Síða 1 af 1

Gisting í New York - New Jersey

Sent: Mið 17. Okt 2012 01:30
af Raidmax
Sælir

Ég og tveir félagar mínar erum að plana ferð til Bandaríkjana það myndi vera 7.ágúst 2013 - 15.ágúst.

Við erum búnir að leita alveg frekar mikið en finnum aldrei réttu íbúðina eða hótelið (annhvort of dýrt eða frátekin). Viljum svona helst gista í Manhattan svona soldið nálægt Times Square en það skiptir samt ekki öllu máli. Getum alveg tekið lestir ef það er lítið mál.

Þannig ég ætlaði að athuga hvort þið vissuð um eitthverjar ódýrar gistingar annahvort í Manhattan eða rétt hinu megin í New Jesey.

Íbúðin má ekkert vera rosalega dýr en samt alveg 100k+ erum þrír að borga ætti ekki að vera mikið mál.

Hvort þið hafið gist eitthverstaðar þarna nálgæt og vitið um góðar íbúðir til leigu ? :D

Ath Hótel er líka alveg möguleiki.

Re: Gisting í New York - New Jersey

Sent: Mið 17. Okt 2012 01:44
af tdog
Persónulega myndi ég dvelja á hóteli, á hótelum er næturvarsla og eigur þínar eru þannig séð öruggari en að vera í random íbúð. Svo eru hótelin líka með room service og pay pre view á kláminu

Re: Gisting í New York - New Jersey

Sent: Mið 17. Okt 2012 01:46
af worghal
tdog skrifaði:Persónulega myndi ég dvelja á hóteli, á hótelum er næturvarsla og eigur þínar eru þannig séð öruggari en að vera í random íbúð. Svo eru hótelin líka með room service og pay pre view á kláminu

spurning hvort það sé ódýrara að fá wifi lykil og streama þessu bara :-k

Re: Gisting í New York - New Jersey

Sent: Mið 17. Okt 2012 01:47
af Raidmax
tdog skrifaði:Persónulega myndi ég dvelja á hóteli, á hótelum er næturvarsla og eigur þínar eru þannig séð öruggari en að vera í random íbúð. Svo eru hótelin líka með room service og pay pre view á kláminu


haha jáa, en pæling var ef þú ert með íbúð þá hefuru aðeins meira pláss og yfirleitt er ísskápur sem er mikill kostur.

Re: Gisting í New York - New Jersey

Sent: Mið 17. Okt 2012 10:34
af steinarorri
Koma hostel ekki til greina? Þau eru oft með ódýr einkaherbergi líka.
www.hostelworld.com

Re: Gisting í New York - New Jersey

Sent: Mið 17. Okt 2012 13:50
af tomas52
hotwire.com mjög sniðug síða.. er búin að prófa þetta og fékk rosalega flott hótel var með stillt á 4 stjörnur og borgaði 40.000 fyrir 2 nætur fyrir herbergi fyrir 4 sem er mjög gott í new york.. var nálægt miðbænum og svo er yfirleitt ískápur á hótelherbergjum..

Re: Gisting í New York - New Jersey

Sent: Mið 17. Okt 2012 15:13
af tlord
það gæti líka verið athgandi með langtíma leigu á klefa í klámbullu

:D

Re: Gisting í New York - New Jersey

Sent: Mið 17. Okt 2012 16:04
af Pandemic
http://www.tripadvisor.com/Hotel_Review-g48080-d281640-Reviews-Comfort_Inn-Long_Island_City_New_York.html

Var á þessu hóteli, virkilega gott hótel fyrir lítinn pening. Það er rétt hjá Queensborough Plaza þar sem allar lestir stoppa sem koma inná Long Island.
Það tekur svona 1 mínútu að komast á stöðina og ~10 min niðrá Times.

Re: Gisting í New York - New Jersey

Sent: Mið 17. Okt 2012 16:21
af Tbot
tlord skrifaði:það gæti líka verið athgandi með langtíma leigu á klefa í klámbullu

:D


Er ekki ráð að skipta út svíninu fyrir pornodog.

:-"

Re: Gisting í New York - New Jersey

Sent: Mið 17. Okt 2012 16:48
af tlord
Hvaða svíni? .. :wtf

Re: Gisting í New York - New Jersey

Sent: Fim 18. Okt 2012 15:31
af Raidmax
Veit einhver um gistingar sem talar ekki um klám :?

Re: Gisting í New York - New Jersey

Sent: Fim 18. Okt 2012 15:33
af jericho
ég er að fara til NY í nóvember... það eru ágætis pakkar (flug+hótel) á icelandair heimasíðunni. En ég endaði að kaupa gistingu á POD39. Foxdýrt auðvitað, þrátt fyrir að vera bara 2/5 stjörnur, en ekki nærri eins dýrt og önnur hótel. Þeir meira að segja eru búnir að gefa mér grænt ljós að versla online og senda pakka til þeirra... læt þig vita eftir ferðalagið hvort þetta var þess virði.

Re: Gisting í New York - New Jersey

Sent: Fim 18. Okt 2012 16:51
af BirkirEl
Get mælt með the time hotel, uppá staðsetninguna að gera. Gæti verið pínu dýrt, ég fékk 50%afsl

Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2

Re: Gisting í New York - New Jersey

Sent: Fim 18. Okt 2012 20:11
af Raidmax
BirkirEl skrifaði:Get mælt með the time hotel, uppá staðsetninguna að gera. Gæti verið pínu dýrt, ég fékk 50%afsl

Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2


Já okei nice, er svona meira að leita að íbúðum. Hafa soldið pláss og helst hafa ísskáp það skiptir rosalegu máli :D

Finnst hótel herbergi ekki alveg tilvalið fyrir 8 nætur og þar sem við erum þrír :D

Re: Gisting í New York - New Jersey

Sent: Fim 18. Okt 2012 23:40
af Steini B
Ég var á Hotel Beacon í mars, en það er svona "íbúða" hótel, með eldavél, örbylgjuofn og ískápur ;)
Mjög fínt hótel, við tókum það í gegnum pakkadíl hjá Icelandair svo ég man ekki alveg hvað það sjálft kostaði...

Re: Gisting í New York - New Jersey

Sent: Fim 25. Okt 2012 00:00
af Raidmax
Steini B skrifaði:Ég var á Hotel Beacon í mars, en það er svona "íbúða" hótel, með eldavél, örbylgjuofn og ískápur ;)
Mjög fínt hótel, við tókum það í gegnum pakkadíl hjá Icelandair svo ég man ekki alveg hvað það sjálft kostaði...


Jáa nice, við nennum ekki að bíða eftir pakkadíl hehe. Viljum bara klára að panta þetta allt í einu og þá erum við bara ready :D Hotel Beacon er frekar dýrt þarna á þessum dagsetningum :D

Re: Gisting í New York - New Jersey

Sent: Fim 25. Okt 2012 14:13
af DabbiGj
Hef nokkrum sinnum verið á Wanderer in the west, þar er sameiginlegt eldhús, ísskápur og svo er morgunmatur í boði. Það er hræódýrt, er í Harlem, tveggja mínútna gangur í Central Park og örfáar mínútur niðrá Times Square með neðanjarðarlest eða strætisvagni.