Síða 1 af 1
Mús frýs í svona 3-4 sek.??
Sent: Mán 22. Okt 2012 21:17
af inservible
Var að velta fyrir mér hvort að þið hafið upplifað slíkt. Er að keyra win 74, 64bit. á mjög góðri vél og aldrei verið neitt "bug" fyrir en allt í einu núna. Það virðist engu skipta hvað ég er að gera alltaf frýs músin með löngu millibili í svona 3-4 sek. Grunaði fyrst að þetta væri usb driver vesen en svo virðist ekki vera einnig prófaði ég aðra mús og og tengi en sama sagan? anyone?
Re: Mús frýs í svona 3-4 sek.??
Sent: Mán 22. Okt 2012 21:51
af Dagur
Eru þær tengdar beint með USB eða eru þetta þráðlausar mýs?
Re: Mús frýs í svona 3-4 sek.??
Sent: Mán 22. Okt 2012 23:40
af inservible
tengt í usb, logitech mx518
Re: Mús frýs í svona 3-4 sek.??
Sent: Mán 22. Okt 2012 23:50
af Maniax
prufað error check á vinnsluminni?
Re: Mús frýs í svona 3-4 sek.??
Sent: Mán 22. Okt 2012 23:53
af Hnykill
Hljómar eins og það sé eitthvað Monitor forrit í gangi á bakvið að fylgjast með CPU temp eða viftuhraða eða einhverju. eitthvað sem skannar á 3 sek fresti t.d..
Re: Mús frýs í svona 3-4 sek.??
Sent: Þri 23. Okt 2012 00:03
af inservible
nei hef reyndar ekki kannað með vinnsluminni þar sem að tölvan virðist vinna eðlilega, annars þá frýs þetta ekki nema á svona 5 min frest og þá í svona 3-4 sek.
Re: Mús frýs í svona 3-4 sek.??
Sent: Þri 23. Okt 2012 09:26
af Gislinn
Lenti í nákvæmlega sama með mína MX518, ég prufaði aðra mús og hún virkaði fínt þannig ég reif MX518 í sundur og mældi hana með fjölmæli, það var sambandsleysi við laser-inn sem olli þessu hjá mér. Lagaði það með óhóflegu magni af tini og vona að enginn opni þessa mús til að sjá skítamixið.
Re: Mús frýs í svona 3-4 sek.??
Sent: Þri 23. Okt 2012 09:40
af Klemmi
Gislinn skrifaði:Lenti í nákvæmlega sama með mína MX518, ég prufaði aðra mús og hún virkaði fínt þannig ég reif MX518 í sundur og mældi hana með fjölmæli, það var sambandsleysi við laser-inn sem olli þessu hjá mér. Lagaði það með óhóflegu magni af tini og vona að enginn opni þessa mús til að sjá skítamixið.
Hann segist hafa prófað aðra mús í annað USB-tengi, svo líklegast er vandamálið ekki músin.
En OP, stoppar bara músin? Ef þú ert t.d. að spila tónlist, heldur hún áfram eða kemur einnig hökt í hana?
Re: Mús frýs í svona 3-4 sek.??
Sent: Þri 23. Okt 2012 09:44
af Gislinn
Klemmi skrifaði:Hann segist hafa prófað aðra mús í annað USB-tengi, svo líklegast er vandamálið ekki músin.
En OP, stoppar bara músin? Ef þú ert t.d. að spila tónlist, heldur hún áfram eða kemur einnig hökt í hana?
Ahh, síðasta settningin hefur eitthvað farið fram hjá mér.
Re: Mús frýs í svona 3-4 sek.??
Sent: Þri 23. Okt 2012 09:58
af Nitruz
Prófaðu að fara í device manager-universal serial bus controllers-usb root hub-properties-power management- og afhakaðu "allow this computer to turn off this device to save power" gerðu þetta við öll usb port ef við á.
Re: Mús frýs í svona 3-4 sek.??
Sent: Þri 23. Okt 2012 13:04
af mundivalur
Skella henni í örbylgjuofninn í 2 mín virkar alltaf
Re: Mús frýs í svona 3-4 sek.??
Sent: Mið 24. Okt 2012 10:10
af inservible
Nitruz skrifaði:Prófaðu að fara í device manager-universal serial bus controllers-usb root hub-properties-power management- og afhakaðu "allow this computer to turn off this device to save power" gerðu þetta við öll usb port ef við á.
Takk ætla að prófa þetta á eftir, já það virðist vera alveg sama hvað ég er að gera í leik eða hlusta á tónlist eða hreinlega ekki gera neitt, sé ekkert athugavert process sem keyrir. Þetta gæti samt virkað læt vita..
Re: Mús frýs í svona 3-4 sek.??
Sent: Mið 24. Okt 2012 11:33
af Garri
Hef orðið var við að einhver script í tengslum við Youtube er að bögga vélarnar hjá mér þessa dagana. Bara nóg að opna flipa með YouTube myndbandi og þá stoppar allt í einhverja stund.. Cpu á Firefox ríkur upp.
Eins stundum ef það er verið að spila þá er erfitt að stoppa eða pása, virkar ekki fyrr en eftir einhverjar sekúndur.
Er reyndar að nota mjög marga flipa en vélin ætti að ráða við þetta létt og leikandi, er með 16GB minni, i5 2500, SSD osfv.
Re: Mús frýs í svona 3-4 sek.??
Sent: Mið 24. Okt 2012 12:10
af upg8
Ertu með "grænan" HDD tengdan við tölvuna? Þeir eiga það til að vera stanslaust að slökkva á sér og valda stöðugum vandræðum og það er ekki hægt að breyta því í stillingunum á tölvunni.
Re: Mús frýs í svona 3-4 sek.??
Sent: Mið 24. Okt 2012 23:01
af inservible
já það virðist vera alveg sama hvað ég er að gera, spila, hlusta. Búinn að prófa allar uppástungur. Ætla að prófa að formatta þegar ég nenni annars þá er ég farinn að halda að fína moboið sé hreinlega bilað og það er akkurat 2 ára.
Re: Mús frýs í svona 3-4 sek.??
Sent: Mán 29. Okt 2012 19:54
af Garri
Garri skrifaði:Hef orðið var við að einhver script í tengslum við Youtube er að bögga vélarnar hjá mér þessa dagana. Bara nóg að opna flipa með YouTube myndbandi og þá stoppar allt í einhverja stund.. Cpu á Firefox ríkur upp.
Eins stundum ef það er verið að spila þá er erfitt að stoppa eða pása, virkar ekki fyrr en eftir einhverjar sekúndur.
Er reyndar að nota mjög marga flipa en vélin ætti að ráða við þetta létt og leikandi, er með 16GB minni, i5 2500, SSD osfv.
Fann út úr þessu.. ákvað að láta ykkur vita ef einhver hefur lent í svipuðu.
Er með FireFox (nýjustu útgáfu) og svo virðist sem Flash - plugin hafi eftir einhverja uppfærsluna verið sett í Protected mód. Hægt að gá hvort slíkt eigi sér stað með Taskmanager. Ef þið sjáið þar tvö tösk með Flash_Plugin þá er verið að keyra það í Prottected módi sem virkar engan vegin.
Lausnin er að breyta mms.cfg skránni í (Windows 64bit) C:\Windows\SysWOW64\Macromed\Flash) þannig að bæta við línu sem inniheldur þessa skipun: ProtectedMode=0
Endurræsið FireFox og bingó!