vantar smá hjálp með USB lykil
Sent: Fös 29. Jún 2012 23:44
af cure
Sælir
ég er í smá tjóni.. er með 8 gb usb lykil sem kemur ekki upp í Computer, en hann er sýnilegur í disk management.. ef ég breyti letter á honum til að vita hvort hann poppi ekki upp þá, eyðast þá nokkuð gögnin út sem eru nú þegar inni á honum ?
Re: vantar smá hjálp með USB lykil
Sent: Fös 29. Jún 2012 23:47
af siggi83
nei
Re: vantar smá hjálp með USB lykil
Sent: Lau 30. Jún 2012 00:17
af agust1337
Prófaðu að uninstalla drivernum.
1. Farðu í Device Manager (leitaðu í start takkanum á win7/vista, start takkinn og hægri smelltu á my computer -> Device Manager á xp)
2. Í botninum á glugganum lengdu Universal Serial Bus controllers (það er þríhyrnd ör sem þú smellir á)
3. Tví-smelltu á nafni á USB lyklinum sem er ekki að virka
4. Farðu í Driver flipan og smelltu á Uninstall
5. Taktu hann úr þegar það er búið og settu hann aftur í
Segðu mér hvort þetta virkar
Re: vantar smá hjálp með USB lykil
Sent: Lau 30. Jún 2012 00:23
af cure
Takk fyrir svörin
ég læt þig vita þegar ég fæ hann í hendurnar en félagi minn er með hann núna og ég sagði honum að breyta drive letter sem hann gerði en það bara gerðist akkurat ekkert.. hann segir að soundið komi þegar hann troði lykklinum í, en hann vill bara ekki byrtast í computer en gerir það samt í manage ég fæ lykilinn sem fyrst hjá honum og læt þig vita ef þetta virkar