Síða 1 af 1
Hrós dagsins
Sent: Mið 22. Ágú 2012 19:32
af tdog
Í dag gerði ég mér ferð til Reykjavíkur í bókaleiðangur og þar sem ég var staddur í Griffli í Skeifunni með BT við hliðina, datt mér í hug að kaupa HDMI kapal, 5 metra og breytistykki úr HDMI í Thunderbolt. Kapallinn hjá BT kostaði 9.999 kr. Gullhúðaður 1.4 kapall. Á tíu þúsund krónur. Ég hélt nú ekki. Sölumaðurinn vildi nú meina að þetta væri betri kapall en aðrir, hann væri nú einu sinni með gullhúðaðar tengingar. Ég hlustaði ekki á hann og spurði eftir Thunderbolt-tenginu. Hrokinn skein af honum þegar hann sagði að BT þjónustaði bara ekki Apple-vörur.
Ég fór.
Ég keyrði sem leið lá upp í Skipholt og ætlaði að koma við í Íhlutum og versla snúruna þar og kaupa síðan breytistykkið í Epli.is. Þá sá ég Tæknibæ! Í sakleysi mínu geng ég inn og spyr hvort að kapallinn sé til á betra verði en hjá BT og hvort að breytistykkið sé á betri prís en í Epli.is. Hvort það var.
Kapallinn, 1.4 5m á 2.990 kr. Breytistykkið fékk ég á 3.990 kr.
Hrós dagsins fær Tæknibær.
Re: Hrós dagsins
Sent: Mið 22. Ágú 2012 20:25
af zedro
Næst þegar þú ætlar að versla í gegnum Tæknibæ þá mæli ég með að panta í gengum computer.is
Munar held ég 5% á verðinu
http://www.computer.is/um/En án þess að vera dragbítur, ertu að hrósa búð fyrir að eiga til vöru og þá ódýrari en tvær dýrustu
tölvubúðir á klakanum? Eða fékkstu einnig framúrskarandi þjónustu í Tæknibæ?
Re: Hrós dagsins
Sent: Mið 22. Ágú 2012 20:41
af sigurdur
Zedro skrifaði:Næst þegar þú ætlar að versla í gegnum Tæknibæ þá mæli ég með að panta í gengum computer.is
Munar held ég 5% á verðinu
http://www.computer.is/um/En án þess að vera dragbítur, ertu að hrósa búð fyrir að eiga til vöru og þá ódýrari en tvær dýrustu
tölvubúðir á klakanum? Eða fékkstu einnig framúrskarandi þjónustu í Tæknibæ?
Einhvern tímann laumaðist ég til að panta á computer.is í sýningartölvu hjá þeim. En það borgar sig svo sannarlega að gera verðsamanburð, ekki síst á svona vörum.
Re: Hrós dagsins
Sent: Mið 22. Ágú 2012 22:26
af tdog
Zedro skrifaði:Næst þegar þú ætlar að versla í gegnum Tæknibæ þá mæli ég með að panta í gengum computer.is
Munar held ég 5% á verðinu
http://www.computer.is/um/En án þess að vera dragbítur, ertu að hrósa búð fyrir að eiga til vöru og þá ódýrari en tvær dýrustu
tölvubúðir á klakanum? Eða fékkstu einnig framúrskarandi þjónustu í Tæknibæ?
Það var þjónustan, afgreiðslupilturinn í góðu skapi og alveg tilbúinn í að hjálpa. Hann gúgglaði því einnig fyrir mig hvort að breytistykkið flytti einnig hljóð yfir HDMI, sumir hefðu nú bara hrist hausinn og ekki sagts vera vissir. En ég hef pantað í gegnum computer.is áður, finnst það fínt. En þarna var ég bara á ferðinni og fór bara í Tæknibæ fyrir tilviljun.
Re: Hrós dagsins
Sent: Mið 22. Ágú 2012 22:28
af hagur
Kaupi alla kapla og tengi hjá computer.is/tæknibæ. Þeir eru með lang besta verðið á slíkum hlutum.
Álagning á kapla hjá stóru verslununum eins og Elko og SM er sjúklega há og þar að auki selja þær helst bara overpriced merki (Monster t.d)
Re: Hrós dagsins
Sent: Fim 23. Ágú 2012 02:23
af rapport
góður neytandi segir líka svona sögur...
Fíla tæknibæ, hef dottið nður á það sem mig vantar þar á sangjörnu verði...