Síða 1 af 1
Að selja á ebay?
Sent: Þri 13. Nóv 2012 09:18
af Gilmore
Daginn
Er einhver sem hefur reynslu af því að selja á ebay?
Ég er með fullt af allskonar gítarvarahlutum sem er erfitt að koma í verð hérna heima, sem væri kannski hægt að selja á ebay.
Það sem ég hef aðallega áhyggjur af er sendingakostnaður, sérstaklega á hlutum sem eru í ódýrari kantinum......þá er sendingarkostnaður orðinn mun meiri en hluturinn.
Er eingin önnur leið að senda svona smáhluti eins og td í bréfpósti?
Re: Að selja á ebay?
Sent: Þri 13. Nóv 2012 09:24
af playman
Ef það kemst í umslag þá auðvitað sendiru það þannig, en þá er ég ekki að tala um þessi venjulegu glugga umslög, heldur
þessi brúnu fóðruðu.
Hérna er verðlisti póstsins.
http://www.postur.is/desktopdefault.asp ... read-1586/
Re: Að selja á ebay?
Sent: Þri 13. Nóv 2012 09:41
af gRIMwORLD
Þarft bara að umreikna sendingarkostnaðinn í gjaldeyrinn sem þú ert að selja í og stilla inn í söluna á ebay þannig að það bætist við söluverðið á hlutnum.
Re: Að selja á ebay?
Sent: Þri 13. Nóv 2012 09:51
af AngryMachine
Að sjálfsögðu getur þú sent vörur í bréfapósti.
Athugaðu samt að þar sem bréfapóstur er ekki skráður þá er enginn rekjanleiki = þú munt brenna þig á því að ef einhver gerir 'item not received' claim þá getur þú ekkert sannað að pakkinn hafi borist kaupandanum.
Og já - það er ekki nóg að sýna fram á að pakkinn hafi verið sendur, til að hrekja inr claim þarft þú að geta sýnt fram á að pakkinn hafi komist á leiðarenda. Á við bæði um Paypal og Ebay.
Flestar sölur ganga náttúrulega upp, og ákveðin inr prósenta er kannski í lagi ef um er að ræða ódýra vöru með þokkalega álagningu. Samt alltaf jafn leiðinlegt þegar þetta kemur uppá.
Re: Að selja á ebay?
Sent: Þri 13. Nóv 2012 10:06
af Gilmore
Takk fyrir svörin.
Ég nota bréfpóst fyrir þessa hluti þá. Ef eitthvað týnist þá endurgreiði ég bara hlutinn.
Re: Að selja á ebay?
Sent: Þri 13. Nóv 2012 11:14
af gRIMwORLD
Þessa vegna er best að senda í ábyrgðarpósti, margir sem vilja ekki versla ef vörur koma ekki með tracking number. Ekki svo dýrt og svo er það auðvitað kúnninn sem borgar
Þú þarf að setja tracking númerið inn í bæði ebay kerfið og paypal þannig að hægt að sjá á öllum kvittunum hvað númerið er ef það þarf að rekja eitthvað eftirá.