Þú ert númer 37 í röðinni...

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Þú ert númer 37 í röðinni...

Pósturaf GuðjónR » Lau 15. Sep 2012 19:38

Ég er sem betur fer bara með TV hjá Símanum og þarf því ekki að hringja oft í þjónustuverið en ég þurfti þess áðan þar sem þeir læstu fréttunum á Stöð2 annað kvöldið í röð. Og ég var númer 37 í röðinni!!! hálftíma síðar þegar röðin kom að mér (og fréttirnar löngu búnar) þá var bilun kennt um, bilun sem ekki hafði tekist að laga síðan í gær, óútskýrð bilun sem læsir "bara" rás samkeppnisaðilans hehehehe.

Það er nú bara vika síðan VODið virkaði ekki vegna bilunar, HD rásinni sagði ég upp í ágúst með tölvupósti á Símann en það tók þjónustuverið fimm daga að svara mér með þeim skilaboðum að ég ætti að hafa samband við Skjáinn, þjónustuver Símans gat selt mér áskriftina en þeir gátu ekki breytt henni eða fellt hana niður.

Eftir samtal við Skjáinn þá var það auðfengið að fella niður HD rásirnar, þær duttu út samdægurs en reikningurinn gerði það ekki!
Ég hef engan áhuga á því að borga 1390 kr. á mán aukalega fyrir rásir sem ég er þegar að borga fyrir bara til að fá aðeins meiri myndgæði, hvílíkt peningaplokk! 8.510 kr á mán gera yfir 100k á ári...spurning um að hætta þessari vitleysu og fá sér disk utan á húsið.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Ótengdur

Re: Þú ert númer 37 í röðinni...

Pósturaf Klemmi » Lau 15. Sep 2012 19:50

Usss, rosalega er þetta misjafnt, ég hringdi inn í gær þar sem Ring-tilboð voru ekki að sendast í símann hjá mér og hafði ekki gert í nokkra daga, var númer 18 í röðinni svo ég setti bara símann á loudspeaker og hélt áfram í tölvuleik.

Loksins komin röðin að mér, ég útskýrði fyrir henni vandamálið og hún gat ekki fundið út í einum grænum hvað væri að en sagðist ætla að senda þetta áfram á tæknideildina en bauð mér strax, án þess að ég minntist nokkuð á það, 1000kr.- inneign fyrir óþægindin. Ég þakkaði fyrir mig, svo 5 mín eftir þetta samtal, þá fékk ég MMS með tilboðinu :)

En varðandi þína sögu, þá finnst mér alltaf voðalega skrítið hvað er erfitt að klára reikningamál og loka á þjónustu og þess háttar....



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Þú ert númer 37 í röðinni...

Pósturaf tdog » Lau 15. Sep 2012 19:51

Stöð 2 stjórna læsingunni. Ekki Síminn. Þér yrði sagt þetta þegar þú yrðir loks númer 1 röðinni.



Skjámynd

Zorky
spjallið.is
Póstar: 495
Skráði sig: Lau 10. Júl 2004 18:54
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Þú ert númer 37 í röðinni...

Pósturaf Zorky » Lau 15. Sep 2012 19:51

Penninga plokk er að borga 20k sirca í skatt fyrir sjónvarp sem er ekki einu sinni tengt í loftnet einungis notað í blu ray og dvd.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þú ert númer 37 í röðinni...

Pósturaf GuðjónR » Lau 15. Sep 2012 19:54

tdog skrifaði:Stöð 2 stjórna læsingunni. Ekki Síminn. Þér yrði sagt þetta þegar þú yrðir loks númer 1 röðinni.

Nei, ég hringdi á þjónustuborð Stöðvar 2 áður en ég hringdi á þjónusuborð Símans og þar var mér sagt að Síminn stjórnaði þessum læsingum.
Enda viðurkenndi strákurinn hjá Símanum að þetta væri þeirra "bilun".


Klemmi skrifaði:En varðandi þína sögu, þá finnst mér alltaf voðalega skrítið hvað er erfitt að klára reikningamál og loka á þjónustu og þess háttar....

Alveg óskiljanlegt...



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2554
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 476
Staða: Ótengdur

Re: Þú ert númer 37 í röðinni...

Pósturaf Moldvarpan » Lau 15. Sep 2012 20:14

Stöð 2 og SkjárEinn stjórna því sjálfir hvenar þeir læsa og opna dagskrá. En þær fara báðar í gegnum kerfi símans þar sem að þú ert með myndlykil, þeirra flutningsþjónusta á myndefni getur klikkað líka, en það er ólíklegra.

Það er hinsvegar búið að vera bilun í kerfi vodafone síðustu daga, hef ekki heyrt um neina bilun hjá símanum.



Ég hló upphátt þegar ég las titillinn á þræðinum.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þú ert númer 37 í röðinni...

Pósturaf GuðjónR » Lau 15. Sep 2012 20:23

Moldvarpan skrifaði:Stöð 2 og SkjárEinn stjórna því sjálfir hvenar þeir læsa og opna dagskrá. En þær fara báðar í gegnum kerfi símans þar sem að þú ert með myndlykil, þeirra flutningsþjónusta á myndefni getur klikkað líka, en það er ólíklegra.

Það er hinsvegar búið að vera bilun í kerfi vodafone síðustu daga, hef ekki heyrt um neina bilun hjá símanum.



Ég hló upphátt þegar ég las titillinn á þræðinum.


hahaha titillinn er góður!

Þó st2 og skjárinn ráði því þá er einhver "bilun" sem veldur því að opin dagskrá er læst.




Arnzi
Fiktari
Póstar: 71
Skráði sig: Fös 18. Nóv 2011 19:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Þú ert númer 37 í röðinni...

Pósturaf Arnzi » Lau 15. Sep 2012 20:31

Horfir fólk enn á sjónvarp :-k



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2554
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 476
Staða: Ótengdur

Re: Þú ert númer 37 í röðinni...

Pósturaf Moldvarpan » Lau 15. Sep 2012 20:42

GuðjónR skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Stöð 2 og SkjárEinn stjórna því sjálfir hvenar þeir læsa og opna dagskrá. En þær fara báðar í gegnum kerfi símans þar sem að þú ert með myndlykil, þeirra flutningsþjónusta á myndefni getur klikkað líka, en það er ólíklegra.

Það er hinsvegar búið að vera bilun í kerfi vodafone síðustu daga, hef ekki heyrt um neina bilun hjá símanum.



Ég hló upphátt þegar ég las titillinn á þræðinum.


hahaha titillinn er góður!

Þó st2 og skjárinn ráði því þá er einhver "bilun" sem veldur því að opin dagskrá er læst.



Reyndar væri það frekar einhver "bilun" sem veldur að læst dagskrá er ekki ólæst á réttum tíma. Ef þetta væri skjáreinn, þá hefði ég byrjað á að kanna útsendingarstjórann hvort hann væri ekki að gera rétt. Því næst þá þjónustuaðilann.

Eins og þú gerðir, en mér finnst samt kjánalegt hjá stöð2 að benda strax á símann án þess að kíkja á þetta þeirra meginn. En mögulega voru þau búin að fá fleirri símtöl eins og frá þér.



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Þú ert númer 37 í röðinni...

Pósturaf ZiRiuS » Lau 15. Sep 2012 20:56

Ég vel alltaf ensku ef ég hringi á einhver þjónustuborð og þar er röðin oftast engin. Veit samt ekki hvort það virkar ennþá, hef ekki hringt lengi í þjónustuborð.



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þú ert númer 37 í röðinni...

Pósturaf GuðjónR » Lau 15. Sep 2012 20:59

Moldvarpan skrifaði:Eins og þú gerðir, en mér finnst samt kjánalegt hjá stöð2 að benda strax á símann án þess að kíkja á þetta þeirra meginn. En mögulega voru þau búin að fá fleirri símtöl eins og frá þér.

Ég ætla rétt að vona Símans vegna að það sé ekki normið að kúnnarnir séu númer 37 í röðinni og þurfi að bíða hátt í klukkustund eftir þjónustufulltrúa.
Eitthvað segir mér að ég hafi ekki verið sá eini :)



Skjámynd

andribolla
Bara að hanga
Póstar: 1544
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Reputation: 17
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Þú ert númer 37 í röðinni...

Pósturaf andribolla » Lau 15. Sep 2012 21:26

Vertu feginn að þurfa ekki að hringja í Vodafone. þá veistu bara EKKERT númer hvað þú ert í röðinni,
eithverntiman þegar ég hringdi í þá og benti þeim á að mér fyndist fáránlegt að símfyrirtæki væri ekki með þetta, þá gæti maður allavegana metið það sjálfur hvort maður nenni að bíða ef það séu 40 mans í röð á undan manni.
þau svöruðu því til að simkerfið þeirra myndi einfaldlega ekki bjóða upp á þennan fídus.
man ekki hvern eg var að hringja í um daginn og lenti á bið, Nyherja eða Ömí. og þeir voru með svona teljara. :happy




halldorjonz
</Snillingur>
Póstar: 1006
Skráði sig: Þri 11. Des 2007 21:23
Reputation: 19
Staðsetning: Heima
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þú ert númer 37 í röðinni...

Pósturaf halldorjonz » Lau 15. Sep 2012 23:28

Allar stöðvar búnar að fara úti núna hjá okkur í allan dag líka, nema RÚV og ÍNN...

En þarf maður í alvöru að borga meira fyrir að fá HD rúv / HD Stöð 2? Vá djöfulsins fokking kjaftæði er það!!
Var einmitt að velta fyrir mér afhverju ég fékk það ekki inn þegar ég fékk Ljósnet (hélt ég myndi bara fá það auto og það frítt..)



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þú ert númer 37 í röðinni...

Pósturaf urban » Sun 16. Sep 2012 03:10

Moldvarpan skrifaði:Eins og þú gerðir, en mér finnst samt kjánalegt hjá stöð2 að benda strax á símann án þess að kíkja á þetta þeirra meginn. En mögulega voru þau búin að fá fleirri símtöl eins og frá þér.


Ef að fyrirtæki getur bent á einhvern annan, þá gerir það það...

bilunin er alltaf hjá "hinum" aðilanum, bara til að kaupa sér tíma (þess vegna er alveg hrikalegt að vera með línu hjá einu fyrirtæki en tengingu hjá öðru, þau benda alltaf bæði á hitt fyrirtækið)


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

GrimurD
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Fös 01. Ágú 2008 13:17
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Þú ert númer 37 í röðinni...

Pósturaf GrimurD » Sun 16. Sep 2012 03:42

andribolla skrifaði:Vertu feginn að þurfa ekki að hringja í Vodafone. þá veistu bara EKKERT númer hvað þú ert í röðinni,
eithverntiman þegar ég hringdi í þá og benti þeim á að mér fyndist fáránlegt að símfyrirtæki væri ekki með þetta, þá gæti maður allavegana metið það sjálfur hvort maður nenni að bíða ef það séu 40 mans í röð á undan manni.
þau svöruðu því til að simkerfið þeirra myndi einfaldlega ekki bjóða upp á þennan fídus.
man ekki hvern eg var að hringja í um daginn og lenti á bið, Nyherja eða Ömí. og þeir voru með svona teljara. :happy

Þetta er alveg hægt, ég held að þeir vilji bara ekki gera þetta nákvæmlega útaf því sem þú sagðir. Þjónustustigið(tölfræðin) lækkar þegar fólk skellir á. Það hafa þó aldrei verið 40 á bið síðan ég byrjaði þarna, mest 30 sem ég man eftir og það gerist bara þegar það er alvarleg bilun. Mest svona 15-20 á annatímann á meðaldegi og biðin sjaldan meiri en 10 mín.

Margir búnir að kvarta yfir þessu og þar á meðal þjónustufulltrúar, löngu búnir að segjast ætla að koma með einhverja aðra lausn(segja þá t.d. meðal biðtíma seinustu 30 mín eða e-ð álíka) en hafa aldrei deliverað á því.


Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þú ert númer 37 í röðinni...

Pósturaf urban » Sun 16. Sep 2012 04:07

GrimurD skrifaði:
andribolla skrifaði:Vertu feginn að þurfa ekki að hringja í Vodafone. þá veistu bara EKKERT númer hvað þú ert í röðinni,
eithverntiman þegar ég hringdi í þá og benti þeim á að mér fyndist fáránlegt að símfyrirtæki væri ekki með þetta, þá gæti maður allavegana metið það sjálfur hvort maður nenni að bíða ef það séu 40 mans í röð á undan manni.
þau svöruðu því til að simkerfið þeirra myndi einfaldlega ekki bjóða upp á þennan fídus.
man ekki hvern eg var að hringja í um daginn og lenti á bið, Nyherja eða Ömí. og þeir voru með svona teljara. :happy

Þetta er alveg hægt, ég held að þeir vilji bara ekki gera þetta nákvæmlega útaf því sem þú sagðir. Þjónustustigið(tölfræðin) lækkar þegar fólk skellir á. Það hafa þó aldrei verið 40 á bið síðan ég byrjaði þarna, mest 30 sem ég man eftir og það gerist bara þegar það er alvarleg bilun. Mest svona 15-20 á annatímann á meðaldegi og biðin sjaldan meiri en 10 mín.

Margir búnir að kvarta yfir þessu og þar á meðal þjónustufulltrúar, löngu búnir að segjast ætla að koma með einhverja aðra lausn(segja þá t.d. meðal biðtíma seinustu 30 mín eða e-ð álíka) en hafa aldrei deliverað á því.


ok þetta sem að þú talar um, þá væri reyndar alveg stórkostlegt að fá meðalbiðtíma á síðustu 30 mín (helst síðustu 5 -15 mín)
en ég held að það geri sér nú alveg flestir grein fyrir því að það séu ekki allir að bíða
maður hefur semsagt alveg lennt í því að vera númer 12 í röðinni og síðan næst númer 3 í röðinni.
en aftur á móti, ef að fáir eru að svara þá getur alveg komið fyrir að maður (og já, ég hef lennt í því) að maður sé númer 1 eða 2 í röðinni alveg helvíti lengi (ég tók einvhern tíman eftir því að ég var númer 2 í röðinni í 25 mín)


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3848
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Þú ert númer 37 í röðinni...

Pósturaf Tiger » Sun 16. Sep 2012 11:35

GuðjónR skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Eins og þú gerðir, en mér finnst samt kjánalegt hjá stöð2 að benda strax á símann án þess að kíkja á þetta þeirra meginn. En mögulega voru þau búin að fá fleirri símtöl eins og frá þér.

Ég ætla rétt að vona Símans vegna að það sé ekki normið að kúnnarnir séu númer 37 í röðinni og þurfi að bíða hátt í klukkustund eftir þjónustufulltrúa.
Eitthvað segir mér að ég hafi ekki verið sá eini :)


Samt betra að vera númmer 37 og bíða í klukkutíma en vera númmer 2 og bíða í klukkutíma ;)

En fá sér bara SKY og láta þetta íslenska okurbatterí bara eiga sig með sínar okur stöðvar!




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Þú ert númer 37 í röðinni...

Pósturaf AntiTrust » Sun 16. Sep 2012 12:51

Þetta var nú bara bilun, ekki handvirk læsing. Stöð2 kemur upp svört = Það hringja milljón manns inn út af nákvæmlega sama vandamálinu = Löng bið fyrir "Það er verið að vinna í þessu." svar.



Skjámynd

lifeformes
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 369
Skráði sig: Fim 10. Feb 2011 23:58
Reputation: 25
Staðsetning: 66°N
Staða: Ótengdur

Re: Þú ert númer 37 í röðinni...

Pósturaf lifeformes » Sun 16. Sep 2012 13:22

press 5 for english - virkar alltaf



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þú ert númer 37 í röðinni...

Pósturaf GuðjónR » Sun 16. Sep 2012 18:30

Nei hættið nú alveg...þriðja kvöldið í röð sem þeir læsa Stöð 2




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Þú ert númer 37 í röðinni...

Pósturaf AntiTrust » Sun 16. Sep 2012 20:51

lifeformes skrifaði:press 5 for english - virkar alltaf


Ekki lengur. Skilst að e-r viðskiptavinur hafi bent á það, og það hafi verið tekið út samstundis :P



Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Þú ert númer 37 í röðinni...

Pósturaf Glazier » Sun 16. Sep 2012 22:08

GuðjónR skrifaði:Ég er sem betur fer bara með TV hjá Símanum og þarf því ekki að hringja oft í þjónustuverið

Nokkuð viss um að ég hef lesið nákvæmlega þessa setningu áður frá þér hérna á spjallinu :roll:


Tölvan mín er ekki lengur töff.