Síða 1 af 1

Home Automation + stýringar á ljósum

Sent: Fim 30. Ágú 2012 22:19
af Televisionary
Ég hef verið að leika mér með stýringar á ljósunum hérna heima fyrir í gegnum tölvu, prófaði fyrst X10 og var ekki ánægður með það. Næst prófaði ég hérna vélbúnað frá Telldus + rofa frá ýmsum aðilum. Ég byrjaði á einföldum hlutum eins og að setja einn lampa í "cron job" það virkaði 100% eins og ég vildi. En núna var komin sá tími að ég vildi setja þetta upp sem forrit í símanum svo ég gæti kveikt á heilu herbergi án þess að þurfa að leita að RF fjarstýringu eða fara niður, einnig vildi ég sjá stöðuna á rofunum á einum stað.

Ég ákvað að setja þetta saman sem "webapp" til að byrja með og ég held mér hafi tekist ágætlega til. Útlitið er eins á öllum stýrikerfum og þetta virkar fínt á iOS, Android, Blackberry Playbook og í vafra á Symbian á Nokia E7. Einnig bjó ég til Dashboard plugin fyrir OS X sem hefur sama útlit og á símanum sjá skjámynd, áður var ég bara með "hotkeys" fyrir ákveðna rofa sem gerðu mér kleift að slökkva og kveikja án þess að ég sæi stöðuna á rofanum þeas hvort það væri kveikt eða slökkt.

Næsta skref er að koma upp dimmer í kerfið. Ég vill einnig reyna að koma iOS og Android útgáfunni í það að geta sett upp sitthvora hæð á eina skjámynd og "swipað" á milli. Þegar það verður búið reyni ég að opna á að keyra þetta yfir internetið ekki bara innanhúss.

Bakendinn keyrir á Mac Mini, ég reyndi að gera þetta með Raspberry Pi en lenti í vandræðum með að tala við Telldus vélbúnaðinn þannig að ég læt það eiga sig í bili. Þetta er bara mix af PHP + shell script og javascript.

Rofarnir sem ég hef verið að nota er bæði frá Nexa og Waveman þeir eru bæði í formi þess að fara bara utaná viðkomandi innstungu sem er hentugt fyrir lampa og þess háttar sem sést ekki annars staðar er ég með rofa sem fara í dósirnar. Það sem sem heillaði mig við þessa leið að henda þessu upp er frekar ódýrt of ég ræð því hvernig þetta lítur út. Öll viðmótin sem ég hafði skoðað heilluðu mig hreinlega ekki.

Á iOs lítur þetta út eins og "native app" þeas þetta er full skjámynd og engin merki sjáanleg um vafrann. Þessi tilraun gekk það vel að konan vildi nota þetta.

Ég var búin að pósta þessu um daginn á Maclantic en ákvað að henda þessu inn hér líka.

MyndClick for large view - Uploaded with Skitch

Re: Home Automation + stýringar á ljósum

Sent: Fim 30. Ágú 2012 22:29
af AntiTrust
Töff!

Hver er kostnaðurinn á bakvið þetta?

Re: Home Automation + stýringar á ljósum

Sent: Fim 30. Ágú 2012 22:37
af hagur
Þetta er flott. Hvernig virka þessir rofar annars? Eru þeir tengdir einhverri móðurstöð sem þú hefur svo samband við? Ef svo er, er það þá bara í gegnum raflagnirnar sjálfar eða eru aðrar lagnir notaðar í þau samskipti?

Re: Home Automation + stýringar á ljósum

Sent: Fös 31. Ágú 2012 16:47
af Televisionary
Þetta er ekkert svakalega dýrt 1 x innbyggður rofi í dós + 1 sem kannski fer utaná dós fyrir lampa eða álíka sem ég vil geta stjórnað kostar mig um 10 þúsund kall c.a. í hvert herbergi.

Það var einhver startkostnaður á því að kaupa USB punginn man ekki alveg hver hann var minnir að hann hafi verið undir <15 þúsund ef ég man rétt. Það er töluvert síðan ég keypti hann.

AntiTrust skrifaði:Töff!Hver er kostnaðurinn á bakvið þetta?


Þetta eru samskipti sem eiga sér stað þráðlaust yfir 433 Mhz tíðni. Það er USB tengdur pungur með loftneti sem talar við rofana þetta eru samskipti sem virka í báðar áttir þeas þú getur sent skipun og einnig lesið stöðuna á rofunum. Þetta er tengt í Mac Mini en getur líka keyrt undir Linux eða Windows ef það heillar.

hagur skrifaði:Þetta er flott. Hvernig virka þessir rofar annars? Eru þeir tengdir einhverri móðurstöð sem þú hefur svo samband við? Ef svo er, er það þá bara í gegnum raflagnirnar sjálfar eða eru aðrar lagnir notaðar í þau samskipti?


Ég ætla mér að reyna að laga hugbúnaðinn þannig að hægt sé að hafa einhverja gui stjórn á því þegar maður setur upp tæki fyrir appið. Einnig var ég að spá í að setja þetta upp á þann máta að bakendinn minn gæti keyrt undir hverju sem er.

Re: Home Automation + stýringar á ljósum

Sent: Fös 31. Ágú 2012 18:07
af Danni V8
Vá hvað það er hægt að prakkarast mikið með svona!! Hahaha væri alveg til í það :D