Síða 1 af 1

Hægt að fá staðgreiðsluafslátt?

Sent: Fim 07. Jún 2012 22:43
af CurlyWurly
Sælir, titillinn segir sig nokkurnveginn sjálfur, langar að fá að vita hvort tölvubúðir í dag séu tilbúnar til þess að veita staðgreiðsluafslátt fyrir vörur að verðmæti c.a. 85 þúsund.

Re: Hægt að fá staðgreiðsluafslátt?

Sent: Fim 07. Jún 2012 23:42
af astro
CurlyWurly skrifaði:Sælir, titillinn segir sig nokkurnveginn sjálfur, langar að fá að vita hvort tölvubúðir í dag séu tilbúnar til þess að veita staðgreiðsluafslátt fyrir vörur að verðmæti c.a. 85 þúsund.


Ég smíðaði mér tölvu fyrir jólin 2011 og hlutir eru mis dýrir í tölvubúðum þannig að ég prófaði að hringja í þær verslanir sem ég versla við (att, tölvutækni, tölvuvirkni og kísildal) og spurði hvort ég gæti ekki fengið
smá afslátt / staðgreiðslu afslátt ef ég verslaði allt á einum stað til að spara mér að rúnta útum allan bæ og kaupa 1 hlut hér og þar, þar sem allt í allt munaði þetta einhverjum 20.000 kalli af íhlutum sem kostuðu vel yfir 200 þúsund kallinn.

En þá fékk ég það svar hjá öllum verslunum að það er svo mikið samkeppni að það sé erfitt að kýla verðið niður með afslætti vegna þess að vörurnar eru yfirleitt flest allar á botnverðum (en ekki allar vörur) þannig að nei.

En það sakar ekki að hringja og spurja, kanski að einhver búð veitir þér einhvern afslátt, ég var amk ekki svo heppinn :)

Re: Hægt að fá staðgreiðsluafslátt?

Sent: Fim 07. Jún 2012 23:50
af DJOli
Ég er búinn að panta hjá att fyrir hátt í 600.000 síðan í nóvember 2010 en fæ samt ekki afslátt.
Kvarta samt ekkert (það mikið).

Re: Hægt að fá staðgreiðsluafslátt?

Sent: Fös 08. Jún 2012 00:09
af Klemmi
Og þetta er því miður engin lygi, menn verða einnig að horfa til þess að mest samkeppni er með vinsælustu hlutina og því eru enn minni líkur á að einhver sveigjanleiki sé á afslætti ef þú ert að leita að þessum "venjulega" pakka, þ.e.a.s. best price/performance.

Ótrúlega leiðinlegt að geta oft ekki gefið neinn afslátt til traustra og góðra viðskiptavina og enn leiðinlegra viðmótið sem maður fær stundum þegar maður segir að enginn sveigjanleiki sé á afslætti, lendi oft í því að fólk rengji það og haldi að ég sé að ljúga að því/reyna að vera leiðinlegur :(

En eins og bent hefur verið á, þá sakar aldrei að spyrja, í versta falli færðu nei ;)

Re: Hægt að fá staðgreiðsluafslátt?

Sent: Fös 08. Jún 2012 00:20
af zedro
CurlyWurly skrifaði:Sælir, titillinn segir sig nokkurnveginn sjálfur, langar að fá að vita hvort tölvubúðir í dag séu tilbúnar til þess að veita staðgreiðsluafslátt fyrir vörur að verðmæti c.a. 85 þúsund.

Án þess að vera leiðinlegur þá er 85k titlinagskítur :P

Þegar ég verslaði mér vél í góðærinu þá þurfti ég að versla 2 tölvutilboð (allur pakkinn) og megnið af einum turn.
Þá fékk ég fínan 15% afslátt. :thumbsd En tölvubúðir nú til dags eru með frekar lágt álag þannig ef þú ert ekki
með einhvern risa pakka þá tel ég litlar líkur á "staðgreiðsluafslætti".

Re: Hægt að fá staðgreiðsluafslátt?

Sent: Fös 08. Jún 2012 00:23
af Gúrú
Ef að það er hægt að fá staðgreiðsluafslátt á 85 000 króna kaupum þá ertu að versla á vitlausum stað. :)

Re: Hægt að fá staðgreiðsluafslátt?

Sent: Fös 08. Jún 2012 00:33
af CurlyWurly
Jæja, takk fyrir öll svörin :) er að fara að setja saman turn sem er líklega svona c.a. 140 þús virði en er kominn með part af honum og á eftir að kaupa restina, sem er c.a. 85 þúsund.

Re: Hægt að fá staðgreiðsluafslátt?

Sent: Fös 08. Jún 2012 09:36
af dori
Mér finnst þetta samt mjög jákvætt. Ef það er ekki hægt að fleygja afslætti hingað og þangað þá hlýtur það bara að þýða að allir eru að fá hlutina á sanngjörnu verði. Þetta er eitthvað sem fleiri fyrirtæki mættu tileinka sér..

Re: Hægt að fá staðgreiðsluafslátt?

Sent: Fös 08. Jún 2012 09:50
af GuðjónR
dori skrifaði:Mér finnst þetta samt mjög jákvætt. Ef það er ekki hægt að fleygja afslætti hingað og þangað þá hlýtur það bara að þýða að allir eru að fá hlutina á sanngjörnu verði. Þetta er eitthvað sem fleiri fyrirtæki mættu tileinka sér..


Húsasmiðjan og BYKO voru eitthvað að misskilja þetta, þeir hækkuðu verðin hjá sér um 3-400% og felldu niður alla afslætti.
Allt til hagsbóta fyrir viðpskiptavininn.

Re: Hægt að fá staðgreiðsluafslátt?

Sent: Fös 08. Jún 2012 09:58
af dori
GuðjónR skrifaði:
dori skrifaði:Mér finnst þetta samt mjög jákvætt. Ef það er ekki hægt að fleygja afslætti hingað og þangað þá hlýtur það bara að þýða að allir eru að fá hlutina á sanngjörnu verði. Þetta er eitthvað sem fleiri fyrirtæki mættu tileinka sér..


Húsasmiðjan og BYKO voru eitthvað að misskilja þetta, þeir hækkuðu verðin hjá sér um 3-400% og felldu niður alla afslætti.
Allt til hagsbóta fyrir viðpskiptavininn.

Og svo urra þeir þegar allir fara í Bauhaus?