Síða 1 af 1
Mac spjallið
Sent: Þri 16. Okt 2012 12:31
af capteinninn
Ég var að velta því fyrir mér afhverju það er sér spjall fyrir Mac tölvur en þær hafa ekki bara sér lið fyrir sig á venjulegu vaktinni.
Sýnist vera voða lítið líf á spjallinu þar, á listanum yfir það nýjasta á svæðinu er post frá 27. sept sem er fyrir rúmum 3 vikum síðan.
Re: Mac spjallið
Sent: Þri 16. Okt 2012 12:35
af GuðjónR
Nei það nýjasta er síðan í morgun
http://mac.vaktin.is/viewtopic.php?f=5& ... 6db0951134Annars er þetta rétt hjá þér, það er í raun engin tilgangur með þessu...spurning um að gera bara Mac flokk hérna...
Re: Mac spjallið
Sent: Þri 16. Okt 2012 12:39
af capteinninn
Haha akkúrat, hluti af ástæðunni fyrir að ég spyr er biturleiki minn með að finna hvergi hjálp með makkann minn þannig að þetta hefur frekar sjálfshagsmunalegar ástæður
Re: Mac spjallið
Sent: Þri 16. Okt 2012 12:51
af worghal
spurning hvort þetta hafi eitthvað að gera með það að þegar fólk gerir þráð hérna meginn á spjallinu um mac, þá fer allt í háaloft og fólk leinir ekki bræðini
Re: Mac spjallið
Sent: Þri 16. Okt 2012 21:45
af Demon
Second that.
Annars (svona fyrst að mac-menn munu örugglega skoða þennan þráð), hefur eitthver hérna sett SSD disk í iMac?
Er nýkominn með 27tommu iMac sjálfur (Mid 2011) er svona að manna mig upp í að setja SSD disk í gripinn..
Re: Mac spjallið
Sent: Þri 16. Okt 2012 22:02
af Hargo
Ég styð það, mun praktískara. Maður er oft að fikta eitthvað aðeins í eplavélunum og vantar stundum hjálp, þá býr maður yfirleitt til þráð hér undir einhverju öðru frekar en að fara á Mac spjallið.
Re: Mac spjallið
Sent: Fim 17. Jan 2013 14:56
af beatmaster
Er búið að loka Mac partinum?
Re: Mac spjallið
Sent: Fim 17. Jan 2013 15:05
af krissiman
Demon skrifaði:Second that.
Annars (svona fyrst að mac-menn munu örugglega skoða þennan þráð), hefur eitthver hérna sett SSD disk í iMac?
Er nýkominn með 27tommu iMac sjálfur (Mid 2011) er svona að manna mig upp í að setja SSD disk í gripinn..
Ég veit að félagi minn setti SSD í iMac-inn sinn það gekk bara vel, annars setti ég hybrid disk í Macbookinn minn það gekk mjög vel
Re: Mac spjallið
Sent: Fim 17. Jan 2013 15:52
af GuðjónR
beatmaster skrifaði:Er búið að loka Mac partinum?
Yuuup!
Re: Mac spjallið
Sent: Lau 19. Jan 2013 18:40
af coldcut
Mac OS X er nú tæknilega *NIX og hét flokkurinn Linux/*NIX (eða eitthvað í þá áttina).
Að mínu mati þá ætti þetta bara að vera tveir flokkar. "OS X og iOS" og "Linux, Android og *NIX".
Kæri mig ekki um Mac-þvaður í uppáhalds flokknum mínum!