Síða 1 af 1
Man einhver hvernig kassa Hugver var með?
Sent: Fim 28. Jún 2012 00:12
af 322
Nú reynir á minnin ykkar kæru vaktarar.
Man einhver hvaða tegundir af tölvukössum Hugver var með til sölu á sínum tíma?
Ég er búinn að reyna ýmislegt til að finna það út, lesa gömul blogg og þræði á huga og hér á vaktinni sem innihalda orðið Hugver.
Á meðan ég er að leita má athuga hvort einhverjir hér muni eftir því hvaða kassar voru seldir þarna.
*Breytt: Orðið kassi sett í staðin fyrir orðið turn.
Re: Man einhver hvernig turna Hugver var með?
Sent: Fim 28. Jún 2012 00:16
af Klemmi
322 skrifaði:Nú reynir á minnin ykkar kæru vaktarar.
Man einhver hvaða tegundir af tölvuturnum Hugver var með til sölu á sínum tíma?
Ég er búinn að reyna ýmislegt til að finna það út, lesa gömul blogg og þræði á huga og hér á vaktinni sem innihalda orðið Hugver.
Á meðan ég er að leita má athuga hvort einhverjir hér muni eftir því hvaða turnar voru seldir þarna.
Hugver voru allavega með einhverjar vélar sem þeir settu saman sjálfir, en einnig voru þeir með Mitac umboðið.
Re: Man einhver hvernig turna Hugver var með?
Sent: Fim 28. Jún 2012 00:19
af AntiTrust
Þeir voru með ýmsar týpur, helst þá kassa frá 3R, m.a. R202, R600 og R910. Svo voru þeir með HEC kassa og e-ð frá Spire ef ég man rétt.
Re: Man einhver hvernig turna Hugver var með?
Sent: Fim 28. Jún 2012 00:21
af DJOli
Re: Man einhver hvernig turna Hugver var með?
Sent: Fim 28. Jún 2012 00:25
af Gúrú
Úff man eftir einhverjum stórum, gráum turni með gulum 'Hugver' límmiða og klassíska 'Celeron Inside' Intel límmiðanum á sér þegar að ég var ~5-7 ára.
Þeir púsluðu eigin vélum saman og því voru þessir límmiðar alltaf þarna, þú munt ekki finna nein specific nöfn eins og Dell XP400 eða álíka.
M. fyrirframafsökunarbeiðni ef þú átt við "tölvukassa" þegar að þú segir "turna".
Re: Man einhver hvernig turna Hugver var með?
Sent: Fim 28. Jún 2012 00:30
af upg8
Voru líka með Dragon kassa
Re: Man einhver hvernig turna Hugver var með?
Sent: Fim 28. Jún 2012 00:32
af worghal
upg8 skrifaði:Voru líka með Dragon kassa
það voru allir og amma þeirra með dragon kassa
Re: Man einhver hvernig turna Hugver var með?
Sent: Fim 28. Jún 2012 00:34
af Daz
Klemmi skrifaði: en einnig voru þeir með Mitac umboðið.
Þú meinar þyrluumboðið.
Re: Man einhver hvernig turna Hugver var með?
Sent: Fim 28. Jún 2012 00:40
af appel
Att spratt úr Hugveri, gætir spurt þá.
Re: Man einhver hvernig turna Hugver var með?
Sent: Fim 28. Jún 2012 00:42
af CendenZ
Þeir voru með Chieftec og svo einhverja "Deep" kassa, ég átti svoleiðis.
Vinur minn átti svo kassa sem hét svipað og Antec, var svona name-copy.
en það var alveg 01'-02' minnir mig
Re: Man einhver hvernig turna Hugver var með?
Sent: Fim 28. Jún 2012 03:05
af 322
Gúrú skrifaði:Úff man eftir einhverjum stórum, gráum turni með gulum 'Hugver' límmiða og klassíska 'Celeron Inside' Intel límmiðanum á sér þegar að ég var ~5-7 ára.
Þeir púsluðu eigin vélum saman og því voru þessir límmiðar alltaf þarna, þú munt ekki finna nein specific nöfn eins og Dell XP400 eða álíka.
M. fyrirframafsökunarbeiðni ef þú átt við "tölvukassa" þegar að þú segir "turna".
Ég breytti þessu. Ég nota alltaf kassi í daglegu tali, eða þegar ég er að tala um tölvukassa. En ég hélt samt einhvernvegin að turn þá væri kassinn lóðréttur og kassinn væri svona liggjandi eins og gömlu Ambra vélarnar voru. Svo stendur oft á tölvuvefsíðum, tölvuturnar eða turnar.
Annars hefur þessi þráður hjálpað fullt. Er svona á hælunum á þessum kassa, hann er mjög líkur 3R Systems R202li en samt ekki alveg eins. Power og reset takkarnir eru jafnstórir og ekki kringlóttir og USB dæmið niðri, þá kemur svona lok fyrir það. Ég hlýt að finna þetta bráðum!!
Re: Man einhver hvernig turna Hugver var með?
Sent: Fim 28. Jún 2012 10:24
af methylman
Daz skrifaði:Klemmi skrifaði: en einnig voru þeir með Mitac umboðið.
Þú meinar þyrluumboðið.
Þeir voru með Mitac og Abit umboð, það var nú ekki gaman að fara með gallaða hluti til ???? hvað hann heitir nú aftur kenndi í Iðnskólanum á fyrstu árum Tölvudeildarinnar. Maðurinn hoppaði og argaði ef honum var svarað um einhver ábyrgðarmál.