Til hamingju með forsetann
Sent: Sun 01. Júl 2012 13:06
Eru ekki allir sáttir með úrslit kosninganna?
GuðjónR skrifaði:Eru ekki allir sáttir með úrslit kosninganna?
AntiTrust skrifaði:Segi eins og Rated, skiptir litlu hver situr í þessu embætti, eins og sést vel á því hversu léleg kjörsóknin var - Stórum hluta er hætt að finnast þetta skipta máli.
Sallarólegur skrifaði:AntiTrust skrifaði:Segi eins og Rated, skiptir litlu hver situr í þessu embætti, eins og sést vel á því hversu léleg kjörsóknin var - Stórum hluta er hætt að finnast þetta skipta máli.
Hvað er léleg kjörsókn? 70%?
Held reyndar ekki. Þetta telst ágætis kjörsókn, t.d. ef við skoðum miðað við BNA, þó að það megi nú segja að forsetinn gegni töluvert stærra hlutverki í BNA:
http://en.wikipedia.org/wiki/File:Voter_turnout.png
Gæti þessi kjörsókn ekki skýrst á því að margir vissu hreinlæga 'að hann myndi taka þetta hvort sem er'?
GuðjónR skrifaði:Fyrir mig snérust þessar kosningar meira um það hvern ég vildi ekki sem forseta fremur en hvern ég vildi.
Þess vegna kaus ég Ólaf.
38 prósent segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup í desember. 21% myndi kjósa Samfylkinguna, rösklega 14% Framsóknarflokkinn, tæplega 14% Vinstri hreyfinguna - grænt framboð og tæplega 3% Hreyfinguna, að því er fram kemur á vef RÚV.
„Enginn forseti hefur reynst eins mikill örlagavaldur í sögu lýðveldissögunnar og lagt jafn miklar byrðar á herðar þjóð sinni sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur gert,“ segir Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstri grænna, og einnig að það hljóti að valda áhyggjum hversu lítinn stuðning hann fékk.
DJOli skrifaði:„Enginn forseti hefur reynst eins mikill örlagavaldur í sögu lýðveldissögunnar og lagt jafn miklar byrðar á herðar þjóð sinni sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur gert,“ segir Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstri grænna, og einnig að það hljóti að valda áhyggjum hversu lítinn stuðning hann fékk.
Er ég sá eini sem telur Björn Val vitskertan?.
DJOli skrifaði:Er ég sá eini sem telur Björn Val vitskertan?.
GuðjónR skrifaði:Fyrir mig snérust þessar kosningar meira um það hvern ég vildi ekki sem forseta fremur en hvern ég vildi.
Þess vegna kaus ég Ólaf.
Dr3dinn skrifaði:Sammála nokkrum hér á undan að það var verið að hafna hinum 5, fremur en að samþykkja Óla að vissu leyti.
Þetta sama fólk sem kaus Ólaf er svo gott sem sama fólkið sem tryggir það að það á sér engin endurnýjun stað innan stjórnmálaflokkana, með því að kjósa alltaf sama fólkið í prófkjöri, (breytingar eru slæmar).
Ég er ósammála þessari skoðun.
Fólk er, almennt séð, á móti breytingum, sama hvers eðlis þær eru.
Í augum margra er allt sem að er "nýtt" eða "óskilgreint" það versta í öllum heiminum. Það finnur traust í því að hlutirnir breytast ekki.
(T.d. þegar það kemur nýtt viðmót á algengt tölvuforrit þá er einsog himinn og jörð séu að farast.)
Ég held að Ólafur hafi fyrst og fremst fengið öll þessi atkvæði vegna þess að hann er sitjandi forseti, og fólk vilji ekki breytingar sé hægt að komast hjá því.
Og ég veit alveg um handfylli af fólki sem kaus einmitt Ólaf á þessum forsendum.
Í mínum huga þá var mér alveg sama hver yrði forseti, svo lengi sem það væri ekki Ólafur.
Mér finnst hollt að breyta til.
Þetta sama fólk sem kaus Ólaf er svo gott sem sama fólkið sem tryggir það að það á sér engin endurnýjun stað innan stjórnmálaflokkana, með því að kjósa alltaf sama fólkið í prófkjöri, (breytingar eru slæmar).
Dr3dinn skrifaði:en fólk sem kaus Ólaf er alstaðar af í samfélaginu, flokksbundið og óflokksbundið. Held að blanda þessu við flokka séu mistök.
Tbot skrifaði:Þú ert að gefa þér ansi margar forsendur hvers vegna fólk kaus Ólaf.
Heldur þú að Þóra hefði neitað að skrifa undir Iceslave lögin, hérna ætla ég að leyfa mér að segja nei.
GuðjónR skrifaði:Ég kaus Ólaf af því að ég veit hvað ég fæ
GuðjónR skrifaði:[...Allt hitt...]
natti skrifaði:Í augum margra er allt sem að er "nýtt" eða "óskilgreint" það versta í öllum heiminum. Það finnur traust í því að hlutirnir breytast ekki.
(T.d. þegar það kemur nýtt viðmót á algengt tölvuforrit þá er einsog himinn og jörð séu að farast.)
Ég held að Ólafur hafi fyrst og fremst fengið öll þessi atkvæði vegna þess að hann er sitjandi forseti, og fólk vilji ekki breytingar sé hægt að komast hjá því.
Og ég veit alveg um handfylli af fólki sem kaus einmitt Ólaf á þessum forsendum.