mið 02. Jan 2013 15:13
af hfwf
fá sér fyrsta kfc síðan 2011 eftir áramótaheiti 2011/2012 og smella sér aftur í ræktina og klifurhúsið. yo