Síða 1 af 1

Gjöld af modding og vatnskælidóti

Sent: Fim 22. Nóv 2012 13:04
af AciD_RaiN
Sælir. Ég er eitthvað hissa á því hvernig þessir hlutir eru flokkaður hjá tollinum og ákvað að spyrja ykkur hvort þið vissuð eitthvað hvort þeteta væri allt eðlilegt.
Þetta er allt tölvuíhlutir ss, 2x radiators, 10 viftur, vatnsblokk og backplate á skjákort, slanga og svo poki með fittings og skrúfum

Ég er ekki að fatta hvað Loft- eða lofttæmidælur og svo Loftdælur flokkarnir eru og afhverju eitthvað fer í plastefni og annað stálvörur og svo síðasti flokkurinn tölvuíhlutir...

Vitið þið eitthvað um þetta?

Innihald pakkans:
Mynd

Sundurliðunin
Mynd

Re: Gjöld af modding og vatnskælidóti

Sent: Fim 22. Nóv 2012 13:45
af dori
Eru þetta ekki allt tollfrjálsir tollaflokkar? Ég get ekki séð betur en þú sért bara að borga 25,5% vsk.

Re: Gjöld af modding og vatnskælidóti

Sent: Fim 22. Nóv 2012 14:39
af gRIMwORLD
Þetta eru ekki algengir tölvuíhlutir þannig lagað. Þú sérð ekki slöngur í annarri hverri tölvu. Þess vegna eru þær flokkaðar í sinn flokk.
Greinilega hefur pakkinn verið opnaður og tekinn í check í tollinum og þeir flokkað hvern hlut fyrir sig og gera engan greinarmun á því í hvað þetta verður svo notað.

Re: Gjöld af modding og vatnskælidóti

Sent: Fim 22. Nóv 2012 15:03
af mundivalur
Tollgengi 181evrur á það ekki að vera 163 ? Þetta er bara misjafnt eftir því hver er að vinna í þessari flokkun !!!!!!

Re: Gjöld af modding og vatnskælidóti

Sent: Fim 22. Nóv 2012 15:11
af dori
Skoðaðu reit 18 mundi. Gengið sem allt er reiknað eftir er 162.12

Re: Gjöld af modding og vatnskælidóti

Sent: Fim 22. Nóv 2012 15:22
af AciD_RaiN
Samt er þetta 81 þús og 25,5% af því er 20.655 en samt enda ég með að borga 26.250kr...

Re: Gjöld af modding og vatnskælidóti

Sent: Fim 22. Nóv 2012 15:25
af dori
AciD_RaiN skrifaði:Samt er þetta 81 þús og 25,5% af því er 20.655 en samt enda ég með að borga 26.250kr...

Það kostar rúmar 5000 kr. að láta gera þessa tollskýrslu. Virðist passa.

Re: Gjöld af modding og vatnskælidóti

Sent: Fim 22. Nóv 2012 15:43
af AciD_RaiN
dori skrifaði:
AciD_RaiN skrifaði:Samt er þetta 81 þús og 25,5% af því er 20.655 en samt enda ég með að borga 26.250kr...

Það kostar rúmar 5000 kr. að láta gera þessa tollskýrslu. Virðist passa.

Vá hvað þetta er búið að hækka... kostaði alltaf einhvern 3 þús kall :(

Re: Gjöld af modding og vatnskælidóti

Sent: Fim 22. Nóv 2012 15:55
af Daz
AciD_RaiN skrifaði:
dori skrifaði:
AciD_RaiN skrifaði:Samt er þetta 81 þús og 25,5% af því er 20.655 en samt enda ég með að borga 26.250kr...

Það kostar rúmar 5000 kr. að láta gera þessa tollskýrslu. Virðist passa.

Vá hvað þetta er búið að hækka... kostaði alltaf einhvern 3 þús kall :(


Þú ættir nú að sjá það best sjálfur á reikningunum hvað þessi "auka" peningur fór í, þetta er sundurliðað.

Re: Gjöld af modding og vatnskælidóti

Sent: Fim 22. Nóv 2012 18:18
af braudrist
Loftdælur? lol, eru það ekki sérfræðingar sem vinna þarna hjá tollinum? Eru bara tómir pappakassar sem vinna þarna?

Re: Gjöld af modding og vatnskælidóti

Sent: Fim 22. Nóv 2012 18:28
af urban
braudrist skrifaði:Loftdælur? lol, eru það ekki sérfræðingar sem vinna þarna hjá tollinum? Eru bara tómir pappakassar sem vinna þarna?


Vatnsdæla og loftdæla eru nú alls ekki það mismunandi.

nú er ég ekki klár á því hvaða gerð af dælum þetta eru, en það eru töluverðar líkur á því að það sé hægt að dæla lofti með þeim.

og já, þú nefnir sérfræðinga.

hvernig í ósköpunum á tollurinn að geta verið með sérfræðinga í ÖLLU sem að flutt er inn til landsins.
grunar að þú gerir þér ekki alveg grein fyrir því hversu mikið það er.

Re: Gjöld af modding og vatnskælidóti

Sent: Fim 22. Nóv 2012 18:45
af AciD_RaiN
Það eru nú bara ekki dælur af neinu tagi í þessu :catgotmyballs

2x radiators, 10 viftur, vatnsblokk og backplate á skjákort, slanga og svo poki með fittings og skrúfum

Re: Gjöld af modding og vatnskælidóti

Sent: Fim 22. Nóv 2012 18:49
af worghal
minnir soldið á þegar mundi var rukkaður um varahluti í bíl með sitt kælidót.
eða var það einhver annar? :lol:

Re: Gjöld af modding og vatnskælidóti

Sent: Fim 22. Nóv 2012 20:01
af mundivalur
Já það var haldið að þetta væri vatnskassi í bíl :D Annars hafa allar mínar pantanir verið flokkaðar mjög vel og langflest í flokkinn tölvuíhlutir(eitthvað svoleiðis)
En hvað er A tollur og XC gjöld fékk eitthvað þannig um daginn með led ljósum er ekki en þá búinn að hringja og ath. :baby

Re: Gjöld af modding og vatnskælidóti

Sent: Fim 22. Nóv 2012 22:21
af methylman
Verðið strákar sem eruð í þessum innflutningi að fá ykkur VSK númer og fá svo aðgang að VEF-tollafgreiðslu hjá tollinum og tollkrít sem þýðir það að greitt er VSK og innflutningsgjöld 15 0g 30 dögum eftir móttöku vörunnar.
Leit í tollskrá er svolítið vesen stundum út af málfari s.s. einsog aðrar einingar gagnavinnsluvéla (tölvuhlutir) en ég er tilbúinn til þess að hjálpa ef ég er beðinn, en að gera þetta sjálfur sparar margann snúninginn og vesenið við leiðréttingar. Ég ráðlegg mönnum hinsvegar ekki alls ekki að reyna að gefa rangar upplýsingar um verð eða flutningsgjöld af innfluttri vöru. :crying

Re: Gjöld af modding og vatnskælidóti

Sent: Fim 22. Nóv 2012 22:22
af methylman
mundivalur skrifaði:Já það var haldið að þetta væri vatnskassi í bíl :D Annars hafa allar mínar pantanir verið flokkaðar mjög vel og langflest í flokkinn tölvuíhlutir(eitthvað svoleiðis)
En hvað er A tollur og XC gjöld fékk eitthvað þannig um daginn með led ljósum er ekki en þá búinn að hringja og ath. :baby


A tollur er 7,5% XC gjöld er 15% vörugjald dælunum hefði ég troðið í nr 8413.7000 sem ber bara VSK

Re: Gjöld af modding og vatnskælidóti

Sent: Fös 23. Nóv 2012 03:23
af gardar
Gerðu skýrsluna sjálfur og flokkaðu þetta sem tolvudót og málið er dautt :happy

Re: Gjöld af modding og vatnskælidóti

Sent: Fös 23. Nóv 2012 03:37
af AciD_RaiN
gardar skrifaði:Gerðu skýrsluna sjálfur og flokkaðu þetta sem tolvudót og málið er dautt :happy

Ef ég væri ekki heimskari en vatnsglas þá myndi ég gera það :face

Re: Gjöld af modding og vatnskælidóti

Sent: Fös 23. Nóv 2012 06:11
af Örn ingi
Heimskari eða latari...ég eimitt er farinn að panta það mikið að utan að ég þarf að fara að gera þetta sjálfur, það munar alveg um auka t.d 15 kall á mánuði!

Re: Gjöld af modding og vatnskælidóti

Sent: Fös 23. Nóv 2012 14:51
af AciD_RaiN
Örn ingi skrifaði:Heimskari eða latari...ég eimitt er farinn að panta það mikið að utan að ég þarf að fara að gera þetta sjálfur, það munar alveg um auka t.d 15 kall á mánuði!

Pottþétt heimskari því ég er alls ekki latur ;)