CurlyWurly skrifaði:Sælir, titillinn segir sig nokkurnveginn sjálfur, langar að fá að vita hvort tölvubúðir í dag séu tilbúnar til þess að veita staðgreiðsluafslátt fyrir vörur að verðmæti c.a. 85 þúsund.
Ég smíðaði mér tölvu fyrir jólin 2011 og hlutir eru mis dýrir í tölvubúðum þannig að ég prófaði að hringja í þær verslanir sem ég versla við (att, tölvutækni, tölvuvirkni og kísildal) og spurði hvort ég gæti ekki fengið
smá afslátt / staðgreiðslu afslátt ef ég verslaði allt á einum stað til að spara mér að rúnta útum allan bæ og kaupa 1 hlut hér og þar, þar sem allt í allt munaði þetta einhverjum 20.000 kalli af íhlutum sem kostuðu vel yfir 200 þúsund kallinn.
En þá fékk ég það svar hjá öllum verslunum að það er svo mikið samkeppni að það sé erfitt að kýla verðið niður með afslætti vegna þess að vörurnar eru yfirleitt flest allar á botnverðum (en ekki allar vörur) þannig að nei.
En það sakar ekki að hringja og spurja, kanski að einhver búð veitir þér einhvern afslátt, ég var amk ekki svo heppinn