Sindri A skrifaði:Samt sem áður er glórulaust að kaupa fótboltalið en þú vilt bara tvo leikmenn.
Heldur þú s.s. ekki með neinu liði, heldur bara með ákveðnum einstaklingum í mismunandi liðum?
Geturu þá farið á fótboltaleik og hvatt bæði liðin áfram, eftir því hvaða liðsmaður er með boltann hverju sinni?
Ef við miðum við þessa samlíkingu þína, þá einmitt geturu ekki farið og keypt tvo leikmenn, eða haldið bara með tveim leikmönnum.
Ef þú ætlar að taka þátt í businessinum, þá einmitt byrjaru á að kaupa lið, ekki leikmenn.
Þú heldur líka með ákveðnu "liði" og vonast til þess að þjálfarar og stjórnendur liðsins velji bestu einstaklinga í liðið hverju sinni.
Sama fyrirkomulag hefur viðgengist í stjórnmálum, en hefur aðeins verið að breytast með prófkjörunum, þar sem "stuðningsmenn" flokks geta haft bein áhrif á hvaða einstaklingar fá að bjóða sig fram með "liðinu".
Það sem mér finnst hinsvegar að þurfa að samræma, það er að annaðhvort breytum við þessu í að kjósa einstaklinga, og að einstaklingar eigi "atkvæðið", eða þá að við kjósum flokka, og flokkarnir eigi atkvæðið.
Í dag er það þannig að við kjósum flokka, en einstaklingar eiga atkvæðið.
Það sem ég á við með þessu er að ef að einstaklingur ákveður á miðju kjörtímabili að skipta um flokk, þá fær hann að halda áfram inni undir formerkjum þess flokks sem hann/hún hóf samstarf með.
Þetta er galið því að miðað við núverandi kosningakerfi, þá skiptust atkvæðin niður á flokka, og því væri mun réttara að ef að einstaklingur skiptir um flokk að hann/hún víki til hliðar og varamaður komi inn í staðinn.
En að upprunalegu spurningunni, þá er ég sammála því að kosningaaldur, sem og önnur réttindi (áfengi, bílpróf etc.) miðist við sjálfræðisaldur.