Síða 1 af 1

Hafa tölvuna frammi

Sent: Mið 07. Nóv 2012 18:32
af Arkidas
Mig langar að færa borðtölvuna mína úr herberginu og hafa ekkert nema skjá, USB hub, lyklaborð og mús inni hjá mér. Kannski hátalara / heyrnatól líka (ekki USB).

Mig vantar þá:
2x 10M Dual DVI-D kapla
1x USB hub
1x 10M audio snúru

Er þetta ekki allt sem mig vantar?

Vitið þið hvort þetta sé selt hérlendis eða ætti ég að fara í Buy.is með þetta og reyna að fá gott verð?

Re: Hafa tölvuna frammi

Sent: Mið 07. Nóv 2012 18:44
af steinarorri
Væri e-r svona dokka ekki þægilegri?
http://us.toshiba.com/accessory/PA3927U-1PRP

Þessi er reyndar ætluð fartölvum og er ekki með 2 DVI tengi heldur 1 DVI og 1 HDMI. Ég hef samt enga reynslu af þessu, en var að skoða þetta fyrir fartölvuna mína.
Kannski er e-ð svona til sem er með allt sem þig vantar.

Edit: eða þessi: http://shop.lenovo.com/us/itemdetails/0 ... #learnMore

Re: Hafa tölvuna frammi

Sent: Mið 07. Nóv 2012 19:50
af Arkidas
Nei get því miður ekki notað svona. Er með 2* 2560x1440px skjái og þeir þurfa hvor sinn DVI-D kapalinn.

Re: Hafa tölvuna frammi

Sent: Mið 07. Nóv 2012 19:59
af Glazier
Arkidas skrifaði:eða ætti ég að fara í Buy.is með þetta og reyna að fá gott verð?

Allt annað en þetta væri góð hugmynd ;)

Re: Hafa tölvuna frammi

Sent: Mið 07. Nóv 2012 20:05
af Nxxx
Glazier skrifaði:
Arkidas skrifaði:eða ætti ég að fara í Buy.is með þetta og reyna að fá gott verð?

Allt annað en þetta væri góð hugmynd ;)


Nú ? Bara forvitinn, er slæmt að versla við buy.is ?

Re: Hafa tölvuna frammi

Sent: Mið 07. Nóv 2012 20:08
af lukkuláki
Nxxx skrifaði:
Glazier skrifaði:
Arkidas skrifaði:eða ætti ég að fara í Buy.is með þetta og reyna að fá gott verð?

Allt annað en þetta væri góð hugmynd ;)


Nú ? Bara forvitinn, er slæmt að versla við buy.is ?


Here we go again Mynd

Re: Hafa tölvuna frammi

Sent: Mið 07. Nóv 2012 20:22
af axyne
Ættir að fá allt sem þið vantar hjá miðbæjarradíó.

þú ættir að bæta við á listann þinn 10m USB snúru. 10m er of langt fyrir USB2 svo þú þarft snúru með mögnun. (active repeater)

Re: Hafa tölvuna frammi

Sent: Mið 07. Nóv 2012 20:25
af AntiTrust
Þetta er óttalega basic dót sem þarf varla að hugsa mikið út í ábyrgðarparta á.

Verslaðu þetta þar sem þú færð þetta ódýrast, einfalt.

Re: Hafa tölvuna frammi

Sent: Mið 07. Nóv 2012 23:33
af Cascade
Computer.is eru oft með svona snúrur á góðu verði.

Ég keypti nýlega 5m DVI snúru einmitt til að geta haft kassan á hentugum stað og haft einungis skjáinn á borðinu (svo þráðlaus mús & lyklaborð)