Síða 1 af 1
Tölvuleiga
Sent: Fim 27. Sep 2012 14:42
af Gislinn
Sælir vaktarar,
Vitið þið hvar væri möguleiki á að fá leigða (eða lánaða [bjartsýni]) almennilega tölvu? Ég er að vinna í meistaraverkefninu mínu og vantar almennilega vél í ca. 3-7 daga.
Þegar ég segi almennilega vél að þá meina ég: quad core intel örgjörva, lágmark 16 gb í minni og þokkalega kælingu til að geta keyrt tölvuna á 100% CPU í 3x30 klst session.
Öll hjálp með upplýsingar um hvar ég gæti nálgast slíkt í leigu eða láni væri mjög vel þegin.
Re: Tölvuleiga
Sent: Fim 27. Sep 2012 14:49
af tlord
er ekki amazon með eitthvað svona? þe í klátinu, hentar etv ekki??
Re: Tölvuleiga
Sent: Fim 27. Sep 2012 15:02
af dori
Ef þú ert að fara að krönsa tölur þá myndi ég nota Amazon EC2 eða Picloud. Þú gætir líka farið til Greenqloud (íslenskt, já takk!).
http://greenqloud.com/http://www.picloud.com/http://aws.amazon.com/ec2/Getur verið að þú getir fengið að komast í fína vél hjá einhverjum hérna en ég myndi svosem ekki veðja á það.
Re: Tölvuleiga
Sent: Fim 27. Sep 2012 15:15
af Gislinn
Cloud lausn virkar ekki þar sem ég þarf að setja upp mjög sérhæft forrit á vélina, ég skoðaði áður þann möguleika á að nota amazon Elastic tölvukerfið en þeir tjáðu mér að miða við þetta forrit og það leyfi sem ég hef á það í gegnum háskólann þá myndi þeirra kerfi ekki ganga. Takk samt fyrir ábendingarnar.
Re: Tölvuleiga
Sent: Fim 27. Sep 2012 15:24
af tlord
Re: Tölvuleiga
Sent: Fim 27. Sep 2012 15:33
af Gislinn
Þarf að vera með sérstakt HPC leyfi á forritið til að geta nýtt svona lausnir. Það leyfi á háskólinn ekki og er mjög dýrt leyfi fyrir þetta forrit, annars væri ég eflaust að nýta mér þetta.
Takk samt fyrir ábendinguna.
Re: Tölvuleiga
Sent: Fim 27. Sep 2012 15:36
af tlord
en að láta td Tölvutek sponsa? Fá svo smá grein/augl í blaðið - Raflost eða eitthvað
Re: Tölvuleiga
Sent: Fim 27. Sep 2012 15:39
af MatroX
hvað viltu borga fyrir tölvuna í undirskrift í þennan tíma sem þú þarft?
Re: Tölvuleiga
Sent: Fim 27. Sep 2012 15:39
af Gislinn
tlord skrifaði:en að láta td Tölvutek sponsa? Fá svo smá grein/augl í blaðið - Raflost eða eitthvað
Þetta er reyndar frábær hugmynd, ég ætla að prufa að hafa samband við þá og tékka á hvort það sé einhver séns.
Takk kærlega fyrir þessa ábendingu.
Re: Tölvuleiga
Sent: Fim 27. Sep 2012 16:05
af tlord
Gislinn skrifaði:tlord skrifaði:en að láta td Tölvutek sponsa? Fá svo smá grein/augl í blaðið - Raflost eða eitthvað
Þetta er reyndar frábær hugmynd, ég ætla að prufa að hafa samband við þá og tékka á hvort það sé einhver séns.
Takk kærlega fyrir þessa ábendingu.
no prob!
btw. sumir eru forvitnir hvað þú ert að gera
Re: Tölvuleiga
Sent: Fim 27. Sep 2012 16:13
af Gislinn
MatroX skrifaði:hvað viltu borga fyrir tölvuna í undirskrift í þennan tíma sem þú þarft?
Búinn að senda skilaboð.
tlord skrifaði:no prob!
btw. sumir eru forvitnir hvað þú ert að gera
Er að keyra stórt CFD líkan (computational fluid dynamic) af flóðamannvirki í virkjun. Þetta er eingöngu brot af meistaraverkefninu mínu þar sem ég ætla að bera tölvulíkanið saman við raunverulegt líkan sem ég smíðaði. Ég reyndi fyrst að keyra þetta á T420 tölvunni minni, hún er með i7 og 8GB í vinnsluminni, en henni líkaði ekki alveg við svona mikla vinnslu í svona langan tíma vegna hitans sem örgjafinn gaf frá sér og forritið var alltaf að minnast á að minnið væri of lítið.
Ég er í raun búinn með alla undirbúnings vinnu, þarf núna bara einhvern vinnuhest til að keyra þetta.
Re: Tölvuleiga
Sent: Fim 27. Sep 2012 17:03
af Xovius
Gæti ekki jafnvel verið einfaldara að fá bara lánað vinnsluminni og örgjörvakælingu?
Myndi nú svosem lána þér mína vél ef ég væri á höfuðborgarsvæðinu :/
Re: Tölvuleiga
Sent: Fim 27. Sep 2012 17:09
af Garri
Ekki spurning að nota tækifærið og uppfæra rokkinn þinn..
Getur örugglega fengið styrk frá einhverju tölvufyrirtækinu, selt gömlu fyrir 40-60k og uppfært fyrir sirka 100k (móðurborð, örri og minni)
Re: Tölvuleiga
Sent: Fim 27. Sep 2012 17:11
af Gislinn
Xovius skrifaði:Gæti ekki jafnvel verið einfaldara að fá bara lánað vinnsluminni og örgjörvakælingu?
Myndi nú svosem lána þér mína vél ef ég væri á höfuðborgarsvæðinu :/
T420 er fartölva. Erfitt að setja auka kælingu í þær.
Re: Tölvuleiga
Sent: Fim 27. Sep 2012 19:52
af Haxdal
Gislinn skrifaði:Xovius skrifaði:Gæti ekki jafnvel verið einfaldara að fá bara lánað vinnsluminni og örgjörvakælingu?
Myndi nú svosem lána þér mína vél ef ég væri á höfuðborgarsvæðinu :/
T420 er fartölva. Erfitt að setja auka kælingu í þær.
http://www.tolvutek.is/vara/thermaltake-cooling-pad-life-cool-hvit ?
Og svo góðan USB lykil til að boosta minnið