Síða 1 af 1

Ferð til Minneapolis (Hjálp: Búðir, tollur, hvað skal kaupa)

Sent: Mán 20. Ágú 2012 21:25
af steinthor95
Sælir
Núna á næstu dögum er ég að fara til Minneapolis í USA og hef nokkrar spurningar varðandi kaup á tölvuíhlutum þar.
Ég er að spá í að kaupa mér nýtt skjákort og á erfitt með að velja á milli EVGA GTX 660ti (FTW ef að það verður komið í búðirnar) eða EVGA GTX 670 FTW, er þess virði að kaupa 670 í staðin fyrir 660 ti ? :-k
Einnig ætla ég líklegast að kaupa mér corsair HX aflgjafa, uppá það að geta keypt annað 670 eða 660 seinna meir og setja í SLI myndi þá 750w duga mér eða þarf ég að fara í 850w ?
Er eitthvað vit í að kaupa sér tölvukassa úti ? Eins og Antec P280 eða corsair 550d ?

GTX 660ti : http://eu.evga.com/products/moreInfo.as ... ily&uc=EUR
GTX 670 FTW: http://eu.evga.com/products/moreInfo.as ... ily&uc=EUR

Síðan er ég að leita að góðum búðum til að versla þetta allt í, búinn að vera að skoða á bestbuy.com síðustu daga en langar að hafa einhverjar fleiri búðir ef eitthvað klikkar þar. Svo ef þið vitið um góðar búðir á þessu svæði þá megiði endilega senda mér póst um það :happy

Og síðast en ekki síst er ég að spá í hversu hár tollur er á þessum vörum sem ég er búinn að nefna og hvernig ábyrgðarmálin eru ef að ég flyt vöruna úr landi :-k
Get ég þá bara sent hana aftur til USA ef eitthvað klikkar, þ.e.a.s. ef ég hef borgað toll af henni eða þarf að kaupa einhverja aukaábyrgð ?

Mbk

Re: Ferð til Minneapolis (Hjálp: Búðir, tollur, hvað skal ka

Sent: Þri 21. Ágú 2012 14:21
af steinthor95
bump

Re: Ferð til Minneapolis (Hjálp: Búðir, tollur, hvað skal ka

Sent: Þri 21. Ágú 2012 14:36
af vesley
Ansi mikið tölvudót sem þú ert að spá í að kaupa.

Hvernig ætlaru að koma þessu á klakann ?

Re: Ferð til Minneapolis (Hjálp: Búðir, tollur, hvað skal ka

Sent: Þri 21. Ágú 2012 14:47
af rubey
rakst á compusa þegar ég var síðast á florida miklu meiri tölvubúð heldur en bestbuy

Re: Ferð til Minneapolis (Hjálp: Búðir, tollur, hvað skal ka

Sent: Þri 21. Ágú 2012 14:48
af steinthor95
Það er nú bara tvennt sem ég ætla að kaupa, skjákort og aflgjafi
langar líka að kaupa mér kassa þar sem þessir tveir eru ódýrari þarna úti. En annars ætlaði ég bara að setja þetta í ferðatöskuna.


rubey skrifaði:rakst á compusa þegar ég var síðast á florida miklu meiri tölvubúð heldur en bestbuy


Takk fyrir ábendinguna, kíki á heimasíðuna þeirra

Re: Ferð til Minneapolis (Hjálp: Búðir, tollur, hvað skal ka

Sent: Þri 21. Ágú 2012 16:25
af braudrist
Splæsir auðvitað í GTX 690 fyrst þú ert í Ameríku. :D Helmingi ódýrara en hérna heima.

Re: Ferð til Minneapolis (Hjálp: Búðir, tollur, hvað skal ka

Sent: Þri 21. Ágú 2012 21:26
af steinthor95
braudrist skrifaði:Splæsir auðvitað í GTX 690 fyrst þú ert í Ameríku. :D Helmingi ódýrara en hérna heima.

jahh það er náttúrulega draumurinn en aðeins yfir budget :)
en hvað segja menn, 660ti vs. 670?

Re: Ferð til Minneapolis (Hjálp: Búðir, tollur, hvað skal ka

Sent: Þri 21. Ágú 2012 22:10
af SteiniP

Re: Ferð til Minneapolis (Hjálp: Búðir, tollur, hvað skal ka

Sent: Mið 22. Ágú 2012 08:33
af Ripparinn
Kannsi soldið þroskaheft spunring en geturu verslað aflgjafaí USA og notað hann hér?

Re: Ferð til Minneapolis (Hjálp: Búðir, tollur, hvað skal ka

Sent: Mið 22. Ágú 2012 09:27
af hagur
Ripparinn skrifaði:Kannsi soldið þroskaheft spunring en geturu verslað aflgjafaí USA og notað hann hér?


Já. Flestir, ef ekki allir, aflgjafar switcha sjálfir á milli 110v og 230v, og ef ekki, þá er oftast switch aftan á þeim til að velja á milli.

Re: Ferð til Minneapolis (Hjálp: Búðir, tollur, hvað skal ka

Sent: Mið 22. Ágú 2012 10:36
af steinthor95
hagur skrifaði:
Ripparinn skrifaði:Kannsi soldið þroskaheft spunring en geturu verslað aflgjafaí USA og notað hann hér?


Já. Flestir, ef ekki allir, aflgjafar switcha sjálfir á milli 110v og 230v, og ef ekki, þá er oftast switch aftan á þeim til að velja á milli.


Ég var nú ekkert búinn að athuga það en það er gott að vita þetta :D

Re: Ferð til Minneapolis (Hjálp: Búðir, tollur, hvað skal ka

Sent: Fim 23. Ágú 2012 17:11
af steinthor95
Upp með þetta, þarf að fá að vita hvernig ábyrgðarmálin eru :happy

Re: Ferð til Minneapolis (Hjálp: Búðir, tollur, hvað skal ka

Sent: Fim 23. Ágú 2012 17:38
af Tiger
steinthor95 skrifaði:Upp með þetta, þarf að fá að vita hvernig ábyrgðarmálin eru :happy


Held það fari alveg eftir því hvar þú verslar, en ég held í flestum tilfellum sé það áskrift á vesen ef þú ætlar að sækja ábyrgðina út.

Re: Ferð til Minneapolis (Hjálp: Búðir, tollur, hvað skal ka

Sent: Fim 23. Ágú 2012 18:21
af SteiniP
steinthor95 skrifaði:Upp með þetta, þarf að fá að vita hvernig ábyrgðarmálin eru :happy

Held það sé yfirleitt bara framleiðanda ábyrgð sem er X löng eftir því hvað þú ert að kaupa.
Fer bara eftir framleiðendum hversu auðvelt er að sækja ábyrgðina.

Re: Ferð til Minneapolis (Hjálp: Búðir, tollur, hvað skal ka

Sent: Fim 23. Ágú 2012 18:33
af braudrist
Það ætti ekki að vera vandamál með ábyrgðina ef þú kaupir t.d. eVGA skjákort miðað við hvað þeir eru með fáránlega gott customer support.

Re: Ferð til Minneapolis (Hjálp: Búðir, tollur, hvað skal ka

Sent: Fim 23. Ágú 2012 20:21
af steinthor95
braudrist skrifaði:Það ætti ekki að vera vandamál með ábyrgðina ef þú kaupir t.d. eVGA skjákort miðað við hvað þeir eru með fáránlega gott customer support.


Er einmitt að vonast til að það verði ekki svaka mikið mál ef að ég fæ gallað skjákort eða komi fyrir það. En hvað er hár tollur á tölvuíhlutum, vsk plús hvað ?

Re: Ferð til Minneapolis (Hjálp: Búðir, tollur, hvað skal ka

Sent: Fim 23. Ágú 2012 20:28
af vesley
steinthor95 skrifaði:
braudrist skrifaði:Það ætti ekki að vera vandamál með ábyrgðina ef þú kaupir t.d. eVGA skjákort miðað við hvað þeir eru með fáránlega gott customer support.


Er einmitt að vonast til að það verði ekki svaka mikið mál ef að ég fæ gallað skjákort eða komi fyrir það. En hvað er hár tollur á tölvuíhlutum, vsk plús hvað ?



Enginn tollur bara VSK.