Síða 1 af 1
Brotin hrærivél - Hægt að sjóða saman.
Sent: Mið 19. Des 2012 17:49
af beggi90
Ég er með Kenwood MX270 sem lenti í því óhappi að detta í gólfið.
Hausinn brotnaði af en þetta er í raun bara eitt rándýrt stykki sem ég gæti trúað að sé ekkert stórmál fyrir vanann mann að sjóða saman.
Hvert mynduð þið fara með stykkið?
Re: Brotin hrærivél - Hægt að sjóða saman.
Sent: Mið 19. Des 2012 18:09
af jeep84
Sæll. Mér sínist þetta brot vera úr pottefni sem verður sennilega að sjóða með pottapinna , prufaðu að hafa samband við Áliðjuna í kópavogi Sími: 554 4720.
Re: Brotin hrærivél - Hægt að sjóða saman.
Sent: Mið 19. Des 2012 20:22
af Kristján Gerhard
Erfitt að dæma um það útfrá myndinni einni saman án þess að handfjatla stykkið en mér sýnist þetta vera full ljóst til þess að vera pottur. Líklega er um að ræða álsteypu. Það er ekki stórmál að gera við þetta en eins og með alla álsuðu er mikilvægt að þrífa stykkið vel og sennilega er best að velgja það aðeins fyrir suðu. Flestar vélsmiðjur ættu nú að vera með mann sem er fær á TIG vélina og ætti að geta gert við þetta fyrir þig. Með svona verkefni er oft gott að leita í smærri smiðjur þar sem að mögulega gæti einhver "reddað" svona verkefni eftir vinnu fyrir þig.
Áliðjan væri mjög góður kostur, hef enga slæma hluti um þá heyrt.
Re: Brotin hrærivél - Hægt að sjóða saman.
Sent: Fim 20. Des 2012 17:14
af beggi90
Takk fyrir svörin.
Fór með þetta í Áliðjuna, þeir ætla að skoða þetta.
Re: Brotin hrærivél - Hægt að sjóða saman.
Sent: Fim 20. Des 2012 17:32
af Kristján Gerhard
flott er, endilega leyfðu okkur að heyra hvernig útkoman verður
Re: Brotin hrærivél - Hægt að sjóða saman.
Sent: Fim 20. Des 2012 22:43
af Swooper
Gat þetta ekki verið pottur? Hefði verið miklu fyndnara að geta sagt "potturinn er brotinn, en það er örugglega hægt að sjóða hann saman..."
Re: Brotin hrærivél - Hægt að sjóða saman.
Sent: Fös 21. Des 2012 21:34
af Viktor
Á svo ekki að segja manni hvað sé verið að baka? Eintóm vandræði?
Re: Brotin hrærivél - Hægt að sjóða saman.
Sent: Lau 22. Des 2012 00:07
af Kristján Gerhard
Djöfull hefur verið tekið á því í smákökubakstrinum! Hvað voru eiginlega bakaðar margar sortir?
Re: Brotin hrærivél - Hægt að sjóða saman.
Sent: Lau 22. Des 2012 06:42
af GuðjónR
Kristján Gerhard skrifaði:Djöfull hefur verið tekið á því í smákökubakstrinum! Hvað voru eiginlega bakaðar margar sortir?
hehehe
Re: Brotin hrærivél - Hægt að sjóða saman.
Sent: Sun 23. Des 2012 03:21
af Benzmann
minnsta mál að sjóða þetta fyrir þig Beggi minn, ef þú gætir fengið suðuvél somewhere, annars er oft mjög erfitt að sjóða svona steypt stál