Er ritskoðun í gangi?
Sent: Fim 14. Jún 2012 04:04
Sælt veri fólkið, ég tók eftir stuttu eftir miðnætti ég komst hvorki inn á thepiratebay né eztv. Fyrst hélt ég að þetta væri tímabundinn niðurtími hjá þessum síðum en eftir að hafa ráðfært mig við isitdownornot þá virtust síðurnar vera uppi, bara ekki fyrir mig. Eftir að hafa prufað Chrome og Firefox og hvorugur virkaði þá ákvað ég að prufa Tor, viti menn, allt virkar fínt. Ákvað að prufa VPN og viti menn aftur, báðar síður virka vel en um leið og ég aftengist VPN þá vilja þær ekki hlaðast upp. Er ég með paranoiju eða virkar þetta eins og það sé búið að blocka síðurnar frá mínum þjónustuaðila(Síminn).