Síða 1 af 1

Friðarverðlaun Lennon/Ono

Sent: Fös 05. Okt 2012 23:42
af capteinninn
fréttina um að Lady Gaga er að koma til Íslands útaf þessum verðlaunum og ég tók eftir að það er enginn fjölmiðill að fjalla um hitt fólkið sem er líka að koma til að taka á móti verðlaununum.

Rachel Corrie var Bandarískur friðarsinni sem lést þegar jarðýta frá IDF keyrði yfir hana þegar hún var að reyna að hindra IDF í því að eyðileggja hús til að byggja varnarveginn sem Ísrael byggði á Palestínsku landsvæði.

John Perkins er rithöfundur og fyrrum starfsmaður NSA sem skrifaði um reynslu sína sem svokallaður Economic Hitman en hlutverk þeirra var að vera einskonar fulltrúar fyrirtækjasamsteypunnar í Bandaríkjunum og að hluta til utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Mæli eindregið með að skoða bókina Confessions of an Economic Hitman sem er rosaleg lesning.

Christopher Hitchens var Breskur rithöfundur sem er einna helst frægur fyrir skrif sín um alþjóðastjórnmál, trúmál og fleira. Hann hallaðist upprunalega til vinstri en færðist lengra til hægri eftir því sem hann varð eldri.

Pussy Riot er Rússneskt pönk-collective sem komst í heimsfréttirnar með mótmælaaðgerðum sínum gegn Vladimir Putin í Moskvu fyrr á þessu ári.


Mér finnst það alger skandall að ekkert sé fjallað um þau í fjölmiðlum og allir virðast vera hrifnastir af komu Lady Gaga sem ég sé ekki hvað hún hefur gert en að semja ömurlega tónlist og klæða sig stórfurðulega.
Hún samdi víst fína tónlist meðan hún var að skrifa tónlist fyrir aðra tónlistarmenn en ég veit ekkert um það.

Vona að þetta innlegg fái ykkur til að skoða meira um þetta fólk

Re: Friðarverðlaun Lennon/Ono

Sent: Fös 05. Okt 2012 23:45
af hfwf
Ég sá klarlega frétt um þar sem þau öll voru nefnd. LGG headlineið að sjálfsögðu.

Re: Friðarverðlaun Lennon/Ono

Sent: Fös 05. Okt 2012 23:58
af þorri69
það var getið um þau öll í dag þegar ég heirði þetta fyrst á bylgjuni. (3 fréttum)

Re: Friðarverðlaun Lennon/Ono

Sent: Lau 06. Okt 2012 00:20
af capteinninn
Átti meira við að það er ekkert fjallað um hver þau eru, þau eru talin fram en ekkert fjallað um afhverju þau fá verðlaunin eða hvað þau hafa gert.

Ég persónulega hefði haft meiri áhuga á að vita það heldur en að fá t.d. 2 fréttir um að hún sé að koma og ein í viðbót þar sem Jón Gnarr fagnar komu Lady Gaga til landsins

http://www.visir.is/gaga-tekur-vid-verd ... 2121009319
http://www.visir.is/lady-gaga-kemur-til ... 2121009368
http://www.visir.is/jon-gnarr-fagnar-ko ... 2121009361

Re: Friðarverðlaun Lennon/Ono

Sent: Lau 06. Okt 2012 10:44
af Bjosep
hannesstef skrifaði:
Christopher Hitchens var Breskur rithöfundur sem er einna helst frægur fyrir skrif sín um alþjóðastjórnmál, trúmál og fleira. Hann hallaðist upprunalega til vinstri en færðist lengra til hægri eftir því sem hann varð eldri.



Ég átta mig ekki alveg á því af hverju einstaklingur sem var fylgjandi íraksstríðinu fær friðarverðlaun.

Mér er reyndar einnig algerlega óljóst hvað Lady Gaga hefur afrekað til þess að eiga friðarverðlaun skilið, en það er önnur saga.

Re: Friðarverðlaun Lennon/Ono

Sent: Lau 06. Okt 2012 11:02
af hfwf
Bjosep skrifaði:
hannesstef skrifaði:
Christopher Hitchens var Breskur rithöfundur sem er einna helst frægur fyrir skrif sín um alþjóðastjórnmál, trúmál og fleira. Hann hallaðist upprunalega til vinstri en færðist lengra til hægri eftir því sem hann varð eldri.



Ég átta mig ekki alveg á því af hverju einstaklingur sem var fylgjandi íraksstríðinu fær friðarverðlaun.

Mér er reyndar einnig algerlega óljóst hvað Lady Gaga hefur afrekað til þess að eiga friðarverðlaun skilið, en það er önnur saga.


Svona á svipaðan hátt af hverju forseti bna obama er handhafi nobelsverðlauna.