Síða 1 af 1

Þráðlaus heimasími

Sent: Sun 04. Nóv 2012 10:39
af Krissinn
Hvar get ég keypt þráðlausan heimasíma (Helst 2 tól) Sem er hægt að tengja við PSTN og líka IP.... Semsagt ég get tildæmis þá hringt norður til Akureyrar í gegnum IP í alveg eins símtæki og borga ekkert mínútu eða upphafsgjald? Ég veit vel að Vodafone og fleiri ISP eru að selja upphafs og mínútulausa heimasímaþjónustu en ég vil hafa þetta svona sér, geta hringt innan almenna símkerfisins og borga samkvæmt verðskrá fyrir það og líka hafa þann kost að geta hringt í gegnum IP frítt. Semsagt ef konan væri að tala í hitt tólið í gegnum PSTN og ég væri að tala við fjölskylduna mína á Akureyri í gegnum IP á hinu tólinu... Vonandi er þetta skiljanlegt hehe :p

Re: Þráðlaus heimasími

Sent: Sun 04. Nóv 2012 12:24
af tdog
ég setti upp siemens þráðlaus tól fyrir Símavist Símans í fyrrasumar. http://gigaset.com/hq/en/product/GIGASETA510IP.html mig minnir sterklega að það hafi verið þessi týpa, en á þessari er hægt að nota bæði fixed line og voip.

Re: Þráðlaus heimasími

Sent: Sun 04. Nóv 2012 12:32
af Krissinn
tdog skrifaði:ég setti upp siemens þráðlaus tól fyrir Símavist Símans í fyrrasumar. http://gigaset.com/hq/en/product/GIGASETA510IP.html mig minnir sterklega að það hafi verið þessi týpa, en á þessari er hægt að nota bæði fixed line og voip.


Okey, hvað kostar svona símstöð + 2 tól sirka? :)

Re: Þráðlaus heimasími

Sent: Sun 04. Nóv 2012 12:38
af tdog
Það er spurning, Smith & Norland flytja inn Siemens. Hringdu í þá :p

Re: Þráðlaus heimasími

Sent: Sun 04. Nóv 2012 13:17
af AntiTrust
Myndi PSTN/Skype tæki leysa þetta vandamál?

Dæmi; http://shop.skype.com/phones/cordless-r ... 088-black/