Ökumat

Allt utan efnis

Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Ökumat

Pósturaf capteinninn » Fim 07. Jún 2012 13:10

http://www.visir.is/kona-a-attraedisald ... 2120609250

Ég vill ekki hljóma kaldlyndur eða neitt og ég veit að þetta er mikið sjálfstæði sem fólk hefur þegar það er með bílpróf en er ekki kominn tími á að láta fólk fara í ökumat þegar það er komið á ákveðinn aldur?

Er búinn að pæla í þessu og ég sé ekkert á móti því að þegar maður verður t.d. 60-65-70-72-74 og svo framvegis, ökumat á tveggja ára fresti kostar ekkert mikið og þannig gæti maður verið öruggur með að svona hlutir gerast ekki.

Veit að þessi aldurshópur keyrir að mestu leyti á öruggan hátt en þessir nokkru inn á milli gætu verið í hættu.

Veit að einn í fjölskyldunni minni var orðinn nokkuð gamall og farinn að sjá frekar illa og hann ákvað bara sjálfur að hætta að keyra, hann hefði örugglega getað keyrt í nokkur ár í viðbót sem hefði getað orðið stórhættulegt.

Discuss



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Ökumat

Pósturaf dori » Fim 07. Jún 2012 13:18

Mín skoðun er sú að það eigi alls ekkert að vera alveg sjálfsagt að allir hafi bílpróf. Mér finnst að allir (líka þeir sem eru á aldrinum 25-60 ára) eigi að þurfa að fara á námskeið á kannski 5-10 ára fresti og ökumat í framhaldinu bara til að halda þessu fersku þar sem það er alveg fólk sem keyrir aldrei en er samt með bílpróf.

Að þú getir náð bílprófi 17 ára. Farið aldrei út að keyra nema bara til að standast þetta auma ökumat þegar þú ert ~18 ára en samt verið með bílpróf sem endist í 50 ár. Þá geturðu bara slakað á og sleppt því að keyra í 30-40 ár og farið svo út og verið eins og fífl í umferðinni... [-X



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Ökumat

Pósturaf ManiO » Fim 07. Jún 2012 13:26

Réttindi til aksturs eru ekki mannréttindi og því er ekkert að því að skikka fólk til þess að mæta í mat á hæfi þess.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."


Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Ökumat

Pósturaf Bjosep » Fim 07. Jún 2012 13:30

Bara alla í ökumat á 5-10 ára fresti og skriflegt bílpróf reglulega líka. Síðan má stytta tímann niður í 1-2 ár kannski þegar fólk er farið að nálgast sjötugt.

Þó svo að aldraðir ökumenn séu kannski ekki mikið að keyra á þá geta þeir valdið stórhættu stundum, sérstaklega þegar þeir teppa þjóðvegina á 50-70 km hraða í mikilli umferð. Eins veit þetta lið oft ekkert hvert það er að fara og getur því skapað hættu þannig.



Skjámynd

Jon1
Geek
Póstar: 843
Skráði sig: Sun 20. Jan 2008 04:25
Reputation: 15
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Ökumat

Pósturaf Jon1 » Fim 07. Jún 2012 14:58

ökumat já , en skriflegt bílpróf held ég ekki, ekki á venjulega fólksbíla


i7 6700k @ 4.0 GHz | Custom Loop Water Cooling| AsRock z170 extreme 6+ | G.skill trident z 16 GB DDR4 @ 3200 MHz | Gigabyte Aorus GTX 1080ti| Wallmount | BeQuiet Darkpower pro 850+ | Samsung 950 pro nvme m.2 512gb + Samsung SSD 850 evo 2.5'' 2x250GB SATA3|Acer X34a - BenQ G2450 24'' | W10 x64

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Ökumat

Pósturaf dori » Fim 07. Jún 2012 15:10

Jon1 skrifaði:ökumat já , en skriflegt bílpróf held ég ekki, ekki á venjulega fólksbíla

Af hverju ekki? Kannski meiri áhersla um hvernig á að takast á við einhverjar aðstæður sem koma ekki upp í hversdagsakstri en þarf samt að kunna. Það bætast við ný skilti reglulega, um að gera að fara yfir það. Þó svo að prófið sé ekkert rosalega ítarlegt þá getur basic upprifjun á þessu öllu haft mjög góð áhrif held ég.



Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Ökumat

Pósturaf jericho » Fim 07. Jún 2012 15:37

Sammála.

Bóklegt og skriflegt endurtekið á 5-10 ára fresti. Það hefðu ALLIR gott af því. Fólk myndi læra á nýju merkin og rifja upp nauðsynlegar umferðarreglur sem skilar sér aftur í öruggari akstri og færri slysum. Þetta er ekki flókið. Vissir þú t.d. að það er bannað að aka yfir heila hvíta línu? Ekki bara þegar maður er að taka fram úr á 1+1 vegi, heldur einnig þegar maður er að skipta um akrein (t.d. við fráreinar/aðreinar).

Það mætti líka kenna fólki aðeins um umferðarmenningu og það sem ekki er fjallað um í umferðarreglum, t.d. að halda sig hægra megin á akbrautinni til að hleypa hraðari umferð fram úr sér vinstra megin.

Ég hef ekki heyrt nein almennileg rök fyrir því hvers vegna það ætti ekki vera sniðugt að hafa bóklegt og skriflegt ökumat reglulega, nema auðvitað kostnaðurinn sem fylgir (sem sparast líklegast margfalt í færri slysum). Það væri gaman að rökræða það við einhvern sem er á hinni skoðuninni.



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Ökumat

Pósturaf Gúrú » Fim 07. Jún 2012 16:28

jericho skrifaði:Ég hef ekki heyrt nein almennileg rök fyrir því hvers vegna það ætti ekki vera sniðugt að hafa bóklegt og skriflegt ökumat reglulega, nema auðvitað kostnaðurinn sem fylgir (sem sparast líklegast margfalt í færri slysum). Það væri gaman að rökræða það við einhvern sem er á hinni skoðuninni.


Fáránlega mikið umstang, kostnaður og álag á kerfið að láta alla fara í skriflegt og bóklegt ökumat svo oft sem að skilar sér ekki endilega, hvað þá í margfalt færri slysum.


Modus ponens

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Ökumat

Pósturaf appel » Fim 07. Jún 2012 16:36

jericho skrifaði:Sammála.

Bóklegt og skriflegt endurtekið á 5-10 ára fresti. Það hefðu ALLIR gott af því. Fólk myndi læra á nýju merkin og rifja upp nauðsynlegar umferðarreglur sem skilar sér aftur í öruggari akstri og færri slysum. Þetta er ekki flókið. Vissir þú t.d. að það er bannað að aka yfir heila hvíta línu? Ekki bara þegar maður er að taka fram úr á 1+1 vegi, heldur einnig þegar maður er að skipta um akrein (t.d. við fráreinar/aðreinar).

Það mætti líka kenna fólki aðeins um umferðarmenningu og það sem ekki er fjallað um í umferðarreglum, t.d. að halda sig hægra megin á akbrautinni til að hleypa hraðari umferð fram úr sér vinstra megin.

Ég hef ekki heyrt nein almennileg rök fyrir því hvers vegna það ætti ekki vera sniðugt að hafa bóklegt og skriflegt ökumat reglulega, nema auðvitað kostnaðurinn sem fylgir (sem sparast líklegast margfalt í færri slysum). Það væri gaman að rökræða það við einhvern sem er á hinni skoðuninni.


Held að fæst slysanna megi rekja til þess að menn kunni ekki umferðarreglurnar. T.d. með hraðaakstur. Það er enginn að segja mér að fólk kunni ekki reglurnar sem banna að keyra hraðar en hámarkshraða.

En ætlarðu að taka 250 þúsund manns í skriflegt próf á 5 ára fresti? Doldil bjartsýni. Þú þarft massívt apparat til að sjá um það, þúsund starfsmenn, og jú starfsstöðvar um allt land. Þetta myndi kosta einsog hálft menntakerfið í rekstri. Og allt það fyrir mjög óljósan tilgang og árangur sem skiptir svo kannski ekki neinu máli.

Hljómar samt vel. Verst er að mikið af því sem hljómar vel er bara ekki raunsætt.


*-*

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Ökumat

Pósturaf dori » Fim 07. Jún 2012 16:47

appel skrifaði:Held að fæst slysanna megi rekja til þess að menn kunni ekki umferðarreglurnar. T.d. með hraðaakstur. Það er enginn að segja mér að fólk kunni ekki reglurnar sem banna að keyra hraðar en hámarkshraða.

En ætlarðu að taka 250 þúsund manns í skriflegt próf á 5 ára fresti? Doldil bjartsýni. Þú þarft massívt apparat til að sjá um það, þúsund starfsmenn, og jú starfsstöðvar um allt land. Þetta myndi kosta einsog hálft menntakerfið í rekstri. Og allt það fyrir mjög óljósan tilgang og árangur sem skiptir svo kannski ekki neinu máli.

Hljómar samt vel. Verst er að mikið af því sem hljómar vel er bara ekki raunsætt.

Segjum að þetta sé á 10 ára fresti. Jafnvel 15 ára fresti. Ég veit ekki hversu margir eru með ökuréttindi í dag en ef við miðum við 250 þúsund (þín tala) þá værum við að tala um kannski max 30 þúsund sem þyrftu að endurnýja réttindin sín árlega. Þetta yrði auðvitað kostað af þeim sem vilja keyra. Það er ekki neitt að borga 15 þúsund kall á 10 ára fresti fyrir að fá að keyra.

Mér finnst það bara hljóma rosalega vel. Miklu sniðugra en að þú farir á nokkur námskeið og getur orðið löglegur á götunni næstu 50 ár.



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Ökumat

Pósturaf ManiO » Fim 07. Jún 2012 16:54

appel skrifaði:
jericho skrifaði:Sammála.

Bóklegt og skriflegt endurtekið á 5-10 ára fresti. Það hefðu ALLIR gott af því. Fólk myndi læra á nýju merkin og rifja upp nauðsynlegar umferðarreglur sem skilar sér aftur í öruggari akstri og færri slysum. Þetta er ekki flókið. Vissir þú t.d. að það er bannað að aka yfir heila hvíta línu? Ekki bara þegar maður er að taka fram úr á 1+1 vegi, heldur einnig þegar maður er að skipta um akrein (t.d. við fráreinar/aðreinar).

Það mætti líka kenna fólki aðeins um umferðarmenningu og það sem ekki er fjallað um í umferðarreglum, t.d. að halda sig hægra megin á akbrautinni til að hleypa hraðari umferð fram úr sér vinstra megin.

Ég hef ekki heyrt nein almennileg rök fyrir því hvers vegna það ætti ekki vera sniðugt að hafa bóklegt og skriflegt ökumat reglulega, nema auðvitað kostnaðurinn sem fylgir (sem sparast líklegast margfalt í færri slysum). Það væri gaman að rökræða það við einhvern sem er á hinni skoðuninni.


Held að fæst slysanna megi rekja til þess að menn kunni ekki umferðarreglurnar. T.d. með hraðaakstur. Það er enginn að segja mér að fólk kunni ekki reglurnar sem banna að keyra hraðar en hámarkshraða.

En ætlarðu að taka 250 þúsund manns í skriflegt próf á 5 ára fresti? Doldil bjartsýni. Þú þarft massívt apparat til að sjá um það, þúsund starfsmenn, og jú starfsstöðvar um allt land. Þetta myndi kosta einsog hálft menntakerfið í rekstri. Og allt það fyrir mjög óljósan tilgang og árangur sem skiptir svo kannski ekki neinu máli.

Hljómar samt vel. Verst er að mikið af því sem hljómar vel er bara ekki raunsætt.


Hefur ekki alltaf verið talað um að mesti kostnaðurinn þegar að kemur að bílslysum á Íslandi þá er langefst aftanákeyrslur?


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,

wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."


Orri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 925
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 133
Staða: Ótengdur

Re: Ökumat

Pósturaf Orri » Fim 07. Jún 2012 17:10

Það þarf að gera ökunámið til að byrja með mun lengra og nákvæmara, eins og t.d. í Finnlandi.
Fleiri ökutíma og fleiri verkleg námskeið líkt og Ökuskóli 3.
Gera ökunámið þannig að þetta sé ekki lengur bara ekkert mál.
Þannig myndi fólki sem tekur ökupróf en keyrir aldrei fækka rosalega.

Einnig þarf að leggja mun meiri áherslu á tillitssemi í umferðinni og kenna fólki á notkun stefnuljósa, sérstaklega í hringtorgum! (það þarf reyndar að kenna fólki bara almennt betur á hringtorg)
Það eru alltof margir sem taka t.d. allt hringtorgið á ytri akrein, þar af leiðandi svínar það á alla umferðina á innri akrein sem á að hafa forgang útúr hringtorginu.

Almennt notar fólk hér á landi stefnuljós alltof lítið eða aldrei, sem og fólk notar þau oft mjög vitlaust (eins og að gefa stefnuljós þegar það beygir inní hringtorg).
Svo er líka fólk sem notar stefnuljós þegar það byrjar að beygja, en það er einfaldlega vitlaust, því fólkið í kring sér alveg að þú ert beygja þótt þú sért með stefnuljós eður ei.
Maður á að láta stefnuljósið á 5 sekúndum áður en maður beygir, til að láta fólkið í kring vita að maður er að fara að beygja.
Ég man þegar ég var útí Þýskalandi með fjölskyldunni þá gleymdi pabbi einusinni að setja stefnuljós á þegar hann var að skipta um akrein og 3 bílar í kringum okkur flautuðu á okkur útaf því.

Einnig þarf að leggja meiri áherslu á að halda sig á hægri akrein þegar fleiri en ein akrein er í boði, en akreinarnar til vinstri eru aðeins fyrir framúrakstur eða ef þú ætlar þér að beygja til vinstri á næstu gatnamótum, vera ekki minna en þremur bíllengdum fyrir aftan næsta bíl á ferð o.s.fv. o.s.fv...



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Ökumat

Pósturaf DJOli » Fim 07. Jún 2012 17:14

Já, ég er sammála þér Orri, þetta þyrfti að vera svo mun mun verklegra en það er, einnig þyrfti að kenna íslendingum að keyra á þessum þjóðvegum, sem og á malarvegum hvernig á að bregðast við og hvað er hægt að gera ef eitthvað kæmi fyrir, talandi þá um svæði á landinu þar sem ekki er enn komið á farsímasamband.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Skjámynd

Haxdal
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Lau 14. Apr 2007 18:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ökumat

Pósturaf Haxdal » Fim 07. Jún 2012 17:49

hvernig væri að kynna sér málið en farið er að væla..eldri borgarar fá nú þegar takmarkaða endurnýjun á ökuréttindum.

Endurnýjun ökuréttinda eldri borgara

Við 70 ára aldur þarf að endurnýja almenn ökuréttindi (B).
Framvísa þarf læknisvottorði og mynd.
Endurnýjun á Höfuðborgarsvæðinu á sér stað hjá:
Sýslumanninum í Kópavogi (Dalvegi 18, 201 Kópavogi. Afgreiðsla opin kl. 08:30-15:00),
Sýslumanninum í Hafnarfirði (Bæjarhrauni 18, 220 Hafnarfirði. Afgreiðsla opin kl. 08:30-15:00) og
annars staðar á landinu á skrifstofu viðkomandi sýslumanns.

Aldur umsækjanda gildistími
1 Hafi umsækjandi náð 70 ára aldri en ekki orðinn 71 árs 4 ár
2 Hafi umsækjandi náð 71 árs aldri en ekki orðinn 72 ára 3 ár
3 Hafi umsækjandi náð 72 ára aldri en ekki orðinn 80 ára 2 ár
4 Hafi umsækjandi náð 80 ára aldri 1 ár


Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Ökumat

Pósturaf dori » Fim 07. Jún 2012 17:55

Haxdal skrifaði:hvernig væri að kynna sér málið en farið er að væla..eldri borgarar fá nú þegar takmarkaða endurnýjun á ökuréttindum.

Endurnýjun ökuréttinda eldri borgara

Við 70 ára aldur þarf að endurnýja almenn ökuréttindi (B).
Framvísa þarf læknisvottorði og mynd.
Endurnýjun á Höfuðborgarsvæðinu á sér stað hjá:
Sýslumanninum í Kópavogi (Dalvegi 18, 201 Kópavogi. Afgreiðsla opin kl. 08:30-15:00),
Sýslumanninum í Hafnarfirði (Bæjarhrauni 18, 220 Hafnarfirði. Afgreiðsla opin kl. 08:30-15:00) og
annars staðar á landinu á skrifstofu viðkomandi sýslumanns.

Aldur umsækjanda gildistími
1 Hafi umsækjandi náð 70 ára aldri en ekki orðinn 71 árs 4 ár
2 Hafi umsækjandi náð 71 árs aldri en ekki orðinn 72 ára 3 ár
3 Hafi umsækjandi náð 72 ára aldri en ekki orðinn 80 ára 2 ár
4 Hafi umsækjandi náð 80 ára aldri 1 ár
Ég held að flestir sem hafa tjáð sig um þetta hafi átt við að þetta þyrfti að vera fyrir alla, ekki bara 70 ára og eldri. Svo er líka spurning um hversu mikið mál það er fyrir fólk að fá endurnýjun ökuréttinda. Er nóg að hafa "næga sjón" eða þarf að fara í gegnum eitthvað hæfnispróf?



Skjámynd

Haxdal
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Lau 14. Apr 2007 18:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ökumat

Pósturaf Haxdal » Fim 07. Jún 2012 17:57

dori skrifaði:
Haxdal skrifaði:hvernig væri að kynna sér málið en farið er að væla..eldri borgarar fá nú þegar takmarkaða endurnýjun á ökuréttindum.

*snip
Ég held að flestir sem hafa tjáð sig um þetta hafi átt við að þetta þyrfti að vera fyrir alla, ekki bara 70 ára og eldri. Svo er líka spurning um hversu mikið mál það er fyrir fólk að fá endurnýjun ökuréttinda. Er nóg að hafa "næga sjón" eða þarf að fara í gegnum eitthvað hæfnispróf?

OP var að tala um eldri borgara..


Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Ökumat

Pósturaf dori » Fim 07. Jún 2012 18:04

Haxdal skrifaði:OP var að tala um eldri borgara..
En bað menn svo um að ræða og umræðan þróaðist almennt í þessa átt að það þyrfti að gera þetta fyrir alla.

En núna veit ég það hreinlega ekki. Þegar eldri borgarar sækja um endurnýjun ökuréttinda þá þurfa þeir að fara í ökumat hjá ökukennara og sækja um ökuskírteini? Eða er nóg að sækja bara nýtt ökuskýrteini? Veit einhver hvernig ferlið er? Ég veit að ég ætti bara að leita en mér leiðist að lesa reglur.



Skjámynd

jonbk
Fiktari
Póstar: 91
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 21:52
Reputation: 0
Staðsetning: ég er týndur
Staða: Ótengdur

Re: Ökumat

Pósturaf jonbk » Fim 07. Jún 2012 18:10

hafa bara svona próf á netinu...

þar sem ég er sjálfur í ökunámi núna þá pirrar mig mest hvað fólk notar lítið stefnuljós(eða notar þau vitlaust), hringtorgin, ef maður er í ytri akrein og ætlar framhjá "útgangi" þá á maður að gefa stefnuljós inn í hringtorgið, og sérstaklega tillitsleysið gagnvart krökkum/fólki í ökunámi, fólk er alltof nálægt meira að segja ef maður er með græna ökuskiltið á bílnum og er t.d. stopp í brekku! hef líka lent í því að vera í erfiðri beyju, kemur ekki einhver gamall karl og flautar á mig og tekur framúr í beyjuni og drepur næstum sjálfan sig í leiðinni



Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Ökumat

Pósturaf jericho » Fim 07. Jún 2012 18:45

Gúrú skrifaði:Fáránlega mikið umstang, kostnaður og álag á kerfið að láta alla fara í skriflegt og bóklegt ökumat svo oft sem að skilar sér ekki endilega, hvað þá í margfalt færri slysum.


Ég skal viðurkenna það. Tók full djúpt á árinni. Afsakið.

Auðvitað er kostnaður, en ökumenn þyrftu auðvitað að greiða fyrir þetta. Mætti ekki bara stilla því þannig að kostnaðurinn yrði í lágmarki?

Mér finnst bara þetta svo eðlilegt. Maður veitir leyfi til að stjórna ökutæki, sem er stórkostleg ábyrgð og svo bara ekkert aftur kannað hvort maður sé hæfur að geta stjórnað því, fyrr en maður verður sjötugur, eða hvað það nú er. Í reglugerð um skotvopn, skotfæri o.fl. kemur fram: Gildistími skotvopnaleyfis skal vera 10 ár frá útgáfudegi. Er minni ábyrgð sett á herðar einhvers sem ekur ökutæki en þess sem má skjóta af byssu? Þarna er ég að bera saman epli og appelsínur (I know), en vonandi skiljið þið punktinn minn. Að mínu mati er ekki eðlilegt að veita svona ábyrgðarmikil réttindi sem ökuleyfið er, án þess að gera kröfu um endurnýjun leyfis.

That's my two cents.



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2350
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Reputation: 54
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Ökumat

Pósturaf Klaufi » Fim 07. Jún 2012 20:59

*Les þráðinn betur á eftir, las fyrsta innlegg og skimmaði, er í síma..*

Á Kanarí (Gran Canaria a.m.k.) er fáránlega strangt ökunám, tekur tvö ár minnir mig.

Svo er ökumat á tveggja ára fresti.

Ég hef aldrei elskað umferð jafnmikið og þar, alveg sama hversu fáránlega mikið chaos umferðin leit út fyrir að vera, bara þæginleg þegar þú varst hluti af henni.

Og þar fattar fólk tannhjólafræðina, þ.e.a.s. að allir hleypi einum..

B.t.w. Afi minn er rúmlega áttræður, ef hann er að fara eitthvað annað en innan hafnafjarðar, þá biður hann fólk um að skutla sér, hann veit að hann treystir sér ekki í það, og biður þess vegna um hjálp.

Kann virkilega að meta það að hann skuli sjálfur taka þessa ákvörðun, hann tekur þó alltaf bryggjurúnt og annað slíkt, en hann fer ekkert þar sem hann gæti orðið fyrir umferð eða þar sem hann treystir sér ekki.

Það versta er fólkið sem fattar ekki að það getur ekki keyrt sjálft..


Mynd

Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ökumat

Pósturaf natti » Fim 07. Jún 2012 21:16

jericho skrifaði:
Gúrú skrifaði:Fáránlega mikið umstang, kostnaður og álag á kerfið að láta alla fara í skriflegt og bóklegt ökumat svo oft sem að skilar sér ekki endilega, hvað þá í margfalt færri slysum.


Ég skal viðurkenna það. Tók full djúpt á árinni. Afsakið.

Auðvitað er kostnaður, en ökumenn þyrftu auðvitað að greiða fyrir þetta. Mætti ekki bara stilla því þannig að kostnaðurinn yrði í lágmarki?

Mér finnst bara þetta svo eðlilegt. Maður veitir leyfi til að stjórna ökutæki, sem er stórkostleg ábyrgð og svo bara ekkert aftur kannað hvort maður sé hæfur að geta stjórnað því, fyrr en maður verður sjötugur, eða hvað það nú er. Í reglugerð um skotvopn, skotfæri o.fl. kemur fram: Gildistími skotvopnaleyfis skal vera 10 ár frá útgáfudegi. Er minni ábyrgð sett á herðar einhvers sem ekur ökutæki en þess sem má skjóta af byssu? Þarna er ég að bera saman epli og appelsínur (I know), en vonandi skiljið þið punktinn minn. Að mínu mati er ekki eðlilegt að veita svona ábyrgðarmikil réttindi sem ökuleyfið er, án þess að gera kröfu um endurnýjun leyfis.

That's my two cents.


Hver ætlar að stilla því að kostnaðurinn yrði í lágmarki?
5 ár er líka stuttur tími.
Annars var nú í umræðunni fyrir ekki svo löngu ný lög sem átti að setja sem skylduðu atvinnubílstjóra að fara á námskeið á 5 eða 10 ára fresti, og það varð allt vitlaust út að því. (Nenni ekki að fletta upp hvernig sú saga endaði.)
Varðandi þennan samanburð við skotvopnaleyfið, þá er það nú eiginlega bara þannig að þú sækir um endurnýjun og færð hana nema þú hafir verið dæmdur fyrir morð í millitíðinni.

Orri skrifaði:Það þarf að gera ökunámið til að byrja með mun lengra og nákvæmara, eins og t.d. í Finnlandi.
Fleiri ökutíma og fleiri verkleg námskeið líkt og Ökuskóli 3.
Gera ökunámið þannig að þetta sé ekki lengur bara ekkert mál.
Þannig myndi fólki sem tekur ökupróf en keyrir aldrei fækka rosalega.

Það er búið að lengja ökunámið þónokkrum sinnum, er það að skila einhverju? Nibb.
Það EINA sem gerist með lengra ökunámi er að ökukennarar fá meiri pening í sinn vasa, og þurfa í mörgum tilfellum samt ekkert að auka við sig.
Afhverju segi ég þetta? Jú, því að ökukennarinn metur það sjálfur hvenær menn fara í próf, algjörlega óháð því hversu marga tíma viðkomandi hefur farið í.
Hann setur svo inn bogus færslur í bókina, og rukkar nemandann fyrir fullt gjald, og allir eru voðalega hamingjusamir.
Það er mjög algengt að heyra eftirfarandi setningu:
"Já ökukennarinn var svo ánægður með mig, og ég stóð mig svo vel, að ég þurfti bara að mæta í 4 tíma, og svo fór ég í próf, hann skrifaði bara upp á að ég hefði farið í alla tímana og ég þurfti að borga fyrir þá alla, en ég slepp þá við að eyða tíma í fullt af ökutímum."
Þetta eru áhrifin sem að lenging ökunáms hefur haft.

Þetta gerist jafnt í bæði ökunámi til bíls og ökunámi til mótorhjóls.

Það er vel hægt að bæta núverandi ökunám án þess að lengja það, með því að gera meiri kröfur.
Berið t.d. saman mótorhjólaprófið og bílprófið. Fyrir mótorhjólapróf þarftu að sýna fram á getu við að nauðbremsa og ýmislegt fleira. En í bílprófinu eru dæmi um að menn þurfi bara að keyra stuttan hring og svo búið (bílprófið mitt náði t.a.m. ekki einum kílómetri).


Mkay.

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Ökumat

Pósturaf KermitTheFrog » Fim 07. Jún 2012 21:32

Veit ekki betur en svo að við ákveðinn aldur þarf fólk að fara í árlegt ökumat.

Mig minnir alla vega sterklega að amma mín hafi þurft að fara árlega síðustu árin þar til hún hætti að keyra.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6793
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ökumat

Pósturaf Viktor » Fim 07. Jún 2012 23:20

Staðreyndin er nú einfaldlega sú að þessir 60-90 ára ökumenn keyra mun hægar og varlegar en hinir 17-60 ára. Þeir pirra kannski suma með seinagangi, en valda örugglega hlutfallslega mun færri slysum, tala nú ekki um banaslys, af völdum gáleysis.

Finnst frekar að það ætti að skoða ökumat og fræðslu fyrir 17-20 ára ökumenn. Til dæmis að láta menn sem hafa orðið fyrir þeim hremmingum að deyða vin/vini sína í bílslysum tala fyrir framan þennan hóp svo fólk hugsi sig allavega aðeins betur um áður en þeir taka bimmana úr skúrunum.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Ökumat

Pósturaf Bjosep » Fim 07. Jún 2012 23:24

natti skrifaði:
jericho skrifaði:
Gúrú skrifaði:...


...

...
Orri skrifaði:...

Það er búið að lengja ökunámið þónokkrum sinnum, er það að skila einhverju? Nibb.
Það EINA sem gerist með lengra ökunámi er að ökukennarar fá meiri pening í sinn vasa, og þurfa í mörgum tilfellum samt ekkert að auka við sig.
Afhverju segi ég þetta? Jú, því að ökukennarinn metur það sjálfur hvenær menn fara í próf, algjörlega óháð því hversu marga tíma viðkomandi hefur farið í.
Hann setur svo inn bogus færslur í bókina, og rukkar nemandann fyrir fullt gjald, og allir eru voðalega hamingjusamir.
Það er mjög algengt að heyra eftirfarandi setningu:
"Já ökukennarinn var svo ánægður með mig, og ég stóð mig svo vel, að ég þurfti bara að mæta í 4 tíma, og svo fór ég í próf, hann skrifaði bara upp á að ég hefði farið í alla tímana og ég þurfti að borga fyrir þá alla, en ég slepp þá við að eyða tíma í fullt af ökutímum."
Þetta eru áhrifin sem að lenging ökunáms hefur haft.

Þetta gerist jafnt í bæði ökunámi til bíls og ökunámi til mótorhjóls.

Það er vel hægt að bæta núverandi ökunám án þess að lengja það, með því að gera meiri kröfur.
Berið t.d. saman mótorhjólaprófið og bílprófið. Fyrir mótorhjólapróf þarftu að sýna fram á getu við að nauðbremsa og ýmislegt fleira. En í bílprófinu eru dæmi um að menn þurfi bara að keyra stuttan hring og svo búið (bílprófið mitt náði t.a.m. ekki einum kílómetri).


Hvenær tókst þú eiginlega bílpróf?

Ég tók bílpróf 2001 og þá var held ég tiltölulega nýlega búið að gera strangari kröfur bæði þannig að núna þurftu kennarar að láta nemendur taka alla tímana og eins minnir mig að lágmarkstímafjöldinn hafi verið lengdur úr 10 tímum í 16 (en það gæti reyndar verið misminni). Ég veit ekki um neinn sem hefur fengið skrifað upp á tíma sem hann ekki tók, hvorki fyrr né síðar. Það kann hinsvegar vel að vera að einhverjir ökukennarar geri þetta ennþá.

Hvað mótorhjólið varðar þá má svo sem horfa í gegnum fingur sér með það að menn taki færri tíma. Margir sem taka prófið eru hvort eð er hjólandi hægri vinstri alla daga. Maður þarf jú að sýna fram á hæfni sína í þrautabrautinni en akstur í umferðinni er náttúrulega eins að mestu og því hálfgerður tvíverknaður að vera að láta menn keyra í hringi í umferð ef þeir eru hvort eð er búnir að gera það á hverjum degi í áratug eða meira.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Ökumat

Pósturaf Gúrú » Fim 07. Jún 2012 23:26

Sallarólegur skrifaði:Staðreyndin er nú einfaldlega sú að þessir 60-90 ára ökumenn keyra mun hægar og varlegar en hinir 17-60 ára. Þeir pirra kannski suma með seinagangi, en valda örugglega hlutfallslega mun færri slysum, tala nú ekki um banaslys, af völdum gáleysis.


Ef við tökum út banaslys sem að eru einungis aldraður bílstjórinn (að velta á malarvegi eða eitthvað álíka)
gæti ég trúað því að 17-60 ára valdi svona 30-50 sinnum fleiri banaslysum en 60-90.

Það væri gaman að sjá tölfræðina á bakvið banaslys í umferðinni, veit einhver hvar þau eru? Er ekki að sjá þessa breytu nákvæmlega á Hagstofu Íslands.
Síðast breytt af Gúrú á Fim 07. Jún 2012 23:28, breytt samtals 1 sinni.


Modus ponens