Síða 1 af 1
Áframsending pakka
Sent: Fim 22. Nóv 2012 14:52
af KanDoo
Sælir, Var að spá að notfæra mér Black Friday / Cyber Monday og versla smá tölvuíhluti en málið er að ekki öll fyrirtæki senda til Íslands.
Eruð þið vaktarar með reynslu á einhverjum fyrirtækjum sem að sjá um að forwarda pakka.
Kv, Jóhann
Re: Áframsending pakka
Sent: Fim 22. Nóv 2012 15:12
af dori
Ég notaði viaddress.com með góðum árangri í fyrra (fékk nokkra pakka senda til þeirra og lét pakka þeim saman og senda heim).
Re: Áframsending pakka
Sent: Fim 22. Nóv 2012 16:41
af SkaveN
Sammála, viaaddress hafa hjálpað mér mikið. hvar ertu að spá í að panta tölvuhluti?
Re: Áframsending pakka
Sent: Fim 22. Nóv 2012 18:00
af KanDoo
SkaveN skrifaði:Sammála, viaaddress hafa hjálpað mér mikið. hvar ertu að spá í að panta tölvuhluti?
Var að spá með newegg og NCIX en allar hugmyndir eru velkomnar
Re: Áframsending pakka
Sent: Fim 22. Nóv 2012 18:26
af MatroX
KanDoo skrifaði:SkaveN skrifaði:Sammála, viaaddress hafa hjálpað mér mikið. hvar ertu að spá í að panta tölvuhluti?
Var að spá með newegg og NCIX en allar hugmyndir eru velkomnar
þú getur ekki tekið af newegg nema vera með USA kreditkort og USA address
Re: Áframsending pakka
Sent: Fim 22. Nóv 2012 20:57
af berkz
hef notað shipito.com með rosa góðum árangri.
Re: Áframsending pakka
Sent: Fim 22. Nóv 2012 21:56
af Stubbur13
Hvaðan eru menn að panta tölvuvörur ef þeir geta ekki pantað af newegg?