Síða 1 af 3

Já.is og einokun þeirra á markaðinum

Sent: Fim 13. Des 2012 19:44
af intenz
http://www.ruv.is/sarpurinn/kastljos/11 ... -a-einokun

Mig langar að hefja smá umræðu um þetta í tilefni af einokunarumræðu Já.is á markaðinum. Mér finnst sorglegt að einkarekið fyrirtæki sitji eitt að þessum upplýsingum þegar Póst- og Fjarskiptastofnun ættu að sjá um þennan gagnagrunn.

Svo þegar annað fyrirtæki ætlar í samkeppni þá er það ekki hægt út af því að þessi gagnagrunnur er engum til boða og Já.is rukkar þá 125 kr. fyrir hverja uppflettingu yfir netið.

Hvað finnst ykkur um þetta?

Re: Já.is og einokun þeirra á markaðinum

Sent: Fim 13. Des 2012 19:51
af Daniels
Ég verð reiður á svona helvítis rugli

Re: Já.is og einokun þeirra á markaðinum

Sent: Fim 13. Des 2012 20:20
af Domnix
Afhverju er gagnagrunnurinn ekki á vegum Póst-og fjarskiptastofnunar? Eru þetta ekki opinberar upplýsingar? Þýðir þetta að upplýsingar um númerið mitt er í einkaeigu annars aðilla? Frekar asnalegt mál í alla staði.

Re: Já.is og einokun þeirra á markaðinum

Sent: Fim 13. Des 2012 20:31
af intenz
Domnix skrifaði:Afhverju er gagnagrunnurinn ekki á vegum Póst-og fjarskiptastofnunar? Eru þetta ekki opinberar upplýsingar? Þýðir þetta að upplýsingar um númerið mitt er í einkaeigu annars aðilla? Frekar asnalegt mál í alla staði.

Einmitt.

Líka skv. þessu http://ja.is/um/hofundarrettur/ þá eru þessar opinberu upplýsingar varðar höfundarrétti. Haha, þetta verður ekki asnalegra. :sleezyjoe

Hvernig geta nöfn og símanúmer verið varin höfundarrétti? Ef ég vel þrennt fólk af handahófi, skrifa niður nafn þeirra og símanúmer og afhendi einhverjum. Er ég þá að brjóta höfundarréttarlög? :sleezyjoe

Re: Já.is og einokun þeirra á markaðinum

Sent: Fim 13. Des 2012 20:34
af playman
intenz skrifaði:Svo þegar annað fyrirtæki ætlar í samkeppni þá er það ekki hægt út af því að þessi gagnagrunnur er engum til boða og Já.is rukkar þá 125 kr. fyrir hverja uppflettingu yfir netið.

Hvað meinaru? ég hef ekki verið rukkaður um það :-k

Re: Já.is og einokun þeirra á markaðinum

Sent: Fim 13. Des 2012 20:36
af Stuffz
hmm..

tja fer bara ekki að koma tími á að "sérleyfið" sé tekið af þeim með þessu áframhaldi.

Mynd

20 cent fyrir upplýz í síma og 1 dollarar fyrir upplýz í gegnum vefsíðu.

Raunverulegur kostnaður 1 cent.

Re: Já.is og einokun þeirra á markaðinum

Sent: Fim 13. Des 2012 20:43
af Domnix
playman skrifaði:
intenz skrifaði:Svo þegar annað fyrirtæki ætlar í samkeppni þá er það ekki hægt út af því að þessi gagnagrunnur er engum til boða og Já.is rukkar þá 125 kr. fyrir hverja uppflettingu yfir netið.

Hvað meinaru? ég hef ekki verið rukkaður um það :-k



Gagnagrunnurinn er í eigu Já, og fyrirtæki sem ætla í samkeppni þurfa að greiða Já fyrir það að notandi fletti upp upplýsingum.

Re: Já.is og einokun þeirra á markaðinum

Sent: Fim 13. Des 2012 20:48
af playman
Domnix skrifaði:
playman skrifaði:
intenz skrifaði:Svo þegar annað fyrirtæki ætlar í samkeppni þá er það ekki hægt út af því að þessi gagnagrunnur er engum til boða og Já.is rukkar þá 125 kr. fyrir hverja uppflettingu yfir netið.

Hvað meinaru? ég hef ekki verið rukkaður um það :-k



Gagnagrunnurinn er í eigu Já, og fyrirtæki sem ætla í samkeppni þurfa að greiða Já fyrir það að notandi fletti upp upplýsingum.

Ah meinar

Re: Já.is og einokun þeirra á markaðinum

Sent: Fim 13. Des 2012 20:54
af KermitTheFrog
playman skrifaði:
intenz skrifaði:Svo þegar annað fyrirtæki ætlar í samkeppni þá er það ekki hægt út af því að þessi gagnagrunnur er engum til boða og Já.is rukkar þá 125 kr. fyrir hverja uppflettingu yfir netið.

Hvað meinaru? ég hef ekki verið rukkaður um það :-k


Ef einhver annar vill nota gagnagrunninn þeirra þarf hann að borga þetta verð fyrir hverja uppflettingu.

Re: Já.is og einokun þeirra á markaðinum

Sent: Fim 13. Des 2012 21:03
af Stuffz
n1tt dæmi um að (gagna-)Grunnþjónusta á ekki heima í einkageiranum eða hvað?

Re: Já.is og einokun þeirra á markaðinum

Sent: Fim 13. Des 2012 21:06
af appel
Eru það ekki stjórnvöld sem ráða þessu?

Re: Já.is og einokun þeirra á markaðinum

Sent: Fim 13. Des 2012 21:08
af Domnix
Allt í lagi að vera með gagnagrunnsþjónustu í einkageiranum, bara upplýsingar um númer og heimilsföng landsins eru ekki upplýsingar sem ættu að vera bundnar einum aðilla. Þessar upplýsingar ættu að vera á vegum Póst-og fjarskiptastofu og viðmótin/þjónustan í kringum þessar upplýsingar gætu svo verið á vegum einkaaðilla. Þannig gæti maður einfaldlega valið bestu þjónustuna.

Re: Já.is og einokun þeirra á markaðinum

Sent: Fim 13. Des 2012 21:09
af Tbot
Þetta ja dæmi var selt með símanum á sínum tíma ef mig minnir rétt.

Re: Já.is og einokun þeirra á markaðinum

Sent: Fim 13. Des 2012 22:11
af gardar
Ekkert að því að fyrirtæki í einkaeigu sjái um þessa þjónustu, en það þarf klárlega að tryggja samkeppni.

Er þetta ekki bara enn eitt dæmið um það að Póst og Fjarskiptastofnun sé með ræpuna upp á bak?

Re: Já.is og einokun þeirra á markaðinum

Sent: Fim 13. Des 2012 22:14
af KermitTheFrog
gardar skrifaði:Ekkert að því að fyrirtæki í einkaeigu sjái um þessa þjónustu, en það þarf klárlega að tryggja samkeppni.

Er þetta ekki bara enn eitt dæmið um það að Póst og Fjarskiptastofnun sé með ræpuna upp á bak?


Ekkert að því að fyrirtæki í einkaeigu sjái um þjónustuna, en gagnagrunnurinn ætti að vera á vegum hins opinbera.

Já, og samkeppni.

Re: Já.is og einokun þeirra á markaðinum

Sent: Fim 13. Des 2012 22:21
af gardar
Ég er ekki sammála, gagnagrunnurinn mætti alveg vera í rekstri einkaaðila svo lengi sem tryggður er aðgangur að honum á samkeppnishæfan hátt.

Re: Já.is og einokun þeirra á markaðinum

Sent: Fim 13. Des 2012 22:45
af Moldvarpan
Þetta eru nokkur mismunandi mál sem er verið að tala um í einu.

Úthlutun 118 númersins
Gagnagrunnur Já
Sanngjörn gjöld á hverja flettingu til 3.aðila


Úthlutun póst og fjarskiptastofnuns á þessu númeri hefði getað farið í útboð, en það var ekki gert. (Númerið selur ekki þjónustuna, viðskiptavinir hefðu alveg eins getað hringt í 188 ef það hefði verið boðið út).
Já keypti símaskráar gagnagrunninn af Símanum, 5 árum eftir að hann varð einkavæddur. Það var talað þar óformlega um 1.3milljaraða hagnað þess árs, sem rekja má til sölunnar.
Svo sanngjarnt verð til 3.aðila, af þessari fjárfestingu sem Já gerði með að kaupa gagnagrunninn.


Þetta er allt á netinu ef þið googlið þetta.

Re: Já.is og einokun þeirra á markaðinum

Sent: Fim 13. Des 2012 22:49
af Stuffz
gardar skrifaði:Ég er ekki sammála, gagnagrunnurinn mætti alveg vera í rekstri einkaaðila svo lengi sem tryggður er aðgangur að honum á samkeppnishæfan hátt.


þá er spurningin með það í huga sem fram kemur í kastljósi að Já.is er með ~1800% álagningu á símabirtingu (1.4kr í 25kr) og ~9000% álagningu á vefsíðubirtingu (1.4kr í 125kr), er örmarkaðurinn okkar almennt að meika það að skapa samkeppnishæfar aðstæður, eða erum við bara að blekkja okkur sjálf, þetta eru 300K hræður hérna, miðað við þumalputtaregluna að þjóðir tvöfaldi sig á 100 ára fresti þá höfum við verið að standa okkur mjög illa, vorum hvað 19K um þar síðustu árþúsund og ættum því faktískt að vera tuttugu milljóna manna markaður í dag.

hver væri munurinn ef að ríkið ræki gagna-grunn þjónustuna?

Moldvarpan skrifaði:..
Já keypti símaskráar gagnagrunninn af Símanum, 5 árum eftir að hann varð einkavæddur. Það var talað þar óformlega um 1.3milljaraða hagnað þess árs, sem rekja má til sölunnar.
Svo sanngjarnt verð til 3.aðila, af þessari fjárfestingu sem Já gerði með að kaupa gagnagrunninn..


Hefði bara aldrei átt að vera selt, ekki frekar en grunnnetið.

Re: Já.is og einokun þeirra á markaðinum

Sent: Fim 13. Des 2012 23:42
af intenz
Domnix skrifaði:Allt í lagi að vera með gagnagrunnsþjónustu í einkageiranum, bara upplýsingar um númer og heimilsföng landsins eru ekki upplýsingar sem ættu að vera bundnar einum aðilla. Þessar upplýsingar ættu að vera á vegum Póst-og fjarskiptastofu og viðmótin/þjónustan í kringum þessar upplýsingar gætu svo verið á vegum einkaaðilla. Þannig gæti maður einfaldlega valið bestu þjónustuna.

Amen.

Re: Já.is og einokun þeirra á markaðinum

Sent: Fim 13. Des 2012 23:49
af intenz
Stuffz skrifaði:
gardar skrifaði:Ég er ekki sammála, gagnagrunnurinn mætti alveg vera í rekstri einkaaðila svo lengi sem tryggður er aðgangur að honum á samkeppnishæfan hátt.


þá er spurningin með það í huga sem fram kemur í kastljósi að Já.is er með ~1800% álagningu á símabirtingu (1.4kr í 25kr) og ~9000% álagningu á vefsíðubirtingu (1.4kr í 125kr)

Djöfulsins ógeð.

Vonandi kemur einhver niðurstaða í þessu máli frá Samkeppniseftirlitinu.

Re: Já.is og einokun þeirra á markaðinum

Sent: Fös 14. Des 2012 09:47
af Gislinn
intenz skrifaði: ...

En hvernig væri ef einhver tæki sig til og afritaði gagnagrunninn hjá Já.is? Svokallaður "Hrói Höttur" :megasmile


Ekki myndi ég nenna að halda þeim gagnagrunni up-to date. :guy

Re: Já.is og einokun þeirra á markaðinum

Sent: Fös 14. Des 2012 09:47
af dori
intenz skrifaði:En hvernig væri ef einhver tæki sig til og afritaði gagnagrunninn hjá Já.is? Svokallaður "Hrói Höttur" :megasmile
Það er væntanlega það sem er átt við með "höfundarréttur" á gögnunum.

Það væri samt gaman að sjá hvort það haldi eitthvað frekar en samkeppniskvaðirnar sem voru settar á Já... Hver vill prófa?

Re: Já.is og einokun þeirra á markaðinum

Sent: Fös 14. Des 2012 11:28
af starionturbo
Opna open source gangrunn með rippaðann ja.is grunn sem base.
Bjóða svo uppá vefskráningu og breytingu tengda við rafræn skilríki.
win-win díll

Re: Já.is og einokun þeirra á markaðinum

Sent: Fös 14. Des 2012 12:08
af Moldvarpan
Aldrei að fara að ské, að einhver sé að fara "rippa" þennan gagnagrunn.

Veit ekki hvernig það er hægt að leysa þetta, en auðvitað hefði aldrei átt að selja þennan gagnagrunn til að byrja með. Hann hefði átt að vera í eigu póst og fjarskiptastofnunnar, og þeir hefðu svo leigt út leyfi fyrir notkun á þeim gagnagrunni, og þá til fleirri en eins aðila.

En hvernig á að leysa þetta? Gera Já gjaldþrota með að rífa af þeim gagnagrunninn tilbaka? Þeir keyptu þennan gagnagrunn á sínum tíma, fyrir ca. milljarð. Svo hefur þetta fyrirtæki vaxið, og viðskiptin aukist gríðarlega frá því þetta var keypt.

Re: Já.is og einokun þeirra á markaðinum

Sent: Fös 14. Des 2012 12:13
af GuðjónR
Moldvarpan skrifaði:Þeir keyptu þennan gagnagrunn á sínum tíma, fyrir ca. milljarð. Svo hefur þetta fyrirtæki vaxið, og viðskiptin aukist gríðarlega frá því þetta var keypt.

Var ég að misskilja eitthvað í Kastljósi? var ekki sagt að þei borgðuð 1 milljón á ári í leigu til ríkissins fyrir afnot af þessum grunni? Veltan væri um 1000 milljónir og hagnaður yfir 250 milljónir á ári.