Síða 1 af 1
Hvernig skal vinna góða app-hugmynd
Sent: Þri 05. Jún 2012 17:02
af vesi
Nú fékk vinkona mín góða hugmynd fyrir appi og langar að athuga með að fara með hana lengra, þ.e. hönnun,forritun, og markaðsetning, (eflaust fleirra sem ég er að gleima).. hvernig á hún að snúa sér í þessu??
bestu kveðjur vesi
Re: Hvernig skal vinna góða app-hugmynd
Sent: Þri 05. Jún 2012 17:10
af coldcut
ef þetta er virkilega góð hugmynd þá getur hún alltaf sent mér mail og sagt mér hver hugmyndin er...
Re: Hvernig skal vinna góða app-hugmynd
Sent: Þri 05. Jún 2012 17:11
af vesi
jááá,,, auðvitað,,
Re: Hvernig skal vinna góða app-hugmynd
Sent: Þri 05. Jún 2012 17:13
af dori
Ég held að það sé almennt rosalega erfitt að koma bara með hugmynd að appi og ætla að græða eitthvað á því ef þú getur ekki fylgt því eftir sjálfur. Það er svo dýrt að þróa svona að það er enginn að fara að gera þetta nema þeir fái mjög stórt hlutfall af gróðanum ef þett verður eitthvað eða einhverja lágmarkstryggingu og svo minna hlutfall að gróðanum.
Hugmynd er commodity, útfærslan er verðmætið.
EDIT: Hérna er
grein um þetta og svo...
Michael Dell skrifaði:Ideas are commodity. Execution of them is not.
Re: Hvernig skal vinna góða app-hugmynd
Sent: Þri 05. Jún 2012 23:00
af vesi
ok.. þá spyr ég hugsanlega eins og kjáni (ekki í fyrsta skipti) hvað getur eitt "app" t.d. íslandsbanka appið kostað frá A-Ö.
bara svo ég geri mér einhverja hugmynd um þetta ??
Re: Hvernig skal vinna góða app-hugmynd
Sent: Þri 05. Jún 2012 23:08
af coldcut
vesi skrifaði:ok.. þá spyr ég hugsanlega eins og kjáni (ekki í fyrsta skipti) hvað getur eitt "app" t.d. íslandsbanka appið kostað frá A-Ö.
bara svo ég geri mér einhverja hugmynd um þetta ??
Ég veit ekki hvað menn eru að taka í verktakagreiðslum. Ef ég væri sjálfur með hugmynd og ekki fær um að framkvæma hana sjálfur þá mundi ég auglýsa eftir freelance manni í þetta. En vertu búinn að átta þig vel á hvað það er sem appið á að gera og fá einhvern "óháðan" til að meta hvað þetta mundi taka langan tíma fyrir vanan mann.
Ef appið er flókið í forritun þá getur þetta hlaupið á nokkur hundruð þúsundum en þú gætir líka dottið í e-ð eins og 200þúsund eða jafnvel alveg niður í 100þúsund ef þetta er lítið mál og einhver er í sárri þörf fyrir peninga.
Re: Hvernig skal vinna góða app-hugmynd
Sent: Þri 05. Jún 2012 23:19
af capteinninn
Það var einhver í viðtali á stöð 2 fyrir nokkrum vikum síðan að tala um að gera svona apps, held hann hafi sagt fólki að hafa samband ef það hefði einhverjar hugmyndir.
Ég man samt ekkert hvað fyrirtækið hét eða maðurinn sjálfur því miður
Re: Hvernig skal vinna góða app-hugmynd
Sent: Mið 06. Jún 2012 07:55
af vesi
hvernig kemur maður þá í veg fyrir að aðilin "steli" hugmyndinni,,
þarf maður að fá einkaleifi eða þinglísingu..
Re: Hvernig skal vinna góða app-hugmynd
Sent: Mið 06. Jún 2012 08:49
af intenz
vesi skrifaði:hvernig kemur maður þá í veg fyrir að aðilin "steli" hugmyndinni,,
þarf maður að fá einkaleifi eða þinglísingu..
Gera bara skriflegan samning við aðilann.
Re: Hvernig skal vinna góða app-hugmynd
Sent: Mið 06. Jún 2012 09:24
af dori
vesi skrifaði:hvernig kemur maður þá í veg fyrir að aðilin "steli" hugmyndinni,,
þarf maður að fá einkaleifi eða þinglísingu..
Ef þú ert að tala við einhvern aðila með það í huga að fá hann í samstarf læturðu hann skrifa undir eitthvað NDA plagg geri ég ráð fyrir. Það er samt mýta að allir sem þú talar við muni stökkva til og stela hugmyndinni. Að öllum líkindum er það eina sem gerist að þú fattar hvort humyndin sé sniðug eða ekki án þess að vera farinn að eyða fullt af tíma og peningum.
Varðandi kostnað þá er eitthvað í kringum 200 þúsund alveg lágmark of kaupir þér eitthvað sem verktaki vippar upp á 3-5 dögum. Gæti verið nóg til að sjá hversu langt þú vilt fara með þetta en mundu. Hugmyndin er ekki vermætin, það er útfærslan. Svo lengi sem þú sækir ekki um einkaleyfi á hugmyndinni og jafnvel þó þú gerir það. Ef hún er virkilega góð þá poppa pottþétt upp einhverjir aðrir sem reyna að útfæra þetta betur. Tökum bara þessar hópkaup síður sem dæmi. Hvað eru margar þannig í dag?