Ég hef aðeins verið með opin augun fyrir nýu korti handa guttanum þótt 8800 hafi nú alveg staðið sig ágætlega hjá honum.
Var á ferðinni í dag og ákvað aðeins að reka nefið inn í aðal "dótabúðina" mína
Þar var fyrir maður í minnispælingum sem tók þá skyndiákvörðun að splæsa í kort fyrir sinn gutta!
Þannig að í einhverri rælni spurði ég hvort ég ætti ekki að losa hann við gamla gripinn fyrir sanngjarn verð, sem hann var alveg til í.
Þannig að í kvöld er ég með skælbrosandi gutta við hliðina á mér enda gripurinn komin í og allt farið að rúlla.
Nú er bara spurningin hvort að Klemmi heimtar af mér bjór í umsýslugjald
Skondin tilviljun
-
Höfundur - spjallið.is
- Póstar: 418
- Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
- Reputation: 42
- Staðsetning: Nokkuð góð!
- Staða: Ótengdur
Skondin tilviljun
Gigabyte Z790 Aorus Master | I9 14900K | Corsair Vengeance 64GB | Asus TUF 3080 OC | Samsung 990 Pro | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15
-
- Tölvuskreytingameistari
- Póstar: 3942
- Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
- Reputation: 0
- Staðsetning: Siglufjörður
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Skondin tilviljun
Sé ekki hvort það stendur 460 eða 480 sem eru reyndar bæði góð kort og EVGA í þokkabót, ekki verra Til hamingju með þetta...
Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com
Re: Skondin tilviljun
AciD_RaiN skrifaði:Sé ekki hvort það stendur 460 eða 480 sem eru reyndar bæði góð kort og EVGA í þokkabót, ekki verra Til hamingju með þetta...
Nafnið á myndinni og kælingin koma upp um þetta sem GTX 460 kort, sem eru einhver skemmtilegustu kort sem komið hafa á markað
En já Zorglub, leiðinlegt að hafa ekki hitt á þig í dag, heyrði samt að það hefði verið skemmtileg saga á bakvið þetta hjá þeim sem seldi þér kortið, hann hafði komið fyrr í dag að kaupa GTX570 handa stráknum sínum fyrir að fá yfir 7.5 í meðaleinkunn í skólanum Ákvað svo að bæta við vinnsluminni líka
Eða hvort það var öfugt.... svona kom sagan til mín
-
Höfundur - spjallið.is
- Póstar: 418
- Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
- Reputation: 42
- Staðsetning: Nokkuð góð!
- Staða: Ótengdur
Re: Skondin tilviljun
He he, 480 hefði kannski verið full hraustleg fyrir guttann
En að sama skapi er gott að halda vélinni hans þokkalegri, er alveg laus við allt suð um Playstation eða aðrar leikjatölvur
En já það er langt síðan maður hefur hitt á þig bak við borðið Klemmi, maður þarf að fara að hnýsast í vaktaplanið hjá þér
En að sama skapi er gott að halda vélinni hans þokkalegri, er alveg laus við allt suð um Playstation eða aðrar leikjatölvur
En já það er langt síðan maður hefur hitt á þig bak við borðið Klemmi, maður þarf að fara að hnýsast í vaktaplanið hjá þér
Gigabyte Z790 Aorus Master | I9 14900K | Corsair Vengeance 64GB | Asus TUF 3080 OC | Samsung 990 Pro | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15
-
- Kóngur
- Póstar: 6372
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 455
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Skondin tilviljun
úr 8800 í 480 er bara skrambi góð uppfærsla
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow