bixer skrifaði:mæli með að keyra mikið áður en þú verður með kennara, fá einhvern til að kenna þér. [...] Það er líklegra að þú sleppir með færri ökutíma ef þú kannt þetta.
Sumir kennarar sleppa með færri tíma í heildina (nokkuð algengt fyrir mótorhjólaprófið t.a.m.)
Hluti kennara sem gerir slíkt rukka hinsvegar fyrir alla tímana, þannig að þú færð engan sparnað, sleppur bara með færri skipti.
Hitt er, þó svo að fólk fái smá æfingu á því að keyra út í sveit, átta sig á því hvernig bíll virkar og svona, þá er þessi lágmarks-tímafjöldi ekki bara settur á því einhverjum fannst það fyndið.
Þó svo þú kunnir e-ð smá á bíl, þá ertu einfaldlega ekki hæf(ur) til að keyra í umferð ef þú hefur bara farið í 3x45mín tíma í umferð innan um aðra bíla.
Það er sorglegt þegar maður heyrir frá prófdómurum að það sé bara nokkuð algengt að þeir fái til sín algjörlega óhæfa einstaklinga, og átta sig ekki nokkurnveginn á hvernig ökukennari gat sent slíkan einstakling frá sér.
Staðreyndin er því miður sú, að margir ökukennarar eru einmitt til í að fækka tímum, en þar sem þeir þurfa að kvitta upp á alla tímana, þá rukka þeir fyrir alla tímana, þetta er bara færibandavinna fyrir þeim.
Það er sorglegt að sjá einstaklinga nýkomna með bílpróf keyra um án þess að hafa nokkra hugmynd um hvað þeir eru að gera og algjörlega óvanir því að keyra innan um aðra bíla. Og ennþá verra er að sjá þegar þetta er gert við bifhjóla-nemendur.
Og svona fyrst það var minnst á Njál ökukennara, þá er Njáll t.d. einn af þeim sem hefur barist gegn svona vinnubrögðum, sem og lélegum vinnubrögðum prófdómara sem virðast ætla að leyfa fólki að sleppa í gegn án þess að eiga inni fyrir því.
Ég hef bara heyrt góða hluti af honum.
(Ég hef verið með 3+ ökukennara, bílpróf/mótorhjolapróf/meirapróf, og get ekki mælt með neinum þeirra, eins fáránlegt og það hljómar...)
Bottom line: það er
EKKI kostur að "sleppa með færri ökutíma",