Vantar aðstoð, Bandarískur Körfubolti (NBA)

Allt utan efnis

Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Vantar aðstoð, Bandarískur Körfubolti (NBA)

Pósturaf Garri » Þri 14. Ágú 2012 01:53

Sælir

Er búinn að lofa syninum að fara í USA næsta ár og helst á leik með L.A. Lakers

Vantar hellings upplýsingar.

Er til dæmis ekkert of mikið inn í þessu keppnisfyrirkomulagi hjá Kananum, veit til að mynda ekki hvenær tímabilið byrjar (minnir Des), hvenær úrslitin (Vestur- Austur) byrja og enda, hvað það eru mörg lið í úrslitum og loks, vantar mig allar upplýsingar um á hvaða staði flogið er, hagstæðasta ferðamátann, miðakaup og í raun allt sem að USA snýr, hef nefnilega aldrei farið þangað!

Við vorum með áskrift í Stöð2 Sport en það var bara brandari, örfáir leikir og í raun bara sorglegt.

Auðvitað væri skemmtilegast að fara á leik í úrslitunum með L.A.Lakers (ef þeir komast) en deildarleikur væri örugglega nóg fyrir okkur feðgana. Ekki verra ef einhver hér hefur farið á NBA leik og gæti frætt okkur eitthvað.

Þakka, Garrinn




322
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Mán 17. Jan 2011 19:33
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð, Bandarískur Körfubolti (NBA)

Pósturaf 322 » Þri 14. Ágú 2012 03:08

Næsta leiktímabil hefst 30. október. Úrslitakeppnin byrjar svo í seinnihluta apríl.
Ég mundi halda að best væri að fljúga til Seattle og taka rútu, lest eða flug til L.A., því það er lang skemmtilegast að fara á leik með uppáhalds liðinu sínu á þeirra heimavelli. Annars væri hægt að skoða leik-dagskránna og fljúga beint til Orlando og fara á leik með Lakers vs. Magic eða Miami Heat. Svo er flogið til Boston og þá væri hægt að sjá Lakers og Celtics keppa. New York er með lið og svo eru nokkur lið þar í kring.

Þar sem það þarf eflaust að plana svona ferð þá er ekkert "sure thing" hvernig úrslitakeppnin verður, augljóslega keppa liðin um sæti í úrslitakeppninni og reyna svo að slá hvort annað út. Einvígin geta verið frá 4-7 leikir og það er ekkert sure thing að tryggja sér miða. Season ticket holders eru með forkaupsrétt á alla heimaleiki og miðarnir seljast upp nokkuð hratt þar sem Los Angeles búar eru miklir Lakers aðdáendur. Öruggast væri að tryggja sér miða á einhvern góðan leik á regular season eða reyna að tryggja sér miða í fyrstu umferð í úrslitakeppni.

Varðandi áskrift þá er hægt að kaupa NBA League Pass á nba.com, þar er hægt að horfa á leiki beint og horfa á þá seinna ef maður hefur misst af þeim í gegnum netið.

Það er offseason núna og kannski ekkert rosalega mikið af upplýsingum en þú finnur allt sem þú þarft að vita varðandi leiki o.fl. á NBA.com/lakers og svo er líka nba.com/tickets/tickets.html

Þá er bara að fara að skoða hagstæð flug, dagsettningar á leikjum, hentugasta tímann o.s.fr.




wicket
FanBoy
Póstar: 777
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð, Bandarískur Körfubolti (NBA)

Pósturaf wicket » Þri 14. Ágú 2012 10:53

Svo sem búið að svara þér en....

Lakers eru eitt af fáum liðum sem hafa fjölmarga aðdáendur í öllum borgum þannig að þó að þið feðgar farið ekki í pílagrímsferð að þá er vel hægt að sjá þá í borg sem t.d. er flogið beint til og þið séð þá þar. Þó að upplifunin verði aldrei eins og í Staples Center í LA að þá er fagnað með þeim og fullt af fólki í Lakers treyjum á útivöllum.

Hef séð Lakers bæði í New York og Boston og það var heljarinnar upplifun. Myndi mæla með leik í Boston ef þið getið náð því.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð, Bandarískur Körfubolti (NBA)

Pósturaf Daz » Þri 14. Ágú 2012 12:19

stubhub
ticketmaster

En ekki reikna með að fá neina ódýra miða. Ekki á lakers leik í það minnsta. Þú getur örugglega fengið 5-10$ miða á Bobcats - Bucks leik, en varla neitt undir 100$ á lakers leik, jafnvel útileik.

Svo mæli ég eindregið með NBA tv, svona ætti öllum íþróttaviðburðum að vera dreift.

edit:Tek þetta til baka, sá á stubhub slatta af miðum undir 100$ fyrir lakers ( í staples), en það er þá upp í rjáfri.