Síða 1 af 2

Verð á flugeldum

Sent: Mið 26. Des 2012 18:08
af Hargo
Veit einhver verðið á flugeldapökkunum sem björgunarsveitirnar eru með til sölu í ár? Ég sé það ekki á síðunni hjá þeim.

http://www.landsbjorg.is/flugeldar/forsida/vorulisti

Annars væri flott að safna saman hér góðum flugeldatilboðum, hvort sem um ræðir frá björgunarsveitum, íþróttafélögum eða einkaaðilum.

Ég geri þó ráð fyrir að þráðurinn leysist upp í rifrildi um einkaaðila vs björgunarsveitin, en það er þó ekki meiningin með þessum þræði.

Re: Verð á flugeldum

Sent: Mið 26. Des 2012 18:31
af steinarorri
Inni á bomba.is er hægt að skrá sig og fá afslátt í smsi. Veit ekki hve mikinn afslátt þó.

Re: Verð á flugeldum

Sent: Mið 26. Des 2012 18:38
af jonandrii
http://www.hopkaup.is/ flott tilboð þarna :)

Re: Verð á flugeldum

Sent: Mið 26. Des 2012 19:35
af Hargo
Bara svona fyrir forvitnissakir, veit einhver hvaða tolla og vörugjöld flugeldar bera?

Ekki að ég ætli að fara í innflutning, væri bara athyglisvert að vita hvaða gjöld þessi vöruflokkur ber. Manni finnst einhvern veginn að margt af þessu púðri eigi nú bara að kosta einhverja smáaura.

Re: Verð á flugeldum

Sent: Mið 26. Des 2012 19:47
af littli-Jake
Verð á flugeldum á ekkert að vera eitthvað klink. Þetta er fjáröflun fyrir eitt magnaðasta sjálfboðastarf sem fram fer á íslandi. Ég er á móti einkavæðingu á nánast öllum sviðum en mér finst að björgunarsveitirnar eigi að hafa einkarétt á sölu á flugeldum. Óþolandi að einkaaðilar séu að reyna að græða á þessu.

Re: Verð á flugeldum

Sent: Mið 26. Des 2012 19:55
af Tesy
Kraftkaup er líka með tilboð á tertupakka+ragetta og krakkapakka. Síðan er niðri, en þið getið séð þetta inná fb síðunni þeirra.

Re: Verð á flugeldum

Sent: Mið 26. Des 2012 20:35
af pattzi
littli-Jake skrifaði:Verð á flugeldum á ekkert að vera eitthvað klink. Þetta er fjáröflun fyrir eitt magnaðasta sjálfboðastarf sem fram fer á íslandi. Ég er á móti einkavæðingu á nánast öllum sviðum en mér finst að björgunarsveitirnar eigi að hafa einkarétt á sölu á flugeldum. Óþolandi að einkaaðilar séu að reyna að græða á þessu.


Er Nú ekki sammála þér finnst að það ætti að vera samkeppni

Þoli ekki þetta að maður megi ekki versla þar sem maður vill ég styrki björgunarsveitirnar um alveg slatta á hverju ári í gegnum heimasíðunna þeirra :)

Re: Verð á flugeldum

Sent: Mið 26. Des 2012 21:04
af Bjosep
Er ekki til eitthvað batterý sem heitir Gullborg ?

Voru þeir ekki alltaf með besta dílinn?

Er ekki annars bomba.is bara með stóra flugelda og tertur?

Trallala :guy :guy

Re: Verð á flugeldum

Sent: Mið 26. Des 2012 21:28
af MatroX
er fólk í alvörunni að kaupa þetta frá eitthverjum öðrum en björgunarsveitunum?

Re: Verð á flugeldum

Sent: Mið 26. Des 2012 21:43
af BjarniTS
Langar að kaupa víti , alger snilld.

Re: Verð á flugeldum

Sent: Mið 26. Des 2012 21:50
af Daz
MatroX skrifaði:er fólk í alvörunni að kaupa þetta frá eitthverjum öðrum en björgunarsveitunum?


Ef mig langar að kaupa flugelda fyrir 15 þúsund og styrkja "björgunarsveit" um 5 þúsund, er ég þá skyldaður til að kaupa 20 þúsund krónu virði af flugeldum hjá "björgunarsveit"?

Re: Verð á flugeldum

Sent: Mið 26. Des 2012 22:56
af natti
Skilst að verðin eigi að vera hærri en í fyrra, hvað svosem það nú þýðir.

Re: Verð á flugeldum

Sent: Mið 26. Des 2012 23:06
af nonesenze
MatroX skrifaði:er fólk í alvörunni að kaupa þetta frá eitthverjum öðrum en björgunarsveitunum?



x2 kaupa kallinn og flugelda af réttum aðilum, svo líka íþrótta liðinu ykkar sem auka

Re: Verð á flugeldum

Sent: Mið 26. Des 2012 23:13
af DJOli
Offtopic: Ekki eru starfsmenn hópkaup.is að fara upp á fjöll að sækja þig ef þú lendir í sjálfheldu?.
Ontopic: Kaupi ekki flugelda í ár.

Re: Verð á flugeldum

Sent: Mið 26. Des 2012 23:21
af GuðjónR
Keep it CLEAN! and on topic!

Re: Verð á flugeldum

Sent: Mið 26. Des 2012 23:25
af gardar
GuðjónR skrifaði:Keep it CLEAN! and on topic!



=D> =D>

Re: Verð á flugeldum

Sent: Fim 27. Des 2012 02:16
af AciD_RaiN
Veit ekki hvort ég á að þora að spyrja EN vitið þið hvað t.d. kassinn af froskum kostar nú til dags? Hef ekki keypt mér svona í mööörg ár og ekkert tekið eftir hvort verðin á þessu hafi hækkað mikið...

Ekki banna mig Guðjón ef þetta er off topic :(

Re: Verð á flugeldum

Sent: Fim 27. Des 2012 02:17
af Tesy
AciD_RaiN skrifaði:Veit ekki hvort ég á að þora að spyrja EN vitið þið hvað t.d. kassinn af froskum kostar nú til dags? Hef ekki keypt mér svona í mööörg ár og ekkert tekið eftir hvort verðin á þessu hafi hækkað mikið...

Ekki banna mig Guðjón ef þetta er off topic :(


Held að kassinn kostar núna 2.000 - 2.500kr (10x5 froskar).. Fyrir 4 árum kostaði kassinn bara 500kr :S

Re: Verð á flugeldum

Sent: Fim 27. Des 2012 02:20
af AciD_RaiN
Tesy skrifaði:
AciD_RaiN skrifaði:Veit ekki hvort ég á að þora að spyrja EN vitið þið hvað t.d. kassinn af froskum kostar nú til dags? Hef ekki keypt mér svona í mööörg ár og ekkert tekið eftir hvort verðin á þessu hafi hækkað mikið...

Ekki banna mig Guðjón ef þetta er off topic :(


Held að kassinn kostar núna 2.000 - 2.500kr (10x5 froskar).. Fyrir 4 árum kostaði kassinn bara 500kr :S

Já þetta kostaði 500 kall síðast þegar ég keypti þetta en það er soldið meira en 4 ár síðan samt. Voru verðin svipuð í langan tíma kannski?

Re: Verð á flugeldum

Sent: Fim 27. Des 2012 02:23
af Tesy
AciD_RaiN skrifaði:
Tesy skrifaði:
AciD_RaiN skrifaði:Veit ekki hvort ég á að þora að spyrja EN vitið þið hvað t.d. kassinn af froskum kostar nú til dags? Hef ekki keypt mér svona í mööörg ár og ekkert tekið eftir hvort verðin á þessu hafi hækkað mikið...

Ekki banna mig Guðjón ef þetta er off topic :(


Held að kassinn kostar núna 2.000 - 2.500kr (10x5 froskar).. Fyrir 4 árum kostaði kassinn bara 500kr :S

Já þetta kostaði 500 kall síðast þegar ég keypti þetta en það er soldið meira en 4 ár síðan samt. Voru verðin svipuð í langan tíma kannski?


Verðin voru svipuð í langan tíma. Gæti kannski verið 5 árum síðan, man ekki alveg.. Eftir 2008 eða 2009 hækkuðu froskarnir (5. stk) alltaf um 50kr hvert ár.

Re: Verð á flugeldum

Sent: Fim 27. Des 2012 13:29
af Hargo
Maður setur nú samt spurningamerkið við verðið í þessum Hópkaupstilboðum, þá sérstaklega "gamla verðið". Verð áður: 22.900kr, nú 10.990kr. Síðan hvenær er þetta gamla verð? Geta þeir sett bara hvað sem er? Almenn sala hófst bara í dag eða á morgun, ég efast um að þessir pakkar séu á 22.900kr fyrir þá sem kaupa ekki á Hópkaup.

Er þetta t.d. í alvörunni að kosta 5.900kr á almennu verði?

Annars ef það er einhver hérna inni sem er að vinna hjá björgunarsveitinni þá má hann endilega henda inn verðinu á fjölskyldupökkunum hjá þeim.

Re: Verð á flugeldum

Sent: Fim 27. Des 2012 15:18
af playman
Hargo skrifaði:Maður setur nú samt spurningamerkið við verðið í þessum Hópkaupstilboðum, þá sérstaklega "gamla verðið". Verð áður: 22.900kr, nú 10.990kr. Síðan hvenær er þetta gamla verð? Geta þeir sett bara hvað sem er? Almenn sala hófst bara í dag eða á morgun, ég efast um að þessir pakkar séu á 22.900kr fyrir þá sem kaupa ekki á Hópkaup.

Ég er nokkuð viss um að þetta sé sama verð og í fyrra, allaveganna ekki langt frá því.
En 10.990kr er ágætt verð fyrir þennan pakka, verð fyrir svona pakka um árið 2000 hefði kanski verið í kringum 10.990kr.

Re: Verð á flugeldum

Sent: Fös 28. Des 2012 08:10
af Hargo
Mér sýnist vera ágæt tilboð inn á kraftkaup.is líka. Handboltadeild Vals er með flugeldasölu og þetta eru tilboð í gegnum þá.

10 Rakettur á 3.540kr
https://www.kraftkaup.is/deal/rakettur

150 skota terta á 10.140kr
https://www.kraftkaup.is/deal/150-skota-sperterta

4 tertur og 1x raketta á 8.940kr
https://www.kraftkaup.is/deal/heimsklassa-skotkkur-og-einn-str-flugeldi

Stór fjölskyldupakki á 13.915kr
https://www.kraftkaup.is/deal/stri-fjlskyldupakkinn

Pabbapakki á 12.85kr
https://www.kraftkaup.is/deal/pabbapakki

Krakkapakki á 4.905kr
https://www.kraftkaup.is/deal/krakkapakkinn

Re: Verð á flugeldum

Sent: Fös 28. Des 2012 09:30
af GuðjónR
Hargo skrifaði:Mér sýnist vera ágæt tilboð inn á kraftkaup.is líka. Handboltadeild Vals er með flugeldasölu og þetta eru tilboð í gegnum þá.

10 Rakettur á 3.540kr
https://www.kraftkaup.is/deal/rakettur

Keypti þennan á Krafkaup í fyrra á 2.990 kr.
hækkunin er 18.4% á milli ára.

Re: Verð á flugeldum

Sent: Fös 28. Des 2012 09:32
af Gúrú
GuðjónR skrifaði:
Hargo skrifaði:Mér sýnist vera ágæt tilboð inn á kraftkaup.is líka. Handboltadeild Vals er með flugeldasölu og þetta eru tilboð í gegnum þá.

10 Rakettur á 3.540kr
https://www.kraftkaup.is/deal/rakettur

Keypti þennan á Krafkaup í fyrra á 2.990 kr.
hækkunin er 18.4% á milli ára.


Þú hlýtur að vera að ruglast, "Áður" er 5.900 kr. :lol: