Síða 1 af 4

Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Sun 19. Ágú 2012 22:59
af GuðjónR
Í gær þá beilaði þvottavélin mín heldur betur, sló út rafmanginu á húsinu og mér sýnist eins og tromlan hafi dottið niður um svona 5cm...
Þetta er AEG sem ég keypti "íslanska parið" á sínum tíma og núna 7 árum síðar er þurrkarinn búinn að bila og núna þvottavélin..helv...drasl.

Ætla að kanna hvað kostar að gera við vélina, ef það fer yfir 50k þá hendi ég henni frekar. En hvernig sem fer þá er ég að spá í aðra vél, erum það mörg að það væri gott að vera með 1-2 vélar.

Búinn að skoða á netinu hvað er í boði, ætla ekki að kaupa dýra vél því þær endast ekkert betur, heimilistæki í dag eru ekki gerð til að endast lengur en 5-7 ár hversu dýr sem þau eru.

Er að spá í þessa... einhverjar reynslusögur?
Mæliði með einhverju sérstöku? ... budget...c.a. 100k.

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Sun 19. Ágú 2012 23:01
af worghal
hvað er eiginlega í gangi með innbúið hjá þér?
þurkari, þvottavél, eldhús ofn, hvað fleira ? :popeyed

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Sun 19. Ágú 2012 23:05
af Tiger
Kenna þessari að þvo í höndunum bara... :happy

Mynd

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Sun 19. Ágú 2012 23:07
af GuðjónR
worghal skrifaði:hvað er eiginlega í gangi með innbúið hjá þér?
þurkari, þvottavél, eldhús ofn, hvað fleira ? :popeyed


Nákvæmlega!
Þurrkarinn búinn að bila, 20k þar ... ofninn 2x 50k þar ... eldavélin 30k þar, það sprakk pressa í ískápnum 30k þar (Einar Farents..tók á sig 20k, en hefði átt að taka allt á sig þar sem þessi 250k ískápur var ekki orðinn 5 ára) uppþvottavélin búin að bila...sjónvarpið er búið að vera í 6 mánuð í viðgerð af þessum 4 árum sem ég hef átt það ... var ekki paránægður með þjónustuna hjá sm.is (sami eigandi og einar f) ... miðað við hvað það bilaði oft hefði ég átt að fá nýtt tæki ... nennti bara ekki að fara með málið í neytendasamtökin, þegar brauðristin var 7 ára þá dó hún ... eins og ég sagði heimilistæki eru ekki framleidd til að endast.

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Sun 19. Ágú 2012 23:08
af GuðjónR
Tiger skrifaði:Kenna þessari að þvo í höndunum bara... :happy

Mynd


Never...þetta er prinsessa :happy

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Sun 19. Ágú 2012 23:09
af bAZik
GuðjónR skrifaði:
Tiger skrifaði:Kenna þessari að þvo í höndunum bara... :happy

Mynd


Never...þetta er prinsessa :happy

Þú líka.

:troll

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Sun 19. Ágú 2012 23:10
af Tiger
GuðjónR skrifaði:
worghal skrifaði:hvað er eiginlega í gangi með innbúið hjá þér?
þurkari, þvottavél, eldhús ofn, hvað fleira ? :popeyed


Nákvæmlega!
Þurrkarinn búinn að bila, 20k þar ... ofninn 2x 50k þar ... eldavélin 30k þar, það sprakk pressa í ískápnum 30k þar (Einar Farents..tók á sig 20k, en hefði átt að taka allt á sig þar sem þessi 250k ískápur var ekki orðinn 5 ára) uppþvottavélin búin að bila...sjónvarpið er búið að vera í 6 mánuð í viðgerð af þessum 4 árum sem ég hef átt það ... var ekki paránægður með þjónustuna hjá sm.is (sami eigandi og einar f) ... miðað við hvað það bilaði oft hefði ég átt að fá nýtt tæki ... nennti bara ekki að fara með málið í neytendasamtökin, þegar brauðristin var 7 ára þá dó hún ... eins og ég sagði heimilistæki eru ekki framleidd til að endast.


Er ekki bara rafmagnið í sveitinni eitthvað í ruglinu. Held að eina heimilistækið sem hafi bilað hjá mér undanfarin 15 ár er ísskápur og það var vegna þess að ég var óþolinmóður að hann afþiðnaði og stakk því gat á hann með skrúfjárni þegar ég var að brjóta úr honum ís :klessa

Djöfull er ég að jinxa öllu núna :sparka

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Sun 19. Ágú 2012 23:17
af GuðjónR
hahahaha Tiger...núna HRYNUR allt hjá þér!
Ég var einmitt að segja við konuna í dag að kannski við ættum að fá rafvirkja eða (Klaufa) til að kíkja á rafmangið hérna, þetta væri varla eðlilegt hvað allt bilar og við förum UBER vel með hlutina.

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Sun 19. Ágú 2012 23:27
af Daz
Jahér, meira og minna allt mitt rafmagnsinnbú er 5-10 ára gamalt (nema eldavélin, sem er líklega 6000 ára gömul). Það eina sem hefur "bilað" hjá mér eru kolin í þvottavélinni.

Bíllinn aftur á móti... :money :money :money :thumbsd

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Sun 19. Ágú 2012 23:27
af Klaufi
:crazy

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 00:04
af Kosmor
GuðjónR skrifaði:hahahaha Tiger...núna HRYNUR allt hjá þér!
Ég var einmitt að segja við konuna í dag að kannski við ættum að fá rafvirkja eða (Klaufa) til að kíkja á rafmangið hérna, þetta væri varla eðlilegt hvað allt bilar og við förum UBER vel með hlutina.


er þetta ekki bara heppni/óheppni að hitta á réttu græjurnar! sumt bilar bara aldrei og annað bilar eftir kortersnotkun...

http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=1801

Man þeir voru að lofa þessari rosalega niðri í vinnu.
Og ekki skemmir 10 ára ábyrgðin á mótornum

Búin í augnablikinu en var á leiðini síðast þegar ég vissi.

Persónulega færi ég í stærri vél en 6kg. Sérstaklega með stóra fjölskyldu.

Tek það fram að ég vinn ekki í heimilistækjadeildini og þetta er ekki skrifað sem sölumaður.

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 00:21
af Minuz1
http://www.asko.com.au/laundry-applianc ... s/w6984fi/

built to last longer...nuff said

fonix.is eru með umboðið

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 01:12
af GuðjónR
Minuz1 skrifaði:http://www.asko.com.au/laundry-appliances/washing-machines/w6984fi/

built to last longer...nuff said

fonix.is eru með umboðið


Já mútta átti Asko í denn, man að hún kostaði handlegg en klikkaði aldrei :)
Engin verð á síðunni þeirra sem bendir til að þær kosta sitt.

Kosmor skrifaði:http://www.elko.is/elko/product_detail/?ew_10_p_id=118103&serial=WF700B4BKWQ&ec_item_14_searchparam5=serial=WF700B4BKWQ&ew_13_p_id=118103&ec_item_16_searchparam4=guid=c56733f4-00c2-4867-be4c-087ab9515f71&product_category_id=1801&ec_item_12_searchparam1=categoryid=1801

Man þeir voru að lofa þessari rosalega niðri í vinnu.
Og ekki skemmir 10 ára ábyrgðin á mótornum

Búin í augnablikinu en var á leiðini síðast þegar ég vissi.

Persónulega færi ég í stærri vél en 6kg. Sérstaklega með stóra fjölskyldu.

Tek það fram að ég vinn ekki í heimilistækjadeildini og þetta er ekki skrifað sem sölumaður.

Þessi er töff! Var búinn að sjá hana...en hún er ekki til...spurning um að bíða eftir henni ef hún er á leiðinni.
7KG skemmir ekki...svo er spurning hvort AEG sé ónýt eða hvað það kostar að fixa...en eins og ég segi að vera með 2 vélar væri bara snilld :)

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 01:49
af fallen
ég keypti þessa í síðustu viku, hún hefur ekkert bilað! :megasmile

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 02:04
af GuðjónR
fallen skrifaði:ég keypti þessa í síðustu viku, hún hefur ekkert bilað! :megasmile

hahahaha góður!!! :lol:

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 03:17
af skonrokk
Það er galin við þessar vélar í dag að belgurinn er úr plasti svo það verður að skifta um allan belgin ef legunar er farnar.
En ef tromlan er ekki laus innaní belgnum þá hefur líklegast festin fyrir gorm slitnað, er líklega hægt að laga það,
En eftir að framleiðendur hættu að nota stálbelgi þá fór líftíminn á vélunum.
Rendar er þessi asko með stálbelg

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 03:19
af Ratorinn
Veit ekki hvort þú þarft þurrkara, en.. http://www.ht.is/index.php?sida=vara&vara=EVOW4653DS
Keypti hana fyrir rúmum mánuði. Engin vandamál með hana.

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 03:56
af Minuz1
GuðjónR skrifaði:
Minuz1 skrifaði:http://www.asko.com.au/laundry-appliances/washing-machines/w6984fi/

built to last longer...nuff said

fonix.is eru með umboðið


Já mútta átti Asko í denn, man að hún kostaði handlegg en klikkaði aldrei :)
Engin verð á síðunni þeirra sem bendir til að þær kosta sitt.

Kosmor skrifaði:http://www.elko.is/elko/product_detail/?ew_10_p_id=118103&serial=WF700B4BKWQ&ec_item_14_searchparam5=serial=WF700B4BKWQ&ew_13_p_id=118103&ec_item_16_searchparam4=guid=c56733f4-00c2-4867-be4c-087ab9515f71&product_category_id=1801&ec_item_12_searchparam1=categoryid=1801

Man þeir voru að lofa þessari rosalega niðri í vinnu.
Og ekki skemmir 10 ára ábyrgðin á mótornum

Búin í augnablikinu en var á leiðini síðast þegar ég vissi.

Persónulega færi ég í stærri vél en 6kg. Sérstaklega með stóra fjölskyldu.

Tek það fram að ég vinn ekki í heimilistækjadeildini og þetta er ekki skrifað sem sölumaður.

Þessi er töff! Var búinn að sjá hana...en hún er ekki til...spurning um að bíða eftir henni ef hún er á leiðinni.
7KG skemmir ekki...svo er spurning hvort AEG sé ónýt eða hvað það kostar að fixa...en eins og ég segi að vera með 2 vélar væri bara snilld :)


Veistu af hverju mæður okkar áttu/eiga svona vélar?........np, keyptu þér bara vél sem dugar í 5 ár....fínt! :D

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 06:20
af biturk
http://www.elko.is/elko/product_detail/?ew_10_p_id=112230&serial=WMD742SK&ec_item_14_searchparam5=serial=WMD742SK&ew_13_p_id=112230&ec_item_16_searchparam4=guid=a403e00f-aacd-4545-86ee-c5e57d1e93c9&product_category_id=1801&ec_item_12_searchparam1=categoryid=1801

ég keipti þessa fyrir 1 mán síðann og hún er bara snilld, alveg hljóðlaus, þvær ofboðslega vel og er mjög skemmtileg í umgengi

mér fynnst hún samt þvo betur með fljótandi þvottaefni

frekar fljótleg kerfi og létt en samt stabíl!

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 06:41
af Pandemic
Í bandaríkjunum eru þeir margir með svona á heimilstækjunum.
Maður hefur heyrt fréttir hér á landi að heimilstæki hafi bilað eftir að orkuveitan hafi sent "rangan" straum inná kerfið.
Ég beini spurningunni til fróðari manna, er þetta eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af?

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 07:28
af methylman
Við erum með Siemens vél, 9 ára núna og hefur ekki slegið feilpúst og ef mig vantaði vél í dag myndi ég stökkva á tilboð í dag í ELKO blaðinu Siemens vél orka A++ á < 100.000

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 10:33
af audiophile
Ég er með þessa hérna http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=1801

Mjög ánægður með hana. En Samsung vélin sem var linkað á væri kannski skynsamlegri þar sem hún er 7kg ef þú þværð mikið.

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 10:37
af upg8
Það er góð hugmynd að vera með einhverskonar surge protector, rafmagnstæki með öllum þessum innbyggðu tölvustýringum eru almennt viðkvæmari fyrir sveiflum en þau voru þegar mæður ykkar voru að kaupa vélar ;)

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 10:45
af ZoRzEr
http://ht.is/index.php?sida=vara&vara=NA148VG3

Hef átt eina svona, aðeins eldri gerð, í 2 ára núna og er hæstánægður.

Aldrei séð annað eins op á þvottavél, er eins og geimskip. Hljóðlátari en en tölvan mín og þvær allt á mettíma.

Dýr er hún samt :woozy

Re: Vantar ráðleggingar varðandi þvottavél

Sent: Mán 20. Ágú 2012 10:45
af playman
Einhverstaðar heyrði ég að fjölmörg heimili í BNA væru komin með "Þétta" til þess að drepa allar sveiflur, held að ég hafi heirt það í skólanum.
Sel það allaveganna ekki dýrara en ég keypti það :D