Síða 1 af 3

Hópkaup fail

Sent: Þri 18. Des 2012 23:56
af Garfield
Til hvers á þetta stykki að notast í ? til þess að framlengja HDMI kapal um 2 cm ?
http://www.hopkaup.is/hdmi-breytistykki

Re: Hópkaup fail

Sent: Þri 18. Des 2012 23:59
af Yawnk
Karl í konu tengi fyrir HDMI
Hægt að nota til þess að tengja saman HDMI kapla og því hægt að gera tvo stutta að einum lengri!

Re: Hópkaup fail

Sent: Mið 19. Des 2012 00:00
af worghal
miðað við lýsinguna, ætti þetta ekki að vera female í female?

Mynd

Re: Hópkaup fail

Sent: Mið 19. Des 2012 00:02
af Garfield
Ef á að setja tvo kapla saman og gera að einum þá þar konu í konu tengi ;)

Re: Hópkaup fail

Sent: Mið 19. Des 2012 00:04
af Stuffz
sennilega vitlaus mynd

Re: Hópkaup fail

Sent: Mið 19. Des 2012 00:05
af Yawnk
Já! EN! hvað ef þú værir nú kannski með einn female kapal og einn male! :)

Re: Hópkaup fail

Sent: Mið 19. Des 2012 00:05
af worghal
veit samt ekki hvort þetta sé meira fail en þetta

http://www.hopkaup.is/twilight-ur-med-quartz-hreyfingu

Re: Hópkaup fail

Sent: Mið 19. Des 2012 00:06
af Xovius
Þetta breytir tenginu þínu basically úr konu tengi í konu tengi :D

Re: Hópkaup fail

Sent: Mið 19. Des 2012 00:14
af Gúrú
worghal skrifaði:miðað við lýsinguna, ætti þetta ekki að vera female í female?

Miðað við neðsta hluta lýsingarinnar jú, en ekki miðað við þann efri né myndina. :o

Re: Hópkaup fail

Sent: Mið 19. Des 2012 10:18
af natti
Það er að gera mig geðveikan þessi "Hraðtilboð - Beint frá verksmiðju"
Þetta eru engin <ritskoðað> tilboð!

Ef þú ert að flytja inn vöru sem þú hefur aldrei selt áður, hvernig geturu þá talað um "verð áður" eða "upprunalegt verð"?
Verð "með afslætti" er verðið sem varan er upprunalega seld á hjá Hópkaup, og hefur aldrei verið seld á öðru verði.

Afhendingartími á vörunni er uþb 20 dagar, sem gefur okkur að varan sé pöntuð að utan eftir að búið er að panta hjá þeim.
Oftar en ekki má finna með smá google að viðkomandi vara er mun ódýrari erlendis, og oftar en ekki einhver tilboð í gangi á erlendu síðunum.
T.d. var einhver fjandans hamborgarasími til sölu um daginn, "á tilboði" á um 5000kr. Vildi svo til að hann var líka á tilboði hjá Amazon á sama tíma, á $1.88. Með öllum kostnaði hefði verið ódýrara að panta af Amazon heldur en af hópkaup.
(Þetta er ekki eina svona tilfellið sem ég hef rekist á, og eflaust mun fleiri.)

Re: Hópkaup fail

Sent: Mið 19. Des 2012 10:27
af GuðjónR
natti skrifaði:...

Sammála!

Ég sendi fyrirspurn á samband@hopkaup.is og bað um útskýringar á þessu hraðkaupsdæmi og fékk engin svör, í besta falli útúrsnúninga:

Góðan dag.

Mig langaði að forvitnast af hverju þið birtið ekki seljendur í "Hraðkaup"
flokknum ykkar?
Fullt af tilboðum en væntanlegir kaupendur geta ekki séð hver eða hverjir
eru að selja vörurnar.
Ég hefði haldið að kaupendur ættu þann rétt. Margir sem vilja ekki eiga
viðskipti við kennitöluflakkara og vafasöm fyrirtæki sem eiga jafnvel
slæma sögu varðandi ábyrgðarmál.

Til dæmis þetta lyklaborð:
http://www.hopkaup.is/tradlaust-lyklabord-stilhreint
Hver er seljandinn og hver sér um ábyrgðarmál ef það bilar? Hver er
framleiðandinn? Talað um tilboð beint frá verksmiðju sem er hvar?
Og greiðslurnar fara hvert? Paypal?

Með von um svör.

Kær kveðja
GuðjónR.

Og svarið...eða ekkisvarið sem ég fékk:

Góðan daginn

Vörur sem eru pantaðar í gegnum Hraðkaup koma ekki frá neinu sérstöku
fyrirtæki.
Við teljum að þetta séu vörur sem að viðskiptavinir okkar hafa áhuga á
og eru þær pantaðar beint úr verksmiðju.


Kveðja,
Hópkaup.is
S: 520-1030
samband@hopkaup.is

Re: Hópkaup fail

Sent: Mið 19. Des 2012 10:29
af starionturbo
Ok þannig þetta er fyrirtæki sem flytur inn China vörur, annast enga ábyrgð og stundar eflaust kennitöluflakk :')

Re: Hópkaup fail

Sent: Mið 19. Des 2012 10:34
af natti
GuðjónR skrifaði:
natti skrifaði:...

Sammála!

Ég sendi fyrirspurn á samband@hopkaup.is og bað um útskýringar á þessu hraðkaupsdæmi og fékk engin svör, í besta falli útúrsnúninga:

Góðan dag.

Mig langaði að forvitnast af hverju þið birtið ekki seljendur í "Hraðkaup"
flokknum ykkar?

Eins og ég skil þetta, þá er "seljandinn" Hópkaup sjálfir.
Þ.e.a.s. þetta eru ekki vörur í umboðssölu, heldur eru Hópkaup að spotta tilboð hér og þar á "netinu" (Amazon, ebay, alibaba, etc), og setja svo viðkomandi vöru í "Hraðtilboð".

Re: Hópkaup fail

Sent: Mið 19. Des 2012 10:41
af GuðjónR
starionturbo skrifaði:Ok þannig þetta er fyrirtæki sem flytur inn China vörur, annast enga ábyrgð og stundar eflaust kennitöluflakk :')

hehehe útilokað að vita, þeir gefa ekkert upp.

natti skrifaði:]
Eins og ég skil þetta, þá er "seljandinn" Hópkaup sjálfir.
Þ.e.a.s. þetta eru ekki vörur í umboðssölu, heldur eru Hópkaup að spotta tilboð hér og þar á "netinu" (Amazon, ebay, alibaba, etc), og setja svo viðkomandi vöru í "Hraðtilboð".

Hugsanlega en samt er það ekkert víst, þeir vilja ekkert segja.

Fékk svo póst í kjölfarið á "ekki svarinu":

Eftir því sem við best vitum þá er beiðni þín leyst. Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur fleiri spurningar.

Kveðja
Hópkaup

Re: Hópkaup fail

Sent: Mið 19. Des 2012 10:59
af starionturbo
Senda bara til baka, "hver annarst ábyrgð?"

Re: Hópkaup fail

Sent: Mið 19. Des 2012 12:35
af fannar82
Ég er nokkuð viss um að þeir anna ábyrgðina sjálfir,
Þar sem þú kaupir vöruna af þeim og þeir svo af öðrum þannig að þeir eru ábyrgir fyrir sinni sölu og þurfa þá að standa í stappi sjálfir við 3'ja aðilan ef það er eitthvað ves

Þeir eru líka með auglýsingu á síðuni sem segjir
" Þjónustuvernd , Hópkaup bjóða nú viðskipta vinum sínum 100% vöruvernd, ef kaupin standast ekki væntingar getur þú óskað eftir endurgreiðslu "


ég hef keypt nokkrum sinnum af hópkaup & Aha og í öll skiptin verið mjög ánægður með vöruna , þannig að það hefur kanski ekki reynt á þetta hjá mér en ég hef veit af einum sem keypti nudd sem var hjá einhverjum tappa út í bæ og það var víst mjög langt frá því sem lýsingin sagði og hann fékk endurgreitt.

Re: Hópkaup fail

Sent: Mið 19. Des 2012 12:38
af hagur
Fyrir utan allt annað, þá er 1990 kall fyrir þennan litla kubb líka fáránlegt verð!

http://dx.com/p/hdmi-female-to-female-v ... lack-41286

Sami kubbur þarna á heila 2.19 dollara og free shipping.

Re: Hópkaup fail

Sent: Mið 19. Des 2012 13:04
af dori
Yawnk skrifaði:Já! EN! hvað ef þú værir nú kannski með einn female kapal og einn male! :)

Þá þarftu ekki millistykki kjáninn þinn ;)

Annars er þetta hópkaup et. al. algjört krabbamein á internetinu. Byggir á þeirri sálfræði að fólk kippist til þegar það sér eitthvað sem það greinir sem tilboð óháð því hvort það hafi ætlað að kaupa sér þessa vöru eða þjónustu og óháð því hversu gott verð þetta er. Eru ekki líka öll alvöru fyrirtæki hætt að skipta við þessi batterí þannig að þetta eru bara tengdir aðilar og svindlarar sem eru eftir þarna inni?

Also The Oatmeal í dag (fyndið að við skulum hafa verið að byrja með þessar síður þegar það var að koma í ljós að enginn hefur áhuga á Groupon og að það próduct sé fail.

Re: Hópkaup fail

Sent: Mið 19. Des 2012 13:07
af starionturbo
Það passar, þeir segja þetta í skilmálum:

Sendingin tekur 10–20 daga og færð þú tilkynningu frá Póstinum þegar þú getur sótt vöruna.


Það er nægur tími fyrir þá til að sjá hversu margir ætla sér að nýta tilboðið, panta af DX með DHL (komið á ca 4-5 virkum dögum) og áframsenda.

Tók dæmi:

http://dx.com/p/replacement-60w-power-s ... book-34973
http://www.hopkaup.is/hledslutaeki-fyri ... rtolvu-60w

10+ verð á þessu úti er $17.60 = 2217 kr
kaupa 10 svona = 30.605 m/toll+vsk
selja 10 svona = 93.900 m/vsk
hagnaður = 200%

Re: Hópkaup fail

Sent: Mið 19. Des 2012 13:38
af Viktor
Velti því fyrir mér hvort það sé löglegt að auglýsa 'AFSLÁTT' á vöru sem hefur aldrei verið til sölu á tilteknu verði.

Re: Hópkaup fail

Sent: Mið 19. Des 2012 13:58
af Guðni Massi
Sallarólegur skrifaði:Velti því fyrir mér hvort það sé löglegt að auglýsa 'AFSLÁTT' á vöru sem hefur aldrei verið til sölu á tilteknu verði.

Það reynist ekki löglegt http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/06/25/samkaup_greidi_halfa_milljon_i_sekt/
Um að gera að senda Neytandastofu ábendingu um viðskiptahætti hópkaup.

Re: Hópkaup fail

Sent: Mið 19. Des 2012 14:36
af Maniax
https://deals.dx.com/

er þetta ekki sama setup og hjá hopkaup?

Re: Hópkaup fail

Sent: Mið 19. Des 2012 18:07
af Frantic
starionturbo skrifaði:Það passar, þeir segja þetta í skilmálum:

Sendingin tekur 10–20 daga og færð þú tilkynningu frá Póstinum þegar þú getur sótt vöruna.


Það er nægur tími fyrir þá til að sjá hversu margir ætla sér að nýta tilboðið, panta af DX með DHL (komið á ca 4-5 virkum dögum) og áframsenda.

Ég er reyndar núna búinn að þurfa að bíða 6-7 vikur í hvert skipti eftir þremur sendingum frá dx.com MEÐ express sendingu sem er freaking $15 minnir mig ofan á.
Mæli ekki með að nota þann sendingakost.

Re: Hópkaup fail

Sent: Mið 19. Des 2012 18:28
af Frantic

Re: Hópkaup fail

Sent: Mið 19. Des 2012 18:45
af Black