Síða 1 af 1

Sendingar kostnaður og vsk frá ebay.co.uk

Sent: Mán 12. Nóv 2012 11:23
af Nitruz
Sælir vaktarar, getur það verið að það kosti bara 3-7 pund að senda 1.5kg pakka til Íslands frá UK?
Ég sendi honum línu og hann hélt að þetta væri rétt. Samt margfalt ódýrara en hjá öðrum með sömu vöru.

Prime Bbcode Spoiler Show Prime Bbcode Spoiler:
Mynd


Síðan bætist við vsk 25.5% er það af verð vörunar með eða án sendingar kostnaðs? Eru einhver önnur gjöld og hver eru þau?
Varan kostar £48.43 hjá ebay.co.uk hvað mundu þið skjóta á að þetta kosti með öllu.
Takk :)

Re: Sendingar kostnaður og vsk frá ebay.co.uk

Sent: Mán 12. Nóv 2012 11:31
af emmi
Það fer auðvitað eftir því hvað þetta er hvaða gjöld leggjast á pakkann.

Re: Sendingar kostnaður og vsk frá ebay.co.uk

Sent: Mán 12. Nóv 2012 11:32
af svensven
VSK bætist ofan á verð vöru með sendingarkostnaði.

Heildarkostnaður fer eftir því hvað þetta er, því tollurin er mismunandi eftir vöruflokkum.

http://tollur.is/default.asp?cat_id=1700 Hérna er reiknivél frá tollinum, bætist svo við 500kr, minnir mig sem tollskýrlsugjald eða eh álíka.

Re: Sendingar kostnaður og vsk frá ebay.co.uk

Sent: Mán 12. Nóv 2012 11:38
af Nitruz
Þetta er tölvuíhlutur. Ég hélt samt að það væri ekki vörutollur frá EES.
Er það kannski misskilningur hjá mér?

Re: Sendingar kostnaður og vsk frá ebay.co.uk

Sent: Mán 12. Nóv 2012 11:41
af svensven
Capture.PNG
Capture.PNG (37.15 KiB) Skoðað 336 sinnum


Það er ekki tollur á tölvuíhlutum. Þessi útreikningur miðast við 51pund.