Síða 1 af 1

kvikmyndir frá RÚV

Sent: Fös 19. Okt 2012 00:40
af worghal
Sælt veri fólkið.
er einhver leið að nálgast gamlar kvikmyndir frá 1990 og neðar sem voru framleiddar af rúv?
mig vantar tvær myndir og þær voru sjónvarpsmyndir fyrir rúv og hafa að ég held ekki verið gefnar út.
myndirnar tvær heita Tilbury (1987) og svo Draugasaga (1985).

ef þetta er fáanlegt hjá rúv, hvert á ég þá að senda fyrirspurn?

Re: kvikmyndir frá RÚV

Sent: Fös 19. Okt 2012 00:53
af capteinninn
Vill ekki hljóma leiðinlegur en væri ekki nær lagi að hringja á morgun í skiptiborðið hjá Rúv eða fara uppeftir og athuga þar. Færð örugglega betri svör þar.

Annars myndi ég athuga kannski á bókasöfnum hvort þetta sé til þar en þeir eiga oft helling af gömlu efni

Re: kvikmyndir frá RÚV

Sent: Fös 19. Okt 2012 07:49
af DJOli
Lenti einmitt í því að langa sjálfur að sjá stuttmyndina Tilbury (fíla hljómsveitina, og myndbandið þar sem þeir klipptu myndina í tónlistarmyndband).

Ég hringdi í rúv fyrir svona eins og mánuði síðan um það bil, og þeir sögðu að eina leiðin til að fá að sjá myndina væri að biðja um að myndin yrði sýnd á rúv.

Re: kvikmyndir frá RÚV

Sent: Fös 19. Okt 2012 13:20
af Ripparinn
DJOli skrifaði:Lenti einmitt í því að langa sjálfur að sjá stuttmyndina Tilbury (fíla hljómsveitina, og myndbandið þar sem þeir klipptu myndina í tónlistarmyndband).

Ég hringdi í rúv fyrir svona eins og mánuði síðan um það bil, og þeir sögðu að eina leiðin til að fá að sjá myndina væri að biðja um að myndin yrði sýnd á rúv.


Og svo rippa hana í dreeesl :$

Re: kvikmyndir frá RÚV

Sent: Fös 19. Okt 2012 14:27
af worghal
ég er ekki með áskrift á afruglara eða tengi í veggjum fyrir loftnet og get því ekki horft á sjónvarpið.
ekki nenni ég að bíða eftir að þetta komi á dagskrá og finna mér svo stað til að horfa á þetta.
það væri svo miklu hentugra ef ég gæti bara keypt dvd eða jafnvel vhs til að horfa á þetta og haft ánægjuna af því að eiga þetta líka.
ég er auðvitað tilbúinn að borga fyrir þetta

hvenær fara íslenskar kvikmyndir annars í public domain?

Re: kvikmyndir frá RÚV

Sent: Fös 19. Okt 2012 14:33
af tlord
þetta ætti auðvitað að vera á netinu hjá þeim. í sarpinum (eða hvað það heitir)

Re: kvikmyndir frá RÚV

Sent: Fös 19. Okt 2012 14:39
af worghal
tlord skrifaði:þetta ætti auðvitað að vera á netinu hjá þeim. í sarpinum (eða hvað það heitir)

nope, hvergi til á netinu

Re: kvikmyndir frá RÚV

Sent: Fös 19. Okt 2012 18:19
af DJOli
Eins og ég tók fram fyrr þá er myndin ekki til fyrir almenning á vhs eða dvd.
Hún kemur víst ekki heldur til með að vera í boði á VOD leigu símans.

Einu leiðirnar til að sjá þessa mynd eru;
A). Fara niður í sjónvarpshúsið og fá að horfa á hana þar (þú færð ekki að legja myndina, eða taka hana með þér heim í 'láni').
B). Hringja í RÚV og biðja þá vinsamlega um að sýna myndina einhverntíma. Kannski möguleiki á að þú fáir að vita hvenær hún yrði sýnd.

Re: kvikmyndir frá RÚV

Sent: Fös 19. Okt 2012 19:05
af akarnid
Finnst það stórmerkilegt að það sé svona erfitt að nálgast þessar gömlu myndir. Lagavesen sem stendur í vegi neytenda, eflaust bara skrifað upp á eina sýningu fyrir leikarana og þeir vilja ekki sýna hana aftur þvi þá gæti fólkið sem kom að gerð hennar farið að krefjast aukagreiðslna. Og oft erfitt að hafa upp á öllum í dag. En við neytendur töpum, við viljum borga fyrir þetta ,eins og svo oft áður, en getum ekki.

Re: kvikmyndir frá RÚV

Sent: Fös 19. Okt 2012 19:11
af Akumo
Svo mikið af efni sem rúv hefur í höndunum sem maður langar að komast yfir en mun eflaust aldrei gerast.

Re: kvikmyndir frá RÚV

Sent: Fös 19. Okt 2012 19:19
af Stuffz
Ripparinn skrifaði:
DJOli skrifaði:Lenti einmitt í því að langa sjálfur að sjá stuttmyndina Tilbury (fíla hljómsveitina, og myndbandið þar sem þeir klipptu myndina í tónlistarmyndband).

Ég hringdi í rúv fyrir svona eins og mánuði síðan um það bil, og þeir sögðu að eina leiðin til að fá að sjá myndina væri að biðja um að myndin yrði sýnd á rúv.


Og svo rippa hana í dreeesl :$



hvaða OS ert þú að nota?

ég fæ "cut" og "copy" en ekki neinn "rippa" valmöguleika :sleezyjoe

Mynd


Akumo skrifaði:Svo mikið af efni sem rúv hefur í höndunum sem maður langar að komast yfir en mun eflaust aldrei gerast.


give the ppl what Jay wants O:)