Síða 1 af 1
G-Vans byrjaðir að framleiða tölvumýs
Sent: Fim 16. Ágú 2012 21:16
af AciD_RaiN
Sælir félagar. Mig langaði að deila með ykkur músinni sem var að koma úr framleiðslu hjá G-Vans. Hún er með RGB þannig það er hægt að velja um 7 liti.
Þeir eru með 3 aðrar hannanir í pípunum sem eru ekki síðri en þær myndir eru "highly classified"
Best að taka fram að ég þekki markaðsstjórann hjá G-Vans og er sponsaður af þeim að hluta til en er samt ekkert að græða á því að sýna ykkur þetta. Finnst bara flott hvað þeir eru farnir að stefna upp á við eftir að Chris tók við markaðsstjórnun hjá þeim
Hvað finnst ykkur?
Re: G-Vans byrjaðir að framleiða tölvumýs
Sent: Fim 16. Ágú 2012 21:42
af littli-Jake
Verður áhugavert að prófa.
Re: G-Vans byrjaðir að framleiða tölvumýs
Sent: Fim 16. Ágú 2012 22:02
af AciD_RaiN
littli-Jake skrifaði:Verður áhugavert að prófa.
Já ég neyðist til að spila smá BF3 þegar ég fæ svona í hendurnar bara til að getað metið almennilega hversu góð hún er
Re: G-Vans byrjaðir að framleiða tölvumýs
Sent: Fim 16. Ágú 2012 22:19
af capteinninn
AciD_RaiN skrifaði:littli-Jake skrifaði:Verður áhugavert að prófa.
Já ég
neyðist til að spila smá BF3 þegar ég fæ svona í hendurnar bara til að getað metið almennilega hversu góð hún er
Wat ?
Re: G-Vans byrjaðir að framleiða tölvumýs
Sent: Fim 16. Ágú 2012 22:31
af Tiger
Mun ALDREI kaupa neitt frá G-Vans aftur!!
Þvílíka kína ruslið að það hálfa af því hálfa væri nóg!
Re: G-Vans byrjaðir að framleiða tölvumýs
Sent: Fim 16. Ágú 2012 22:33
af braudrist
Ég hef nú aldrei á ævinni heyrt um þetta merki áður G-Vans.
Re: G-Vans byrjaðir að framleiða tölvumýs
Sent: Fim 16. Ágú 2012 22:38
af Tiger
Keypti rándýra viftustýringu sem var ónýt, fékk aðra með aðstoð Performance PC's sem var líka ónýt. G-Vans ótalandi á ensku og vildu að ég sendi báðar til Taiwan á minn kostnað og bull.
Re: G-Vans byrjaðir að framleiða tölvumýs
Sent: Fim 16. Ágú 2012 22:47
af Minuz1
AciD_RaiN skrifaði:Hvað finnst ykkur?
Þú ert sponseraður (aka færð borgað fyrir markaðsetningu)
Mér finnst þetta mjög óviðeigandi.
Re: G-Vans byrjaðir að framleiða tölvumýs
Sent: Fim 16. Ágú 2012 23:18
af AciD_RaiN
Minuz1 skrifaði:AciD_RaiN skrifaði:Hvað finnst ykkur?
Þú ert sponseraður (aka færð borgað fyrir markaðsetningu)
Mér finnst þetta mjög óviðeigandi.
Nei ég er ekki að fá borgað fyrir markaðssetningu. Ég er með sponsorship hvort sem ég sé að sýna ykkur einhverja vöru frá þeim.
En eins og tiger var að segja með bilanir á þessu þá er þetta framleitt í sömu versmiðju og Lamptron og fleiri. Ef þetta er eitthvað óviðeigandi póstur þá má bara eyða honum
Re: G-Vans byrjaðir að framleiða tölvumýs
Sent: Fim 16. Ágú 2012 23:57
af Daz
Ég myndi halda að þetta sé í góðu lagi, þar sem það kemur skýrt fram að þú hefur tengsl við framleiðandann.
Re: G-Vans byrjaðir að framleiða tölvumýs
Sent: Fös 17. Ágú 2012 00:01
af AciD_RaiN
Daz skrifaði:Ég myndi halda að þetta sé í góðu lagi, þar sem það kemur skýrt fram að þú hefur tengsl við framleiðandann.
Þekki bara markaðsstjórann persónulega en mér finnst þetta bara vera geggjað vel looking mús en ég veit ekkert hvernig gæðin í henni eru og ekki veit ég hvað verðið á þessu verður.
Re: G-Vans byrjaðir að framleiða tölvumýs
Sent: Fös 17. Ágú 2012 00:03
af GuðjónR
Get ekki dæmt músina út frá mynd, yrði að prófa hana fyrst. En verð samt að segja að hún lookar vel svona eitur græn
Re: G-Vans byrjaðir að framleiða tölvumýs
Sent: Fös 17. Ágú 2012 00:07
af AciD_RaiN
GuðjónR skrifaði:Get ekki dæmt músina út frá mynd, yrði að prófa hana fyrst. En verð samt að segja að hún lookar vel svona eitur græn
Þetta ver nú eiginlega pointið með þessum þræði. Hún tæki sig vel út í myndatökum á moddum ef hún er eitthvað crappy gæði... Maður kemst bara að því þegar einhverjir reviewarar eru búnir að fá þetta í hendurnar
Re: G-Vans byrjaðir að framleiða tölvumýs
Sent: Fös 17. Ágú 2012 00:09
af chaplin
Tiger skrifaði:Mun ALDREI kaupa neitt frá G-Vans aftur!!
Þvílíka kína ruslið að það hálfa af því hálfa væri nóg!
http://www.youtube.com/watch?v=0f7scmwGyMo ?
Re: G-Vans byrjaðir að framleiða tölvumýs
Sent: Fös 17. Ágú 2012 00:12
af capteinninn
Það sem er verra/betra er að þetta er linkur númer 3 á google, rétt á eftir offical heimasíðunni og forum post af Overclock.net
Re: G-Vans byrjaðir að framleiða tölvumýs
Sent: Fös 17. Ágú 2012 00:15
af AciD_RaiN
Ég hef trú á þessu fyrirtæki
Þið verðið að hafa ykkar skoðun líka
Re: G-Vans byrjaðir að framleiða tölvumýs
Sent: Fös 17. Ágú 2012 00:48
af capteinninn
AciD_RaiN skrifaði:Ég hef trú á þessu fyrirtæki
Þið verðið að hafa ykkar skoðun líka
Já ég hef nákvæmlega enga reynslu af þessu fyrirtæki og hafði aldrei heyrt af því fyrr en núna en þú þarft að láta félaga þinn keyra þetta í gang hjá þeim að allavega reyna að laga ímynd fyrirtækisins því það er frekar vont þegar maður googlar nafnið á fyrirtækinu að maður sér strax fréttir um að þetta séu lélegar vörur.
Peppa gæðin og peppa svo markaðsátak
Re: G-Vans byrjaðir að framleiða tölvumýs
Sent: Fös 17. Ágú 2012 00:53
af AciD_RaiN
hannesstef skrifaði:AciD_RaiN skrifaði:Ég hef trú á þessu fyrirtæki
Þið verðið að hafa ykkar skoðun líka
Já ég hef nákvæmlega enga reynslu af þessu fyrirtæki og hafði aldrei heyrt af því fyrr en núna en þú þarft að láta félaga þinn keyra þetta í gang hjá þeim að allavega reyna að laga ímynd fyrirtækisins því það er frekar vont þegar maður googlar nafnið á fyrirtækinu að maður sér strax fréttir um að þetta séu lélegar vörur.
Peppa gæðin og peppa svo markaðsátak
Það er verið að skipta út öllum PCBs í viftustýringunum allavegana og fullt af nýjum vörum á leiðinni. m.a. stýring sem þessi félagi minn hanniði í svona steampunk fíling