Að nota Google Sketchup, vantar hjálp!
Sent: Sun 05. Ágú 2012 18:36
Sælir
Er að nota Google Sketchup í fyrsta sinn, er ekkert voðalega klár þegar kemur að svona teikniforritum, og er að reyna að hafa allt í réttum málum en það er bara ekki alveg að ganga upp hjá mér
Ég er kominn með gólf í réttum málum sem var ekki mikið mál að gera en svo fór ég í "Get Models..." og náði í sófa sem lítur mjög svipað út og sófinn minn en nú vantar mig bara að breyta stærðinni á honum og sama hvað ég hef reynt og gúglað eitthvað um það þá næ ég aldrei réttu málunum. Ég er búinn að læra að nota málbandið (Tape Measure Tool) til að breyta stærð á hlut en ef hluturinn (sófinn) er ekki í réttum hlutföllum við minn og ég set rétta lengd þá verður breiddin ekki rétt og ef ég laga það þá breytist breiddin með Ég hef meira að segja prófað að taka mál á ská, horn í horn, og breytt því en það virkar ekki heldur.
Hvernig get ég breytt bara breidd og svo bara lengd o.s.frv. án þess að hlutföllin haldi sér?
Er að nota Google Sketchup í fyrsta sinn, er ekkert voðalega klár þegar kemur að svona teikniforritum, og er að reyna að hafa allt í réttum málum en það er bara ekki alveg að ganga upp hjá mér
Ég er kominn með gólf í réttum málum sem var ekki mikið mál að gera en svo fór ég í "Get Models..." og náði í sófa sem lítur mjög svipað út og sófinn minn en nú vantar mig bara að breyta stærðinni á honum og sama hvað ég hef reynt og gúglað eitthvað um það þá næ ég aldrei réttu málunum. Ég er búinn að læra að nota málbandið (Tape Measure Tool) til að breyta stærð á hlut en ef hluturinn (sófinn) er ekki í réttum hlutföllum við minn og ég set rétta lengd þá verður breiddin ekki rétt og ef ég laga það þá breytist breiddin með Ég hef meira að segja prófað að taka mál á ská, horn í horn, og breytt því en það virkar ekki heldur.
Hvernig get ég breytt bara breidd og svo bara lengd o.s.frv. án þess að hlutföllin haldi sér?