Síða 1 af 1

FunnyJunk/Carreon vs. The Oatmeal

Sent: Þri 19. Jún 2012 12:22
af dori
Hefur einhver hérna fylgst með þessari vitleysu?

Smá útdráttur fyrir þá sem lifa undir steini eða tíma ekki að nota útlandabandvíddina sína.

The Oatmeal eru æðislegar teiknimyndasögur teiknaðar af Matt Inman. Fyrir ári síðan var hann að pirra sig á því að það væri búið að margpósta flestum teiknimyndasögunum hans á FunnyJunk.com (frekar léleg síða sem safnar efni frá notendum, fæst af því OC, og fyllir allt af auglýsingum) og var að velta því upp hvað hann ætti að gera. FunnyJunk hvetja þá notendur sína til að bögga Inman og segja að hann sé að hóta því að loka vefnum (gripið algjörlega úr lausu lofti auðvitað).

Spólum aftur fram til júní í ár. Inman fær sent bréf frá lögmanni FunnyJunk sem krefjast þess að hann borgi $20.000 í skaðabætur fyrir skemma orðspor FunnyJunk á netinu (eins og svona síður hafi orðspor sem er hægt að skemma ](*,) ). Eftir að hafa ráðfært sig við lögmanninn sinn ákveður Inman að hann nenni ekki svona veseni og í staðin fyrir að borga þeim $20.000 ætli hann að reyna að safna sömu upphæð, taka mynd af peningunum og gefa þá svo til styrktar góðra málefna og senda FunnyJunk svo myndina ásamt mynd sem hann hafði teiknað af "mömmu FunnyJunk" þar sem hún er að tæla björn. Hann safnaði $20.000 á rétt rúmum klukkutíma og í dag er söfnunin rétt að detta í $200.000.

Allt í góðu. Flestir myndu gefast upp þarna og sætta sig við að þú ert ekki að fara að ná neinu góðu útúr því að eltast við þetta. En ekki Charles Carreon. Fyrst, í viðtali við MSNBC, hótar hann því að reyna að stoppa söfnunina. Svo fullyrðir hann að hann hafi jafn mikinn tíma og orku og internetið og ákveður að kæra Inman, IndieGogo, aðilana sem áttu að taka við styrkjunum og fleiri.

Þetta er staðan í dag. Fullt af efni um þetta á netinu. Mjög gott að fylgjast t.d. með Popehat.com (hluti I, hluti II, hluti III og hluti IV). Líka eitthvað á Google+ hjá Inman.

Mér finnst þetta rosa áhugavert, hafið þið fylgst eitthvað með þessu?

Re: FunnyJunk/Carreon vs. The Oatmeal

Sent: Þri 19. Jún 2012 12:35
af DJOli
Ég hef fylgst aðeins með þessu, og mér þykir það alveg rosalega fyndið hvað eigandi funnyjunk telur sig vera í miklum rétti vegna frekjustæla.

Og það að ætla að kæra Indiegogo, sem og krabbameinssamtökin sem eiga að taka við peningunum sem fólk hefur góðfúslega safnað. Piff.

Re: FunnyJunk/Carreon vs. The Oatmeal

Sent: Þri 19. Jún 2012 13:12
af natti
DJOli skrifaði:Ég hef fylgst aðeins með þessu, og mér þykir það alveg rosalega fyndið hvað eigandi funnyjunk telur sig vera í miklum rétti vegna frekjustæla.


Nei veistu, það er ekki fyndið.
Nokkrir af vinsælli leikjum á bæði facebook og í iPhone/Android byrjuðu þannig að "höfundur"(fyrirtækið sem framleiðir leikina) basically bjó til alveg eins leik eins og einhver annar hafði þegar gert (svo gott sem copy-paste), og kærir svo höfund upprunalega leiksins fyrir að stela sínum leik.
Sorglega við þetta er að það hafa ekki allir burði eða getu í að standa í málaferlum, og hafa því orðið undir.

Menn hafa líka farið í stríð með DMCA takedown notices. T.d. veit ég um "hobby" heimasíðu (#1) sem var með fjarstýrðar þyrlur og whatnot, önnur "hobby" heimasíða (#2) kóperaði fullt af myndum og efni frá #1, fékk svo í gegn "DMCA takedown notice" á þeim forsendum að #1 væri að stela efni frá #2, sent á hýsingaraðila #1 þannig að fyrri hobbysíðan (þar sem efnið var originally á) var tekin út af hýsingaraðila.
Ábyrgðarmaður þeirrar síðu þurfti síðan að standa í þvílíku veseni við að fá síðuna sína aftur online.
Gaurinn bakvið seinni (#2) síðuna lék þenna leik nokkrum sinnum áðuren það var stoppað hjá honum að hann gæti ekki gert þetta oftar og hann í kjölfarið kærður fyrir misnotkun á DMCA. (Svo veit ég að vísu ekkert hvernig það fór...)

Point being: Það er enganveginn sjálfgefið að sá sem "er í rétti" standi uppi sem sigurvegari í svona málum.

Re: FunnyJunk/Carreon vs. The Oatmeal

Sent: Þri 19. Jún 2012 13:20
af capteinninn
Hlýtur að vera hægt að sýna fram á að myndirnar voru settar á netið á oatmeal á undan funnyjunk

Re: FunnyJunk/Carreon vs. The Oatmeal

Sent: Þri 19. Jún 2012 13:26
af dori
hannesstef skrifaði:Hlýtur að vera hægt að sýna fram á að myndirnar voru settar á netið á oatmeal á undan funnyjunk

Í þessu tilfelli er The Oatmeal í rosalega góðum málum með bæði almenningsálit og lögin (að mér skilst) á bak við sig. Það þarf samt ekkert að vera í tilfellum eins og því sem natti bendir á þar sem við erum að tala um síðu sem er kannski með 200 manna lesendahóp og svo gott sem ekkert indexuð/archiveuð af google/way back machine og slíkum stofnunum.

Re: FunnyJunk/Carreon vs. The Oatmeal

Sent: Þri 19. Jún 2012 14:33
af capteinninn
dori skrifaði:
hannesstef skrifaði:Hlýtur að vera hægt að sýna fram á að myndirnar voru settar á netið á oatmeal á undan funnyjunk

Í þessu tilfelli er The Oatmeal í rosalega góðum málum með bæði almenningsálit og lögin (að mér skilst) á bak við sig. Það þarf samt ekkert að vera í tilfellum eins og því sem natti bendir á þar sem við erum að tala um síðu sem er kannski með 200 manna lesendahóp og svo gott sem ekkert indexuð/archiveuð af google/way back machine og slíkum stofnunum.


Oatmeal, 200 manns að skoða síðuna? Really?

Alexa stats um Oatmeal
Alexa stats um Funnyjunk

Re: FunnyJunk/Carreon vs. The Oatmeal

Sent: Þri 19. Jún 2012 14:35
af dori
hannesstef skrifaði:
dori skrifaði:
hannesstef skrifaði:Hlýtur að vera hægt að sýna fram á að myndirnar voru settar á netið á oatmeal á undan funnyjunk

Í þessu tilfelli er The Oatmeal í rosalega góðum málum með bæði almenningsálit og lögin (að mér skilst) á bak við sig. Það þarf samt ekkert að vera í tilfellum eins og því sem natti bendir á þar sem við erum að tala um síðu sem er kannski með 200 manna lesendahóp og svo gott sem ekkert indexuð/archiveuð af google/way back machine og slíkum stofnunum.


Oatmeal, 200 manns að skoða síðuna? Really?

Alexa stats um Oatmeal
Alexa stats um Funnyjunk

Ég sagði í tilfellum eins og því sem natti bendir á
natti skrifaði:T.d. veit ég um "hobby" heimasíðu (#1) sem var með fjarstýrðar þyrlur og whatnot, önnur "hobby" heimasíða (#2) kóperaði fullt af myndum og efni frá #1, fékk svo í gegn "DMCA takedown notice" á þeim forsendum að #1 væri að stela efni frá #2, sent á hýsingaraðila #1 þannig að fyrri hobbysíðan (þar sem efnið var originally á) var tekin út af hýsingaraðila.
Ábyrgðarmaður þeirrar síðu þurfti síðan að standa í þvílíku veseni við að fá síðuna sína aftur online.
Gaurinn bakvið seinni (#2) síðuna lék þenna leik nokkrum sinnum áðuren það var stoppað hjá honum að hann gæti ekki gert þetta oftar og hann í kjölfarið kærður fyrir misnotkun á DMCA. (Svo veit ég að vísu ekkert hvernig það fór...)

Re: FunnyJunk/Carreon vs. The Oatmeal

Sent: Þri 19. Jún 2012 14:48
af capteinninn
dori skrifaði:
hannesstef skrifaði:
dori skrifaði:
hannesstef skrifaði:Hlýtur að vera hægt að sýna fram á að myndirnar voru settar á netið á oatmeal á undan funnyjunk

Í þessu tilfelli er The Oatmeal í rosalega góðum málum með bæði almenningsálit og lögin (að mér skilst) á bak við sig. Það þarf samt ekkert að vera í tilfellum eins og því sem natti bendir á þar sem við erum að tala um síðu sem er kannski með 200 manna lesendahóp og svo gott sem ekkert indexuð/archiveuð af google/way back machine og slíkum stofnunum.


Oatmeal, 200 manns að skoða síðuna? Really?

Alexa stats um Oatmeal
Alexa stats um Funnyjunk

Ég sagði í tilfellum eins og því sem natti bendir á
natti skrifaði:T.d. veit ég um "hobby" heimasíðu (#1) sem var með fjarstýrðar þyrlur og whatnot, önnur "hobby" heimasíða (#2) kóperaði fullt af myndum og efni frá #1, fékk svo í gegn "DMCA takedown notice" á þeim forsendum að #1 væri að stela efni frá #2, sent á hýsingaraðila #1 þannig að fyrri hobbysíðan (þar sem efnið var originally á) var tekin út af hýsingaraðila.
Ábyrgðarmaður þeirrar síðu þurfti síðan að standa í þvílíku veseni við að fá síðuna sína aftur online.
Gaurinn bakvið seinni (#2) síðuna lék þenna leik nokkrum sinnum áðuren það var stoppað hjá honum að hann gæti ekki gert þetta oftar og hann í kjölfarið kærður fyrir misnotkun á DMCA. (Svo veit ég að vísu ekkert hvernig það fór...)


Mjög rétt hjá þér

Obligatory lawyer joke