Síða 1 af 1

Hljóðeinangra vegg.

Sent: Mán 03. Sep 2012 06:22
af chaplin
Erum að setja upp gifsplötu og þurfum að hljóðeinangra hana - hver er besta og ódýrasta leiðin?

Re: Hljóðeinangra vegg.

Sent: Mán 03. Sep 2012 07:41
af littli-Jake
Hugsa að steinull sé málið. Og ekki vera með einhverja nísku við þetta. Þetta er nú væntanlega gert til að endast.

Re: Hljóðeinangra vegg.

Sent: Mán 03. Sep 2012 08:10
af Bjosep
Það er til steinull sem kallast þilull. Hún er markaðssett sem hljóðeinangrandi. Það er annaðhvort steinull eða loftæma vegginn. :guy

Re: Hljóðeinangra vegg.

Sent: Mán 03. Sep 2012 09:24
af Magni81
Ertu að setja upp eina plötu eða vegg? og í hvaða tilgangi ertu að setja hana upp?

Re: Hljóðeinangra vegg.

Sent: Mán 03. Sep 2012 09:24
af thiwas
tvölfalt gips gerir líka rosalega mikið.

ef þið notið blikk leiðara þá er mjög gott að nota leiðara með gúmmípúða undir, það dempar hljóðið enn frekar.

Re: Hljóðeinangra vegg.

Sent: Mán 03. Sep 2012 09:41
af thiwas
Getið séð hvernig þið naið mestri hljóðeinangrun með þvi að skoða þetta.


http://www.steinull.is/Files/Skra_0009654.pdf - BLS.3

Re: Hljóðeinangra vegg.

Sent: Þri 04. Sep 2012 21:50
af chaplin
Snillingar. Þetta verður tvöföld gifsplata og svo bara steinull á milli! Þakka svörin! :happy

Re: Hljóðeinangra vegg.

Sent: Mið 05. Sep 2012 12:46
af biturk
chaplin skrifaði:Snillingar. Þetta verður tvöföld gifsplata og svo bara steinull á milli! Þakka svörin! :happy



tvöfalt gifs og ull er ofboðslega góð hljóðeinangrun

ég mæli líka frekar með timbri fyrir stoðir heldur en ál eða blikk, leiðir minna hávaða