Að bæta við tenglum er ekkert stórmál, getur m.a. fengið þér tvöfaldan tengil sem passar í dósina (73mm gat) eða fjórfaldann og hægt er að fá þá báða sem svona semi innfelda. Það er lang auðveldasta lausnin á þessu vandamáli.
Hér er mynd af svona fjórföldum tengliAnnars er bara að setja tvöfaldan tengil og bora sig inn í dós sem er rafmagn og leggja kapal þangað.
Best er alltaf að fá fagmann til að gera þetta.
Svo til að svara þessu með sverleika á vírum og öryggjum sem einn benti á :
Sverleiki er mældur í mm2, eða oftast kallað kvaðrat hjá rafvirkjum og er án efa þrír 1,5mm2 vírar í tengilinn hjá þér.
13A öryggi eru að verða algengari og er ekki óalgengt að sjá þau í töflum í dag.
Inntök í íbúðarhús má vera meira en 63A, en er sjaldnast meira en 50A (sem er það minnsta sem hægt er að fá hjá Rarik og Norðurorku).
Öryggi fyrir ljósagreinar eru yfirleitt ekki stærri en 10A, þ.e.a.s. þau öryggi sem skaffa þér ljós og tengla.
Tengar fyrir þvottavélar og þurrkara eru oftast 16A, þar sem þau tæki vinna fljótar á hærri straum (Hægt er að stilla mörg tæki í dag til að draga annaðhvort 10A eða 16A).
Helluborð í dag geta tekið 7500W-9000W og þurfa þessvegna stærri öryggi en 25A (9000/230 eru u.þ.b 40A).
Þess má geta að allar stærri breytingar, eins og raflögn í bílskúr þarf að tilkynna og fá rafvirkja til að framkvæma hana. Rafvirkjameistari ber ábyrgð á húsinu frá það er byggt og það rifið, nema annar aðili taki við. Samanber þessa frétt
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/02/02/fekk_raflost_i_badinu/