Hargo skrifaði:Fókus á miðbæinn, hugmyndabrainstorm um einhver nöfn á túnum og reglur um flokkun á rusli. Allt voða skemmtilegt en mikilvægu málin falla aftar í röðinni.
Innan skamms verður bannað að keyra Laugaveginn á bensínbílum, einungis metan og rafmagnsbílar sem munu mega keyra hann.
Fókus á miðbæinn er rökrétt, því þar kemur fólk saman, t.d. í dag 17. júni. Þangað koma líka öruggegla 99% túrista sem koma til landsins, svo auðvitað verður fókusinn að vera þar. Ég er ekki að segja að það eigi að láta hin hverfin vera, enda er t.d. gott átak í gangi í Breiðholti, sem ég er mjög ánægður með.
Mikilvægu málin falla aftar? Ertu búinn að fylgjast með dagskránni niðri í borgarstjórn? Hér eru umræðuefnin 5. júní t.d.
D a g s k r á
á fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur þriðjudaginn 5. júní 2012
í Ráðhúsi Reykjavíkur, kl. 14.00
1. Tillaga að atvinnustefnu Reykjavíkur
2. Umræða um aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum
3. Kosning fulltrúa í menningar- og ferðamálaráð
4. Fundargerð borgarráðs frá 24. maí
Fundargerð borgarráðs frá 31. maí
- 21. liður; breytingar á samþykkt fyrir Listasafn Reykjavíkur
5. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 25. maí
Fundargerð menningar- og ferðamálaráð frá 14. maí
Fundargerðir skipulagsráðs frá 23. og 30. maí
Fundargerðir skóla- og frístundaráðs frá 23. og 30. maí
Fundargerð umhverfis- og samgönguráðs frá 25. maí
Fundargerð velferðarráðs frá 30. maí
Hargo skrifaði:Ég er allavega ekki hrifinn af svona vinnubrögðum, að skylda fólk til að flokka ruslið sitt og ráða svo tvo menn í fullu starfi við að gramsa í ruslinu og ganga úr skugga um að allir fylgi reglunum. Mun betra að höfða til þess á annan máta. Eru þá allir skikkaðir til þess að borga fyrir bláu tunnurnar? Er þetta ekki bara gert til að fá meiri leigutekjur af þessum bláu tunnum? Þetta er bara leið til að setja auka gjöld á fólk og afla tekna fyrir borgina án þess að hækka útsvar, þá er þetta falið í svona "grænni" stefnu sem flestir þora lítið að setja út á þar sem hún er hipp og kúl og góð fyrir umhverfið. Svo þegar kemur að næstu kosningum þá hrósa þeir sér fyrir að hafa ekki hækkað útsvarið...
Ég veit að Kópavogsbær eru nýlega búnir að skaffa öllum íbúum þessar bláu tunnur frítt.
Það er nú staðreynd að Reykjavík stendur verr en Kópavogsbær vegna orkuveitunnar. Það hvaða leið borgarstjórnin velur til að fá eitthvað í kassann er ekki mitt sérfag, en ég get ekki ýmindað mér þægilegri og skynsamlegri leið en innleiðingu flokkunar á rusli. Er reyndar sammála því að það að fara að gramsa í rusli hjá fólki væri fáránlegt, en það er svo sem allt í lagi að líta í tunnur svo lengi sem t.d. að ruslapokar verði ekki opnaðir. Ef það eru augljóslega 5 pizzakassar, sem er væntanlega í bága við þessa umhverfisstefnu, fyndist mér svosem í lagi að benda fólki á það.
Ef allir myndu t.d. flokka bylgjupappír væri hægt að græða seðla á því, með endurvinnslu.
GuðjónR skrifaði:
Á sama tíma fjölgum við "grænum" brennisteinsspúandi jarðvarmavirkjunum og setjum hvert heimsmetið á fætur öðru í fjölda mengandi verksmiðja...
Hah, þú hljómar eins og gamall bitur kall. Ef þú horfir á heildarmyndina, þeas. allan hnöttinn, þá erum við að menga töluvert minna en kola- og kjarnorkuverksmiðjur úti í heimi. Þetta ál verður framleitt, því það vantar ál, og það mengar töluvert minna að framleiða það hér en úti í heimi. Græna orkan er engin markaðssetningarbrella stjórnvalda, þetta er satt. Svo er alltaf verið að bæta tæknina í þessum jarðvarmavirkjunum, og þær menga minna með tímanum. Auðvitað menga þær, en ekkert í líkingu við hinar.