Síða 1 af 4

Kosningaþráðurinn 2012

Sent: Mið 20. Jún 2012 19:00
af Bjosep
Jæja, vantar ekki leiðinlegan kosningaþráð hingað? Hver nýtur mests fylgis meðal tölvunjarða.

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Sent: Mið 20. Jún 2012 19:04
af GuðjónR
Ólaf takk!

Og ef hann væri ekki þá myndi ég kjósa Herdísi.

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Sent: Mið 20. Jún 2012 19:06
af tomasjonss
Endilega sem flestir kjósa svo hægt sé að setja fyrirsögnina tölvunerðir styðja ...

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Sent: Mið 20. Jún 2012 19:07
af vesley
býst við því að ég kjósi Óla.

Enginn af hinum frambjóðendunum heillar mig nógu mikið. Var aðeins að spá í Herdísi en veit það samt ekki.

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Sent: Mið 20. Jún 2012 19:09
af g0tlife
Ólafur er á móti að troða íslandi í evrópusambandið, hann sýndi kjark með icesafe, lætur aldrei ná sér (verða reiður), frábær ræðumaður og A+ enskutalandi (kann þessi stóru orð sem ég sjálfur skil stundum ekki og er góður í ensku) og Dorrit er góð að auglýsa landið og hjálpa til (var að lesa um hana á wiki)

Hvað gæti Þóra og kallinn hennar gert betur en þessi dæmi með Óla sem ég taldi upp ?

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Sent: Mið 20. Jún 2012 19:48
af Matti21
Ég var 4 ára þegar Ólafur var kosinn forseti....þetta er bara komið gott hjá honum. Tími fyrir eitthvað nýtt. Ég ætla að kjósa Þóru.
Þoli ekki þetta bull að Ólafur hafi hlustað á þjóðina og bjargað okkur þegar hann hafnaði Icesave. Hann keypti sér fullt af vinsældar stigum með því en hann gerir bara það sem hann vill. Hann stoppaði ekki Kárahnjúka þrátt fyrir að stór hluti þjóðarinnar var á móti því alveg eins og Icesave.
Fólk er fljótt að gleyma. Hann var alveg með þessum útrásarvíkingum í partíum 2007.
Miðað við skoðanakannanir er hann að fara að taka þetta og sjálfstæðisflokkurinn er að fara að taka næstu þingkosningar...þá flyt ég frá landi, mikið geta íslendingar verið heimskir stundum...

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Sent: Mið 20. Jún 2012 19:52
af g0tlife
Matti21 skrifaði:Ég var 4 ára þegar Ólafur var kosinn forseti....þetta er bara komið gott hjá honum. Tími fyrir eitthvað nýtt. Ég ætla að kjósa Þóru.
Þoli ekki þetta bull að Ólafur hafi hlustað á þjóðina og bjargað okkur þegar hann hafnaði Icesave. Hann keypti sér fullt af vinsældar stigum með því en hann gerir bara það sem hann vill. Hann stoppaði ekki Kárahnjúka þrátt fyrir að stór hluti þjóðarinnar var á móti því alveg eins og Icesave.
Fólk er fljótt að gleyma. Hann var alveg með þessum útrásarvíkingum í partíum 2007.
Miðað við skoðanakannanir er hann að fara að taka þetta og sjálfstæðisflokkurinn er að fara að taka næstu þingkosningar...þá flyt ég frá landi, mikið geta íslendingar verið heimskir stundum...


Held að óli og sjálfstæðisflokkurinn eru ekkert að fara gera neitt verr heldur en Jóhanna og Steingrímur

Mynd

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Sent: Mið 20. Jún 2012 19:53
af GuðjónR
g0tlife skrifaði:Ólafur er á móti að troða íslandi í evrópusambandið, hann sýndi kjark með icesafe, lætur aldrei ná sér (verða reiður), frábær ræðumaður og A+ enskutalandi (kann þessi stóru orð sem ég sjálfur skil stundum ekki og er góður í ensku) og Dorrit er góð að auglýsa landið og hjálpa til (var að lesa um hana á wiki)

Hvað gæti Þóra og kallinn hennar gert betur en þessi dæmi með Óla sem ég taldi upp ?


:happy

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Sent: Mið 20. Jún 2012 20:00
af skoffin
g0tlife skrifaði:...Held að óli og sjálfstæðisflokkurinn eru ekkert að fara gera neitt verr heldur en Jóhanna og Steingrímur


Ert þú bara með skammtímaminni?

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Sent: Mið 20. Jún 2012 20:02
af tomasjonss
Allir að kjósa. Hlýtur að vera hægt að ná upp í 100 manns, þá fer þetta að verða marktækt :happy

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Sent: Mið 20. Jún 2012 20:08
af g0tlife
skoffin skrifaði:
g0tlife skrifaði:...Held að óli og sjálfstæðisflokkurinn eru ekkert að fara gera neitt verr heldur en Jóhanna og Steingrímur


Ert þú bara með skammtímaminni?


já ég ég er akkurat með skammtímaminni ! Það er allt betra en Jóhanna og Steingrímur og sá sem mundi kjósa þau aftur er með skammtímaminni

Svo þarf fólk að hugsa líka hverjir mundu vera bestir á alþingi núna en ekki hugsa ''en það sem skeði fyrir 4 - 10 árum'' Voru bara öðrýsi tímar þá og gettu hvað það eru enþá öðrýsi tímar núna. Mín hugsun á þetta allavega og nenni ekki að fara rökræða um stjórnmál við þig því það vinnur aldrei neinn. Nema þú villt tuða hérna framm og til baka þá bara bring it

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Sent: Mið 20. Jún 2012 20:23
af skoffin
g0tlife skrifaði:
skoffin skrifaði:
g0tlife skrifaði:...Held að óli og sjálfstæðisflokkurinn eru ekkert að fara gera neitt verr heldur en Jóhanna og Steingrímur


Ert þú bara með skammtímaminni?


já ég ég er akkurat með skammtímaminni ! Það er allt betra en Jóhanna og Steingrímur og sá sem mundi kjósa þau aftur er með skammtímaminni

Svo þarf fólk að hugsa líka hverjir mundu vera bestir á alþingi núna en ekki hugsa ''en það sem skeði fyrir 4 - 10 árum'' Voru bara öðrýsi tímar þá og gettu hvað það eru enþá öðrýsi tímar núna. Mín hugsun á þetta allavega og nenni ekki að fara rökræða um stjórnmál við þig því það vinnur aldrei neinn. Nema þú villt tuða hérna framm og til baka þá bara bring it


Neibb. Mér fallast hendur. Látum þetta bara kyrrt liggja.

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Sent: Mið 20. Jún 2012 20:28
af Bjosep
Ég hef aldrei kosið Ólaf Ragnar og ég er eiginlega á því að halda mig við það. Þrátt fyrir það að það sé nánast pottþétt að hann verði endurkjörinn.

Vandamálið fyrir aðra frambjóðendur en Þóru er líklegast það að þeir sem ekki vilja Þóru fylkjast um Ólaf Ragnar, að mínu mati allavega.

Mér finnst Ari Trausti vera með gríðarlega háleitar hugmyndir, ég bara sé ekki að hugmyndir hans séu eitthvað sem forseti eigi að standa í að framkvæma.

Ég hef ekki kynnt mér eða séð stefnumál Andreu nægilega. Ég held að það vinni á móti henni að margir haldi að þetta sé bara liður í baráttu Hagsmunasamtaka Heimilanna.

Hannes Bjarnason finnst mér reyndar alveg merkilega skemmtilegur, er jafnvel að spá í að kjósa hann bara þrátt fyrir að hann eigi enga möguleika.

Herdís Þorgeirsdóttir hef ég alveg takmarkaðan áhuga á því að kjósa. Finnst hún menntasnobbuð og það fylkist um hana menntasnobbhyski. Menn vilja reyndar meina að hún sé meiri ESB-sinni en Þóra.

Það eina sem fær mig til þess að kjósa ekki Þóru er sú skoðun mín að Þóra hafi verið hvött áfram af hópi fólks sem trúði því að hægt væri að næla sér í þægan forseta fyrir samfó. Mér fannst hún bera þess alveg merkilega mikið merki í beinni línu á DV þar sem algengasta svarið hennar við erfiðum spurningum var "forseti á ekki að hafa skoðun á þessu ...." (eða hvernig sem hún orðaði það.

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Sent: Mið 20. Jún 2012 20:29
af tdog
Mitt atkvæði fær Hannes Bjarnason. Hann er nýtt blóð og svo er hann líklegastur til þess að vera með byssuleyfi!

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Sent: Mið 20. Jún 2012 20:35
af g0tlife
Bjosep skrifaði:Ég hef aldrei kosið Ólaf Ragnar og ég er eiginlega á því að halda mig við það. Þrátt fyrir það að það sé nánast pottþétt að hann verði endurkjörinn.

Vandamálið fyrir aðra frambjóðendur en Þóru er líklegast það að þeir sem ekki vilja Þóru fylkjast um Ólaf Ragnar, að mínu mati allavega.

Mér finnst Ari Trausti vera með gríðarlega háleitar hugmyndir, ég bara sé ekki að hugmyndir hans séu eitthvað sem forseti eigi að standa í að framkvæma.

Ég hef ekki kynnt mér eða séð stefnumál Andreu nægilega. Ég held að það vinni á móti henni að margir haldi að þetta sé bara liður í baráttu Hagsmunasamtaka Heimilanna.

Hannes Bjarnason finnst mér reyndar alveg merkilega skemmtilegur, er jafnvel að spá í að kjósa hann bara þrátt fyrir að hann eigi enga möguleika.

Herdís Þorgeirsdóttir hef ég alveg takmarkaðan áhuga á því að kjósa. Finnst hún menntasnobbuð og það fylkist um hana menntasnobbhyski. Menn vilja reyndar meina að hún sé meiri ESB-sinni en Þóra.

Það eina sem fær mig til þess að kjósa ekki Þóru er sú skoðun mín að Þóra hafi verið hvött áfram af hópi fólks sem trúði því að hægt væri að næla sér í þægan forseta fyrir samfó. Mér fannst hún bera þess alveg merkilega mikið merki í beinni línu á DV þar sem algengasta svarið hennar við erfiðum spurningum var "forseti á ekki að hafa skoðun á þessu ...." (eða hvernig sem hún orðaði það.


Mjög góðir punktar hjá þér og Þóra komin á öll þessi strætóskýli í borginni og það hefur sko kostað sitt, hver borgaði það ? Samfylkingin ? Maður spyr sig en eina ástæðan mín afhverju ég kýs Óla er vegna þess að öllum þeim sem eru að bjóða sig fram þá finnst mér Ólafur vera besti kosturinn og sérstaklega á meðan evrópuaðildin er í gangi.

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Sent: Mið 20. Jún 2012 21:11
af Bjosep
g0tlife skrifaði:
Mjög góðir punktar hjá þér og Þóra komin á öll þessi strætóskýli í borginni og það hefur sko kostað sitt, hver borgaði það ? Samfylkingin ? Maður spyr sig en eina ástæðan mín afhverju ég kýs Óla er vegna þess að öllum þeim sem eru að bjóða sig fram þá finnst mér Ólafur vera besti kosturinn og sérstaklega á meðan evrópuaðildin er í gangi.


Það er reyndar að ég held öflugt batterý í gangi sem sér um fjársöfnun fyrir Þóru. 900- símanúmer og hvað eina. Ég sá á facebook síðu hennar um daginn að markmiðið er að ná að safna einhverjum tugum milljóna, 20 milljónum minnir mig og þá yrði framboðið rekið á núllinu.

Ég sá reyndar að Þóra er farin að auglýsa í sjónvarpi líka. Ég horfi reyndar ekki mikið á sjónvarp en þetta eru fyrstu sjónvarpsauglýsingarnar sem ég hef séð.

Menn hafa náttúrulega náð að mjólka fortíð Svavars alveg merkilega mikið, eitthvað sem ég held að útskýri fylgistapið hjá Þóru og að ég held hafa kjósendur hennar verið að yfirgefa hana fyrir Ólaf þar sem fylgi annara hefur að mestu staðið í stað. Nýjasta tilfellið þar sem hans fyrrverandi kemur með ásakanir á hendur honum munu væntanlega draga enn frekar úr fylgi Þóru.

Fylgistapið kann reyndar mögulega að stafa af framkomu Þóru eða svörum hennar við erfiðum spurningum. Allavega held ég að það sé ágætis fylgni milli framkomutíðni Þóru í fjölmiðlum og fylgistaps hennar. :-k

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Sent: Mið 20. Jún 2012 21:55
af Halli13
Það er bara sóun á atkvæði að kjósa annan en Þóru eða Ólaf þar sem annaðhvort þeirra er á góðri leið með að vinna samkvæmt skoðanakönnunum.

Ég mun kjósa Ólaf þar sem hann og Dorrit hafa staðið sig mjög vel að kynna landið í útlöndum og tók einnig í taumana þegar Icesave var að fara útí vitleysu. Ég var persónulega á þeirri skoðun að það hafi verið rangt hjá honum að stoppa seinna skiptið þar sem mér finnst að þjóðin eigi ekki að fá að kjósa um peningamál eins og t.d skattahækkanir þar sem flestir kjósa ekki það sem er betra fyrir landið (og þá sjálfa) heldur bara að borga minna. En eftir á að hyggja var það rétt ákvörðun hjá Ólafi, finnst það samt vera óþarfa áhætta að neita samningnum þó það mun líklegast borga sig núna.

Ég gæti ekki séð Þóru fyrir mér taka svona vafasamar ákvarðanir, eins og Icesave og fjölmiðlafrumvarpið, og miðað við það sem hún er búinn að segja þá finnst mér hún bara ætla að sitja á Bessastöðum og skipta sér lítið sem ekkert af því sem er að gerast og í sjálfu sér ekki gera neitt. Einnig finnst mér alveg merkilegt hvernig Þóra hefur komið fram allavegna það sem ég hef séð, hrokin sem hún sýndi Herdísi í misheppnaða kosningarþættinum hjá Stöð 2 var fyrir neðan allar hellur og svona framkom sæmir engan vegin forsetaframbjóðanda.

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Sent: Mið 20. Jún 2012 22:11
af beggi90
Halli13 skrifaði:Það er bara sóun á atkvæði að kjósa annan en Þóru eða Ólaf þar sem annaðhvort þeirra er á góðri leið með að vinna samkvæmt skoðanakönnunum.

Ég mun kjósa Ólaf þar sem hann og Dorrit hafa staðið sig mjög vel að kynna landið í útlöndum og tók einnig í taumana þegar Icesave var að fara útí vitleysu. Ég var persónulega á þeirri skoðun að það hafi verið rangt hjá honum að stoppa seinna skiptið þar sem mér finnst að þjóðin eigi ekki að fá að kjósa um peningamál eins og t.d skattahækkanir þar sem flestir kjósa ekki það sem er betra fyrir landið (og þá sjálfa) heldur bara að borga minna. En eftir á að hyggja var það rétt ákvörðun hjá Ólafi, finnst það samt vera óþarfa áhætta að neita samningnum þó það mun líklegast borga sig núna.

Ég gæti ekki séð Þóru fyrir mér taka svona vafasamar ákvarðanir, eins og Icesave og fjölmiðlafrumvarpið, og miðað við það sem hún er búinn að segja þá finnst mér hún bara ætla að sitja á Bessastöðum og skipta sér lítið sem ekkert af því sem er að gerast og í sjálfu sér ekki gera neitt. Einnig finnst mér alveg merkilegt hvernig Þóra hefur komið fram allavegna það sem ég hef séð, hrokin sem hún sýndi Herdísi í misheppnaða kosningarþættinum hjá Stöð 2 var fyrir neðan allar hellur og svona framkom sæmir engan vegin forsetaframbjóðanda.


Leiðinlegt að sjá hvernig þetta hefur verið viðhorf fjölmiðla frá byrjun kosninga.
Þessu er svo þrýst ofaní kok allra að þeir séu að sóa atkvæði sínu í annað en Ólaf eða Þóru.

Annars er ég enn óákveðinn, líklegast að ég skili auðu eins og er.

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Sent: Mið 20. Jún 2012 22:12
af GuðjónR
Ólafur vinnur þetta pottþétt. Og það er fínt.
Veitir ekki af því að hafa mann þarna sem grípur í taumana þegar fasistar þingsins gera uppá bak!

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Sent: Mið 20. Jún 2012 22:20
af FriðrikH
Ég kaus Ólaf áður en get ekki kosið hann aftur. Maðurinn er nánast búinn að eyðileggja það forsetaembætti sem var hér áður og nokkur sátt var um, hann er búinn að gera embættið pólitískt. Á meðan embættið er pólitískt þá verður ekki mikil sátt um það.

Mér finnst líka mjög lélegt af manni sem er með doktorsgráðu í stjórnmálafræði að vera að draga málefni inn í þessar kosningar sem koma því ekkert við, líkt og Evrópusambandsaðild. Það er hápólitískt mál og á að vera ákveðið á Alþingi og í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Ef forsetinn er að lýsa sig fylgjandi/andsnúinn svona málum þá er hann á sama tíma búinn að loka fyrir það að vera eitthvað sameiningartákn. Það er einfaldlega mjög alvarlegt mál og mikil breyting að gera forsetaembættið svona pólitískt. Það versta er að Ólafur veit nákvæmlega hvað hann er að gera, honum er bara sama vegna þess að hann er einhver tækifærissinnaðasti pólitíkus sem þetta land hefur alið (deilir kannski tiltlinum með Kristni H Gunnarssyni).

Fyrir mitt leiti Sýnist mér Ari Trausti vera besti kosturinn. Mér finnst þó gaman hvað hann Hannes er búinn að koma manni á óvart, alveg óvitlaus gaur.

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Sent: Mið 20. Jún 2012 22:25
af GuðjónR
Kannski er ekki svo slæmt að hafa þetta pólitískt?
Á ekki alþingi að vera "lýðræðislegt" ? 7% bera virðingu fyrir því og innan við 23% styður það, veit ekki með ykkur en mér finnst ekketr lýðræðislegt við það.
Finnst heldur ekketr lýðræðislegt við það hvernig málum er þvingað í gegnum þingið, og þetta umsóknarferli sem reynt er að dulbúa sem "aðildarkönnun" ...

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Sent: Mið 20. Jún 2012 22:32
af FriðrikH
Svona er nú bara þingræði, meingallað en samt einn besti kosturinn sem er til.
En strax og forsetaembættið fer að verða pólitískt, þá á virðingin fyrir því eftir að hrynja. Það er alveg séð mál að einn maður getur aldrei þóknast heillri þjóð, svona pólitískt séð alla vega. Hann verður því á endanum bara forseti sumra og þyrnir í augum annarra.
Það sést líka bara á því að Ólafur er búinn að skipta algerlega um bakland síðan hann var fyrst kjörinn. Hann náði kjöri með stuðningi að mestu leyti af vinstri vængnum sem er núna búinn að yfirgefa hann að mestu leyti, sækir nú mestan stuðning til stjórnarandstæðinga. Forsetakjörið er því algerlega orðið litað af stöðunni á þinginu, sést einmitt á svona kenningum um að Þóra sé sponsuð að Samfylkingunni o.fl. Væri ekki lang best ef að forsetaembættið væri hafið yfir þetta skítkast á þinginu?

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Sent: Mið 20. Jún 2012 22:34
af tomasjonss
Ein spurning, getur maður kosið oftar en einu sinni?

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Sent: Mið 20. Jún 2012 22:35
af GuðjónR
FriðrikH skrifaði:Svona er nú bara þingræði, meingallað en samt einn besti kosturinn sem er til.
En strax og forsetaembættið fer að verða pólitískt, þá á virðingin fyrir því eftir að hrynja. Það er alveg séð mál að einn maður getur aldrei þóknast heillri þjóð, svona pólitískt séð alla vega. Hann verður því á endanum bara forseti sumra og þyrnir í augum annarra.
Það sést líka bara á því að Ólafur er búinn að skipta algerlega um bakland síðan hann var fyrst kjörinn. Hann náði kjöri með stuðningi að mestu leyti af vinstri vængnum sem er núna búinn að yfirgefa hann að mestu leyti, sækir nú mestan stuðning til stjórnarandstæðinga. Forsetakjörið er því algerlega orðið litað af stöðunni á þinginu, sést einmitt á svona kenningum um að Þóra sé sponsuð að Samfylkingunni o.fl. Væri ekki lang best ef að forsetaembættið væri hafið yfir þetta skítkast á þinginu?


Verð að vera sammála þér þarna...

Tel samt Ólaf vera langbesta kostinn, og eins og ég sagði áður ef hann væri ekki þá finnst mér Herdís komast næst honum.

Re: Kosningaþráðurinn 2012

Sent: Mið 20. Jún 2012 22:41
af Bjosep
tomasjonss skrifaði:Ein spurning, getur maður kosið oftar en einu sinni?


Þú getur endurskoðað ákvörðun þína. En þú hefur bara 1 atkvæði.