Síða 1 af 1

Fer Steam niðurhal af mánaðarlegu gagnamagni?

Sent: Þri 26. Jún 2012 18:15
af Yawnk
Titill segir sig sjálfur.. sá að LA Noire er á 75% tilboði í dag, en hann er 15 gig, og ég er bara með 40 gb tengingu, ef ég er með download server stillt á Iceland/Greenland er það nokkuð erlent?

Re: Fer Steam niðurhal af mánaðarlegu gagnamagni?

Sent: Þri 26. Jún 2012 18:16
af GuðjónR
Jú það er erlent niðurhal :dissed

Re: Fer Steam niðurhal af mánaðarlegu gagnamagni?

Sent: Þri 26. Jún 2012 18:19
af AntiTrust
Er enginn Steam mirror hérlendis?

Re: Fer Steam niðurhal af mánaðarlegu gagnamagni?

Sent: Þri 26. Jún 2012 18:20
af Black
AntiTrust skrifaði:Er enginn Steam mirror hérlendis?


Neib, bara grænland

Re: Fer Steam niðurhal af mánaðarlegu gagnamagni?

Sent: Þri 26. Jún 2012 18:24
af vesley
Ég hef nú ekki fengið erlent niðurhal af Steam í ágætis tíma.

Re: Fer Steam niðurhal af mánaðarlegu gagnamagni?

Sent: Þri 26. Jún 2012 18:35
af worghal
Vodafone a islandi eru med hub fyrir steam en eru bara med thessa staerstu leiki, eru med allt valve og svona en ekki med total war leikina.

Re: Fer Steam niðurhal af mánaðarlegu gagnamagni?

Sent: Þri 26. Jún 2012 20:00
af capteinninn
Væri ekki hægt að setja í gang einhvern svona wishlist með íslenskt niðurhal á Steam dóti.

Þá gætu Vodafone (eða hver sem er með íslenska serverinn) sett inn leiki á sitt vefsvæði eftir því hvað margir vilja fá það.

Re: Fer Steam niðurhal af mánaðarlegu gagnamagni?

Sent: Þri 26. Jún 2012 20:10
af CurlyWurly
Eða bara fara í undirskriftasöfnun á netinu fyrir því að fá séríslenskan mirror fyrir ísland á steam, það ætti að vera heill hellingur af fólki sem myndi skrifa undir og örugglega ekkert stórmál að koma þessu í fjölmiðla líka til að auglýsa.
Hvað segið þið, spurning um að einhver reyni?

Re: Fer Steam niðurhal af mánaðarlegu gagnamagni?

Sent: Þri 26. Jún 2012 20:29
af Victordp
CurlyWurly skrifaði:Eða bara fara í undirskriftasöfnun á netinu fyrir því að fá séríslenskan mirror fyrir ísland á steam, það ætti að vera heill hellingur af fólki sem myndi skrifa undir og örugglega ekkert stórmál að koma þessu í fjölmiðla líka til að auglýsa.
Hvað segið þið, spurning um að einhver reyni?

"Berjast fyrir gufu á Íslandi" :lol: :lol:

Re: Fer Steam niðurhal af mánaðarlegu gagnamagni?

Sent: Þri 26. Jún 2012 20:32
af capteinninn
CurlyWurly skrifaði:Eða bara fara í undirskriftasöfnun á netinu fyrir því að fá séríslenskan mirror fyrir ísland á steam, það ætti að vera heill hellingur af fólki sem myndi skrifa undir og örugglega ekkert stórmál að koma þessu í fjölmiðla líka til að auglýsa.
Hvað segið þið, spurning um að einhver reyni?


Við erum örugglega alltof lítill markaður fyrir þá til þess að opna sér mirror hérna fyrir okkur

Re: Fer Steam niðurhal af mánaðarlegu gagnamagni?

Sent: Þri 26. Jún 2012 20:36
af CurlyWurly
Væri það samt ekki þannig séð ódýrara fyrir þá að opna mirror hérna afþví við erum færri? Veit svosem ekkert hvernig svona mirror virkar :crazy

Re: Fer Steam niðurhal af mánaðarlegu gagnamagni?

Sent: Þri 26. Jún 2012 21:10
af Don Vito
Getur alveg keypt hann, en beðið með að downloada honum (:

Re: Fer Steam niðurhal af mánaðarlegu gagnamagni?

Sent: Þri 26. Jún 2012 21:49
af Daz
500 kall, ætli hann sé þess virði? Ég var að kaupa Deus Ex nýja (á 75% afslætti), sýnist að hann gæti enst mér fram á haustið.

Re: Fer Steam niðurhal af mánaðarlegu gagnamagni?

Sent: Þri 26. Jún 2012 22:38
af emmi
Valve á bara að gera það sama og EA með Origin, hýsa þetta á Akamai, það er eina vitið. Annars var ég með Steam server í vinnunni og þegar hann hrundi þá var ekki til peningur til að endurnýja hann. :P

Re: Fer Steam niðurhal af mánaðarlegu gagnamagni?

Sent: Þri 26. Jún 2012 23:12
af capteinninn
emmi skrifaði:Valve á bara að gera það sama og EA með Origin, hýsa þetta á Akamai, það er eina vitið. Annars var ég með Steam server í vinnunni og þegar hann hrundi þá var ekki til peningur til að endurnýja hann. :P


Hvernig virkar Akamai? (Erlent net liggur niðri hjá mér)