Síða 1 af 1
Jafnaðarstefnan Vs frjálshyggja
Sent: Sun 28. Okt 2012 23:36
af hakkarin
Hvorari stefnunni eruð þið meirra fylgjandi?
Og af hverju?
Re: Jafnaðarstefnan Vs frjálshyggja
Sent: Sun 28. Okt 2012 23:40
af fallen
Heldurðu ekki að malefnin.com sé betri vettvangur fyrir þig en eitthvað tölvunördaspjall?
Re: Jafnaðarstefnan Vs frjálshyggja
Sent: Sun 28. Okt 2012 23:45
af dandri
Ég hef hreinlega aldrei nennt að kynna mér muninn.
Re: Jafnaðarstefnan Vs frjálshyggja
Sent: Mán 29. Okt 2012 00:30
af capteinninn
Það er algerlega legit að koma með þetta á Koníakstofuna, ef maður hefur ekki áhuga á að lesa þetta sleppir maður því
Re: Jafnaðarstefnan Vs frjálshyggja
Sent: Mán 29. Okt 2012 01:31
af Stuffz
hmm..
ég tel að allir eigi að vera frjálsir að því að vera jafnir, hinsvegar ef allir væru jafn frjálsir þá myndi sennilega rýkja anarchy svo það þarf væntanlega að vera jafnvægi milli frelsis og fjötra, öll boð og bönn eru fjötrar, sumum er maður sammála til að samfélagið virki en öðrum er maður ósammála því þeir hafa ekkert með að samfélagið virki heldur bara til að fleita rjómann af erfiði samfélagsins í þágu fámennra sérhagsmuna hópa
Re: Jafnaðarstefnan Vs frjálshyggja
Sent: Mán 29. Okt 2012 01:33
af Gúrú
hannesstef skrifaði:Það er algerlega legit að koma með þetta á Koníakstofuna, ef maður hefur ekki áhuga á að lesa þetta sleppir maður því
Talsvert metnaðarlaus þráður samt. Þráðarhöfundur gefur ekki einu sinni eigið svar.
Re: Jafnaðarstefnan Vs frjálshyggja
Sent: Mán 29. Okt 2012 01:38
af appel
Allir eiga að hafa jafn mikið frelsi.
Re: Jafnaðarstefnan Vs frjálshyggja
Sent: Mán 29. Okt 2012 12:45
af hakkarin
appel skrifaði:Allir eiga að hafa jafn mikið frelsi.
"Jafn mikið" hvernig? Hvernig skilgreinir þú frelsi?
Re: Jafnaðarstefnan Vs frjálshyggja
Sent: Mán 29. Okt 2012 12:56
af GuðjónR
hakkarin skrifaði:appel skrifaði:Allir eiga að hafa jafn mikið frelsi.
"Jafn mikið" hvernig? Hvernig skilgreinir þú frelsi?
Góð spurning...hvað er frelsi?
Re: Jafnaðarstefnan Vs frjálshyggja
Sent: Mán 29. Okt 2012 13:02
af tlord
Er ekki eitthvað þarna á milli?
Jöfnuður verður aldrei raunhæf krafa.
Hvað þýðir það? Allir á jafndýrum bílum?
Algert frelsi er ekki heldur í boði. Frelsi til að gera flest sem ekki skaðar er í boði.
Það á að tryggja öllum sæmandi lífsgæði.
Re: Jafnaðarstefnan Vs frjálshyggja
Sent: Mán 29. Okt 2012 16:42
af Stuffz
tlord skrifaði:..Það á að tryggja öllum sæmandi lífsgæði.
word
svo má líka að sparka í rassinn á húðlötum aumingjum sem misnota velferðarkerfin, og rýra þannig heidarlífsgæði samfélagsins.