Síða 1 af 1

Mac spjallið

Sent: Þri 16. Okt 2012 12:31
af capteinninn
Ég var að velta því fyrir mér afhverju það er sér spjall fyrir Mac tölvur en þær hafa ekki bara sér lið fyrir sig á venjulegu vaktinni.

Sýnist vera voða lítið líf á spjallinu þar, á listanum yfir það nýjasta á svæðinu er post frá 27. sept sem er fyrir rúmum 3 vikum síðan.

Re: Mac spjallið

Sent: Þri 16. Okt 2012 12:35
af GuðjónR
Nei það nýjasta er síðan í morgun :)
http://mac.vaktin.is/viewtopic.php?f=5& ... 6db0951134

Annars er þetta rétt hjá þér, það er í raun engin tilgangur með þessu...spurning um að gera bara Mac flokk hérna...

Re: Mac spjallið

Sent: Þri 16. Okt 2012 12:39
af capteinninn
GuðjónR skrifaði:Nei það nýjasta er síðan í morgun :)
http://mac.vaktin.is/viewtopic.php?f=5& ... 6db0951134

Annars er þetta rétt hjá þér, það er í raun engin tilgangur með þessu...spurning um að gera bara Mac flokk hérna...


Haha akkúrat, hluti af ástæðunni fyrir að ég spyr er biturleiki minn með að finna hvergi hjálp með makkann minn þannig að þetta hefur frekar sjálfshagsmunalegar ástæður

Re: Mac spjallið

Sent: Þri 16. Okt 2012 12:51
af worghal
spurning hvort þetta hafi eitthvað að gera með það að þegar fólk gerir þráð hérna meginn á spjallinu um mac, þá fer allt í háaloft og fólk leinir ekki bræðini :klessa

Re: Mac spjallið

Sent: Þri 16. Okt 2012 21:45
af Demon
Second that.
Annars (svona fyrst að mac-menn munu örugglega skoða þennan þráð), hefur eitthver hérna sett SSD disk í iMac? :)
Er nýkominn með 27tommu iMac sjálfur (Mid 2011) er svona að manna mig upp í að setja SSD disk í gripinn..

Re: Mac spjallið

Sent: Þri 16. Okt 2012 22:02
af Hargo
GuðjónR skrifaði:Nei það nýjasta er síðan í morgun :)
http://mac.vaktin.is/viewtopic.php?f=5& ... 6db0951134

Annars er þetta rétt hjá þér, það er í raun engin tilgangur með þessu...spurning um að gera bara Mac flokk hérna...


Ég styð það, mun praktískara. Maður er oft að fikta eitthvað aðeins í eplavélunum og vantar stundum hjálp, þá býr maður yfirleitt til þráð hér undir einhverju öðru frekar en að fara á Mac spjallið.

Re: Mac spjallið

Sent: Fim 17. Jan 2013 14:56
af beatmaster
Er búið að loka Mac partinum?

Re: Mac spjallið

Sent: Fim 17. Jan 2013 15:05
af krissiman
Demon skrifaði:Second that.
Annars (svona fyrst að mac-menn munu örugglega skoða þennan þráð), hefur eitthver hérna sett SSD disk í iMac? :)
Er nýkominn með 27tommu iMac sjálfur (Mid 2011) er svona að manna mig upp í að setja SSD disk í gripinn..


Ég veit að félagi minn setti SSD í iMac-inn sinn það gekk bara vel, annars setti ég hybrid disk í Macbookinn minn það gekk mjög vel :D

Re: Mac spjallið

Sent: Fim 17. Jan 2013 15:52
af GuðjónR
beatmaster skrifaði:Er búið að loka Mac partinum?

Yuuup!

Re: Mac spjallið

Sent: Lau 19. Jan 2013 18:40
af coldcut
Mac OS X er nú tæknilega *NIX og hét flokkurinn Linux/*NIX (eða eitthvað í þá áttina).
Að mínu mati þá ætti þetta bara að vera tveir flokkar. "OS X og iOS" og "Linux, Android og *NIX".

Kæri mig ekki um Mac-þvaður í uppáhalds flokknum mínum! [-X