Síða 1 af 1

Hvernig tengi er þetta?

Sent: Sun 19. Ágú 2012 12:15
af arons4
Var að flytja í íbúð og er að skoða hvernig er best að setja upp internetið(má ekki breyta né bora í veggi), var að forvitnast hvernig tengi þetta eru við hliðiná netsnúru tenginu. Lítur svona nokkurveginn út eins og gömlu loftnets tengin.

Myndir hér

Re: Hvernig tengi er þetta?

Sent: Sun 19. Ágú 2012 12:20
af axyne
þetta er loftnetstengi.
Veit ekki afhverju þú segir gömlu, er svona nánast allstaðar...

sjónvarp vinstra megin og útvarp hægra megin.

Re: Hvernig tengi er þetta?

Sent: Sun 19. Ágú 2012 12:36
af arons4
Meinti gamla as in þetta dót, aldrei notað veggtengt loftnet.
Mynd

Re: Hvernig tengi er þetta?

Sent: Sun 19. Ágú 2012 12:40
af tdog
Þú býrð væntanlega í fjölbýlishúsi og þetta er hluti af loftnetsdreifikerfi hússins. Þetta er til þess að hver einn og einasti íbúi fari ekki að koma sér upp loftneti með tilheyrandi útlýti og veseni.

Síðan er þetta bara símatengill þarna við hliðina á loftetstengjunum.