Síða 1 af 1
Vesen með rafmagn
Sent: Sun 11. Nóv 2012 16:04
af Krissinn
Síðan ég flutti inní þessa íbúð þá hefur verið vesen með ljósin niðri í kjallara. Þau ljós sem virka er inní herbergjunum sem tilheyra íbúðunum, Herbergi sem hafa verið í útleigu en eru ekki núna. Semsagt annað herbergi tilheyrir minni íbúð og hitt hinni íbúðinni og geri ég þá ráð fyrir að þau séu tengd sitthvort inná greinarnar hjá íbúðunum, semsagt ekki inná sameign. Svo er ein geymsla sem tilheyrir að ég held efri hæðinni, ljósið þar inni virkar s.s, En restin virkar ekki. Þ.e: Ljós efst í stiga, 2 ljós niðri á gangi, ljósið í þvottahúsinu, ljós á sameigilegu baðherbergi niðri, útiljós hvorki bakvið eða fyrir framan. En allir tenglar virkar niðri sem eru sameigilegir, eins og í þvottahúsinu, á ganginum og tenglar fyrir neðan rafmagnstöflu. Ég tók eftir einu áðan þegar ég var að skoða rafmagnstöfluna og kannski að þetta skipti máli uppá ljósin nirði að gera, Það er s.s búið að rífa innsigli frá einhverju svona hringlóttu og það stendur út. Þetta er merkt sameign. Veit einhver hvað þetta er? Sendi mynd til að þið skiljið betur :p
Re: Vesen með rafmagn
Sent: Sun 11. Nóv 2012 17:09
af Blackened
þetta er öryggi á fasanum sem er greinilega notaður fyrir sameignina.. er búið að skrúfa hann úr? þetta er s.s svona "tappi" ef má kalla með öryggi inní.. og það gæti verið brunnið. geturu smellt því upp aftur?
Re: Vesen með rafmagn
Sent: Sun 11. Nóv 2012 17:13
af Krissinn
Blackened skrifaði:þetta er öryggi á fasanum sem er greinilega notaður fyrir sameignina.. er búið að skrúfa hann úr? þetta er s.s svona "tappi" ef má kalla með öryggi inní.. og það gæti verið brunnið. geturu smellt því upp aftur?
Get það nefnilega ekki hehe
En ef það er brunnið afhverju virka þá tenglarnir í sameigninni?
Re: Vesen með rafmagn
Sent: Sun 11. Nóv 2012 17:16
af Blackened
haha get nú svosem ekki sagt til um það
en það er amk þannig að þegar að þú "opnar" það svona þá tekurðu strauminn af því. það er alveg ljóst að það er ekkert rafmagn að fara í gegnum öryggið ef að það er til staðar..
það sem að mér þykir óskaplega líklegt er.. að öryggið hafi brunnið og það hafi verið tekið úr, tappinn hálf skrúfaður aftur í og síðan bara gleymst eða eitthvað.. eða þá að það er bilun í lögninni og það sé ástæðan fyrir því að öryggið er úti.
er yfirhöfuð öryggi inní svarta tappanum á garunum sem er opinn?
Re: Vesen með rafmagn
Sent: Sun 11. Nóv 2012 17:25
af Krissinn
Blackened skrifaði:haha get nú svosem ekki sagt til um það
en það er amk þannig að þegar að þú "opnar" það svona þá tekurðu strauminn af því. það er alveg ljóst að það er ekkert rafmagn að fara í gegnum öryggið ef að það er til staðar..
það sem að mér þykir óskaplega líklegt er.. að öryggið hafi brunnið og það hafi verið tekið úr, tappinn hálf skrúfaður aftur í og síðan bara gleymst eða eitthvað.. eða þá að það er bilun í lögninni og það sé ástæðan fyrir því að öryggið er úti.
er yfirhöfuð öryggi inní svarta tappanum á garunum sem er opinn?
Skal skoða það á eftir, þarf aðeins að skjótast. Finnst það samt ólíklegt.... En ef svo er ekki, Þurfa ekki HS veitur á Suðurnesjum eða maður frá þeim að koma og setja annað öryggi í eða? Það stendur allavegana skýrt á þessu innsigli að enginn annar en HS veitur mega hrófla við þessu.... Það var ekki ég sem reif innsiglið í burtu, örugglega þetta partí og óreglupakk sem bjó hérna fyrir 2 - 3 árum hehe
Re: Vesen með rafmagn
Sent: Sun 11. Nóv 2012 17:35
af Blackened
hehe það er nú nóg að tala bara við næsta rafvirkja ef að þú treystir þér ekki í það
sennilega öruggast að fá rafvirkja samt ef að það er eitthvað bilað í lögninni..
Annars prufaru bara að heyra í HS Veitum og spyrja þá út í þetta innsigli..
Re: Vesen með rafmagn
Sent: Sun 11. Nóv 2012 17:35
af Arnarr
Mæli með því að þú hringir bara á rafvirkja, sérstaklega ef þú veist lítið eða ekkert um rafmagn !
Re: Vesen með rafmagn
Sent: Sun 11. Nóv 2012 18:08
af tdog
Þetta er svokallað kvísvar af Neozed gerð. Inn í þessu er glerhylki og í gegnum það hylki liggur málmþráður sem bráðnar við of mikið álag. Annars er ekkert hægt að segja um ástæður þess að ljósin virki ekki án þess að sjá teikningar af raflögninni. Ég held það sé best fyrir þig að fá rafvirkja í heimsókn.
Re: Vesen með rafmagn
Sent: Sun 11. Nóv 2012 20:28
af roadwarrior
Efst í vinstra horninu er liði sem er merktur 1. Hann er "úti". Fyrir hvað á hann að vera ?
Re: Vesen með rafmagn
Sent: Sun 11. Nóv 2012 21:59
af Krissinn
roadwarrior skrifaði:Efst í vinstra horninu er liði sem er merktur 1. Hann er "úti". Fyrir hvað á hann að vera ?
Það er efri hæðin, semsagt íbúðin þar. Uppþvottavélatengill sem er sleginn út :p
Re: Vesen með rafmagn
Sent: Sun 11. Nóv 2012 22:27
af Krissinn
Það er örugglega mjög dýrt að fá rafvirkja til að fara yfir þetta og koma ljósunum aftur á niðri, auk þess á ég ekki að þurfa að borga allan pakkann því að eigandinn á efri hæðinni ætti líka að borga því þetta er sameign en eigandinn á efri hæðinni er í þessu tilfelli Íslandsbanki og því er sú íbúð tóm og þeir vilja örugglega ekkert taka þátt í þessum kostnaði. Þannig að ég fékk hugmynd, sem ég er reyndar búinn að prófa á einum stað á ganginum niðri. Hér er mynd af því sem ég setti upp og svo önnur sem ég ætla hugsanlega að gera:
Útbjó semsagt bara svona ljós sem tengist í
rafmangsinnstunguna sem er fyrir neðan
rafmagnstöfluna og það virkar fínt.
------------------------------------------
Hér ætla ég semsagt að gera það sama þannig séð,
Semsagt taka þessa svörtu snúru úr flúorljósinu og
setja aðra í staðinn niður á vegg og setja slökkvara
þar og svo aðra snúru úr honum og setja það í
samband í rafmagnsinnstunguna hjá þvottavélinni.
Hvernig hljómar það?
Re: Vesen með rafmagn
Sent: Sun 11. Nóv 2012 23:18
af Arnarr
Afhverju færðu ekki bara rafvirkja til að redda þessu, hann ætti ekki að vera meira en klukkutíma að þessu og þá sleppuru við allt þetta vesen...
Re: Vesen með rafmagn
Sent: Sun 11. Nóv 2012 23:40
af Tbot
Það á að vera töflugreinaskrá í töflunni sem segir þér hvað hvert og eitt öryggi er fyrir.
Neozed varið er opið og hálfskrúfað úr. Þá er ekki hægt að loka því.
Þó bankinn eigi efri hæðina fríar það ekki hann af kostnaði við lagfæringar. Þú þarft að láta einhvern sem hefur umsjón með íbúðinni (hjá bankanum) vita að það sé þörf á að lagfæra rafmagnið í sameign. Ekki nóg að bara hringja.
Re: Vesen með rafmagn
Sent: Mán 12. Nóv 2012 01:10
af Xberg
Þetta er 35.Amp var í 63.Amp neonssetti þarmeð þarf að vera sökkulhringur á varinu og ef þessi hringur er ekki þá er ekki sjéns að smella plastinu upp + Neons eru ekki innsigluð þetta er öryggisbúnaður fyrir lekaliðan og verður að vera virkur.
Re: Vesen með rafmagn
Sent: Mán 12. Nóv 2012 07:41
af Blackened
Það er eiginlega meira þannig að ef að það er 35A hringur í neozedinu þá er ekki séns að setja stærra öryggi og smella örygginu upp
ef að það væri enginn hringur þá væri þessvegna hægt að setja 63A og skrúfa saman
Re: Vesen með rafmagn
Sent: Mán 12. Nóv 2012 09:19
af Krissinn
Tbot skrifaði:Það á að vera töflugreinaskrá í töflunni sem segir þér hvað hvert og eitt öryggi er fyrir.
Neozed varið er opið og hálfskrúfað úr. Þá er ekki hægt að loka því.
Þó bankinn eigi efri hæðina fríar það ekki hann af kostnaði við lagfæringar. Þú þarft að láta einhvern sem hefur umsjón með íbúðinni (hjá bankanum) vita að það sé þörf á að lagfæra rafmagnið í sameign. Ekki nóg að bara hringja.
Þessi skrá sem er inní töflunni er síðan svona 1941, semsagt upprunaleg sem hefur verið límd í þegar það var skipt um töflu. Samt sem áður segir ekkert um þessi öryggi.
Re: Vesen með rafmagn
Sent: Mán 12. Nóv 2012 09:23
af Krissinn
Tbot skrifaði:Það á að vera töflugreinaskrá í töflunni sem segir þér hvað hvert og eitt öryggi er fyrir.
Neozed varið er opið og hálfskrúfað úr. Þá er ekki hægt að loka því.
Þó bankinn eigi efri hæðina fríar það ekki hann af kostnaði við lagfæringar. Þú þarft að láta einhvern sem hefur umsjón með íbúðinni (hjá bankanum) vita að það sé þörf á að lagfæra rafmagnið í sameign. Ekki nóg að bara hringja.
Ég er búinn að tala við þennan mann einusinni og það var bara nei nei nei við öllu sem ég lagði til þannig að ég sagði bara okey, nennti ekki að tala við hann meira.... :p Það var varðandi ruslið nirði, hvort hann gæti ekki tekið þátt í að henda því á haugana en eins og ég segi þá kom bara NEI! Nenni ekki að eiga samskipti við svoleiðis fólk......
Re: Vesen með rafmagn
Sent: Mán 12. Nóv 2012 09:59
af dori
Bankinn nennir auðvitað ekki að standa í einhverjum endurbótum á sameign eða að hjálpa til við að henda dóti á haugana. Það hefði virkilega ekki átt að koma þér á óvart.
Hins vegar er ég frekar viss um að þeir komast ekki upp með að sleppa því að taka þátt í kostnaði við viðhald á íbúðinni. Annars er ég ekki lögfræðingur og er ekki mjög vel að mér í reglum um fjölbýlishús/tvíbýli. Fólk er alltaf að rífast um svona kostnaðarskiptingu en þetta eru smámunir og bankinn er örugglega frekar til í að borga smotterí fyrir að fá rafvirkja til að laga húsið sitt en að standa í ströggli við þig fyrir dómstólum. Eða ekki, bankar eru skrýtin fyrirbæri.
[Bætt við] Also, ég myndi ekki vera að fikta í rafmagni/ljósum í sameign sjálfur (s.s. þú verandi ekki löggiltur rafverktaki). Það getur búið til stór vandamál fyrir þig seinna. Þú mátt líka ekki breyta sameigninni að vild þó svo að enginn búi í hinni íbúðinni. Hérna er einhver grein um viðhald sem ég fann með mjög stuttri leit:
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/544542/
Re: Vesen með rafmagn
Sent: Mán 12. Nóv 2012 10:57
af Krissinn
dori skrifaði:Bankinn nennir auðvitað ekki að standa í einhverjum endurbótum á sameign eða að hjálpa til við að henda dóti á haugana. Það hefði virkilega ekki átt að koma þér á óvart.
Hins vegar er ég frekar viss um að þeir komast ekki upp með að sleppa því að taka þátt í kostnaði við viðhald á íbúðinni. Annars er ég ekki lögfræðingur og er ekki mjög vel að mér í reglum um fjölbýlishús/tvíbýli. Fólk er alltaf að rífast um svona kostnaðarskiptingu en þetta eru smámunir og bankinn er örugglega frekar til í að borga smotterí fyrir að fá rafvirkja til að laga húsið sitt en að standa í ströggli við þig fyrir dómstólum. Eða ekki, bankar eru skrýtin fyrirbæri.
[Bætt við] Also, ég myndi ekki vera að fikta í rafmagni/ljósum í sameign sjálfur (s.s. þú verandi ekki löggiltur rafverktaki). Það getur búið til stór vandamál fyrir þig seinna. Þú mátt líka ekki breyta sameigninni að vild þó svo að enginn búi í hinni íbúðinni. Hérna er einhver grein um viðhald sem ég fann með mjög stuttri leit:
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/544542/
Það kom mér ekkert á óvart..... Á föstudaginn seinasta þá byrjaði hann með flokk af pípurunum klukkan um 7:00 um morgunin með brotvél uppi í íbúðinni og ég og konan stukkum uppúr rúminu og vissum ekkert hvað var í gangi, mjög svo óþægilegt að vakna við þannig! Sérstaklega þagar við áttum bæði frí þennan föstudag. Heyrðu þá tók hann sér það bessaleyfi að draga bæði heitt og kalt vatn upp skorsteininn og uppí íbúðina uppi. Hélt btw að skorsteininn væri sameign og hvað ef við myndum vilja taka skortsteininn sem liggur meðfram veggnum í eldhúsinu hjá okkur, semsagt til að stækka það. Höfum verið að spá í því. Og fyrir vikið var allt á floti og drulluspor alveg upp og niður stigann og pollar útum allt niðri á gangi sem honum datt ekki einusinni í hug að þurrka upp. Við vorum nýbúin að ryksuga og þrífa allt gólfið niðri þannig að það var hægt að ganga á sokkunum þar. Ég talaði við hann um þetta og sagði honum að svona umgengni liði ég ekki og mér væri alveg sama hvort einhver helvítis banki eða einhver annar ætti í hlut. Þá setti hann bara skottið á milli lappana og baðst afsökunar og sagði að það væru engin niðurföll og bla bla, Ég myndi nú halda að það væri ekki mikið mál að soga þetta upp með vatnssugu. Ég er ekki að eigna mér sameignina fyrir mér sjálfan einungis, fyrri eigandi að þessari íbúð sem ég bý í setti þetta ljós upp í þvottahúsinu og ég er bara að tengja ljósið í rafmangsinnstungu, auk þess á ég peruna í því, keypti hana fyrir helgi. Lögnin sem ljósið á ganginum hengur á er uppá baðherbergið hjá mér og finnst mér þetta vera alveg eins og að setja gólflampa þarna niðri og plugga honum í samband við rafmagnsinnstungu, Sem ég hef þegar gert á öðrum stað. Ég ætla ekki að láta konuna mína fljúga á hausinn niður steypan stiga þegar hún setur í þvottavélina.... Svo var eitt líka sem ég lét laga á minn kostnað en það var símainntakskassinn, Það var búið að eiga við hann og slíta allt úr sambandi þannig að ég fékk ekki són þegar ég flutti inn, semsagt línan úr götuskápnum var ekki tengd og ekki heldur uppí íbúð til mín. Símainntakskassinn er sameign ekki satt? Hann tengir báðar íbúðirnar við fastlínusímkerfið ekki satt? :p