Stuffz skrifaði:er hlynntur því að yrðu gerð "Beta samfélög" útá landi þar sem lög og reglur eru testuð áður en þeim er hlammað á samfélagið í heil sinni, með tilheyrandi misjöfnum árangri/ánægju o.s.f.
Jaaaaáááánei!
Afhverju úti á landi? Afhverju er Reykjavík ekki betasamfélagið? Er þér illa við landsbyggðina? Hvað ætti testing tíminn að vera langur? Finnst þér í alvörunni góð hugmynd að það væru mismunandi lög eftir landshlutum? E-ð sem er bannað á Ak en leyft í Rvk, eða öfugt?
Flest lög og reglugerðir koma ekki úr þurru lofti, að baki liggur oft umtalsverð vinna bæði hvað varðar (tilætluð)áhrif og innleiðingu.
Í sjálfu sér erum við nú ekki það stórt samfélag til að byrja með að það sé hægt að skipta því eitthvað upp...
Varðandi forræðishyggju... og setninguna frá hakkarin: "en af hverju er það haft að takmarki að draga úr drykkju? "
Flestir eru sammála um að fólki ætti að vera frjálst að gera það sem það vill svo lengi sem það hafi ekk "áhrif" á aðra.
Mér er t.d. alveg sama þó að þó fáir þér bjór í kvöld. Í besta falli styrkiru ríkið með skattfé, íslenska dreifingaraðila og mögulega íslenska bruggara með drykkjunni þinni.
En frá sjónarhorni ríkisins: Á meðan það er hægt að benda á kostnað vegna áfengis svosem meðferðarstofnanir, sjúkdómar sem má rekja til áfengisneyslu og fleira í þeim dúr, þá er ekkert flókið að leggja saman: minni drykkja = minni kostnaður = hægt að nota skattpeninga í annað.
Þannig að út frá peningalegum forsendum væri alveg hægt að komast að þeirri niðurstöðu að það gæti verið gott fyrir samfélagið að "draga úr drykkju".
(Ég veit að ég er að einfalda þetta örlítið, en oft þarf grunnhugmyndin ekkert að vera flóknari en þetta.)
Svo geturu alveg spilað sama leikinn með tóbak, sykur, og aðra "óhollustu" sem hægt er að beintengja við lífsstílstengda sjúkdóma eða annan kostnaðarauka fyrir ríkið.