Síða 1 af 5

Er þetta leyfilegt??

Sent: Mán 04. Jún 2012 23:32
af GuðjónR

Re: Er þetta leyfilegt??

Sent: Mán 04. Jún 2012 23:34
af bulldog
þetta hlýtur að vera brottrekstrarsök

Re: Er þetta leyfilegt??

Sent: Mán 04. Jún 2012 23:34
af Domnix
Nei þetta er árás, sama hvað maðurinn sagði

Re: Er þetta leyfilegt??

Sent: Mán 04. Jún 2012 23:38
af Moquai
djö langar mig að maffa þennann "öryggisvörð" í andlitið. En ég er þó svo sem ekkert skárri.

Re: Er þetta leyfilegt??

Sent: Mán 04. Jún 2012 23:39
af jobbzi
Neibb alls ekki ég er öryggisvörður hjá ÖMÍ og þú mátt ekki kýla frá þer þótt hinn aðlin hefur byrjað að sparka eða slá eða kýla við meigum það ekki en við meigum taka fólk niður og halda því en bara ef hinn aðlin byrjaði en og við meigum ekki vera með neinn kjaft heldur og þessi maður sem varð fyrir þessum öryggisverði maður vorkenni honum svoldið og öryggisvörðurinn á eftir að fá feita KÆRU á sig :happy

Re: Er þetta leyfilegt??

Sent: Mán 04. Jún 2012 23:43
af AciD_RaiN
Djöfull óska ég þessum manni öllu illu. Vona að einhver taki upp á því að skera af honum nefið eða klippa af honum nokkra putta.

Re: Er þetta leyfilegt??

Sent: Mán 04. Jún 2012 23:44
af GuðjónR
All svakalegt að sjá þetta, hann lemur manninn í hausinn og sparkar síðan í hann... :face
Hann hefði alveg getað talað hann til, tekið í öxlina á honum og leitt hann út, ég get vel skilið að menn geti orðið pirraðir á fullu og röflandi fólki en þetta er svo langt yfir strikið...

Re: Er þetta leyfilegt??

Sent: Mán 04. Jún 2012 23:44
af jobbzi
bulldog skrifaði:þetta hlýtur að vera brottrekstrarsök


Já honum verður vikið úr starfi :happy
og sem betur fer var tekið video af þessu svo að hann getur ekki komið með afsökun eða segja nei ég sló hann aldrei eða ég sparkaði ekki í hann
ég hef sjálfur lent í LEIÐINLEGU fólki og mig hefur langað svo að slá það utan undir og segja KJ en maður heldur ró sinni og talar það til ofbeldi leysir engan vanda bara kemur með fleiri vandamál t.d. fyrir öryggisvörðin hann verður vikin úr starfi og pott þett kærður þannig að þetta er bara leiðinlegt mál fyrir hann
og hver myndi vilja fá hann aftur í vinnu hjá einhverjum ??? :biturk

Re: Er þetta leyfilegt??

Sent: Mán 04. Jún 2012 23:44
af KermitTheFrog
Ég er forvitinn að vita hvað maðurinn gerði til þess að öryggisvörðurinn réttlætti þessa hegðun.

Re: Er þetta leyfilegt??

Sent: Mán 04. Jún 2012 23:45
af Halli13
Alltof margir öryggisverðir sem halda að þeir séu yfir lögunum hafðir og megi bara gera það sem þeim sýnist.

Re: Er þetta leyfilegt??

Sent: Mán 04. Jún 2012 23:45
af DaRKSTaR
feginn að búa ekki þarna..

ef það er ekki verið að berja einhvern í miðbænum eða skalla kellingar á pöbbunum þá er verið að lemja fólk á hlemm.

Re: Er þetta leyfilegt??

Sent: Mán 04. Jún 2012 23:46
af Nördaklessa
úff, bara frekar ervitt að horfa á þetta :-s finn til með greyið kallinum :/

Re: Er þetta leyfilegt??

Sent: Mán 04. Jún 2012 23:47
af razrosk
"Every single day for over two years now I've had to go Hlemmur, both when getting from and to work - over these two years I've seen some crazy shit go down there, but I have never ever seen that security guard so upset, not even heard him shout before, in every incident I've witnessed he's calm and he handles it with care. So whatever the reason is for this behavior you bet your ass it's a damn good one!"

Hvað rauk í gaurinn eignlega ... wow.

Re: Er þetta leyfilegt??

Sent: Mán 04. Jún 2012 23:49
af Moquai
KermitTheFrog skrifaði:Ég er forvitinn að vita hvað maðurinn gerði til þess að öryggisvörðurinn réttlætti þessa hegðun.


Það er ekkert sem réttlætir það að slá mann sem liggur á jörðinni í höfuðið.

Re: Er þetta leyfilegt??

Sent: Mán 04. Jún 2012 23:50
af GuðjónR
razrosk skrifaði:"Every single day for over two years now I've had to go Hlemmur, both when getting from and to work - over these two years I've seen some crazy shit go down there, but I have never ever seen that security guard so upset, not even heard him shout before, in every incident I've witnessed he's calm and he handles it with care. So whatever the reason is for this behavior you bet your ass it's a damn good one!"

Hvað rauk í gaurinn eignlega ... wow.


Ómögulegt að segja hver aðdragandinn var, en samt finnst mér þetta ekki réttlætanleg hegðun.
Það er bara mín skoðun.

Re: Er þetta leyfilegt??

Sent: Mán 04. Jún 2012 23:51
af KermitTheFrog
Vísir.is skrifaði:Þá sagði Reynir að upptaka úr öryggismyndavél sýni að öryggisvörðurinn hafi átt frumkvæði að barsmíðunum.


http://www.visir.is/-helvitis-lygamordu ... 2120609598

Re: Er þetta leyfilegt??

Sent: Mán 04. Jún 2012 23:52
af Frost
Vá hvað hann missti algjörlega stjórn á sér. Veit einhver söguna á bak við þetta?

Re: Er þetta leyfilegt??

Sent: Mán 04. Jún 2012 23:52
af AciD_RaiN
Ég er nú sjálfur gamall hlemmari og aldrei hef ég orðið vitni að því að þessir 3 öryggisverðir sem unnu þarna á þeim tíma hafi nokkurntíman brotið svona á neinum manni. Þeir tóku oft og "hentu" fólki út eða þurftu jafnvel að snúa einhvern niður á meðan beðið var eftir lögreglu en þetta er soldið langt yfir strikið...

Re: Er þetta leyfilegt??

Sent: Þri 05. Jún 2012 00:19
af natti
Jafnvel þó að þessi kall hafi sagt eitthvað við öryggisvörðinn, eða þá að það sé einhver "saga" þarna á bakvið, þá skiptir það í raun og veru engu máli.
Það kemur málinu bara ekkert við hvort að það gæti verið einhver "ástæða" hér (sem að er alls ekki "réttlætanleg".)

Það eru gerðar meiri kröfur til öryggisvarða þegar þeir eru í vinnunni, að þeir láti ekki skap sitt bitna á öðrum.
Þú sparkar heldur ekki í sitjandi mann sem að er í engri aðstöðu til að verja sig.

Re: Er þetta leyfilegt??

Sent: Þri 05. Jún 2012 00:23
af inservible
Ég er nú nokkuð viss um að hann hafi farið yfir strikið en maður veit nú ekki forsöguna, hver er hún...anybody?

Re: Er þetta leyfilegt??

Sent: Þri 05. Jún 2012 00:27
af DJOli
Vitnun í grein vísis.

Þá sagði Reynir að upptaka úr öryggismyndavél sýni að öryggisvörðurinn hafi átt frumkvæði að barsmíðunum.


Ég veit að maður ætti nú ekki að segja svona, en djöfulli væri samt gaman að fara þarna niður eftir ef öryggisvörðurinn fær að vinna þarna aftur, og segja það við hann að hann sé helvítis djöfulsins fífl fyrir þessa framkomu, og steinrota hann svo ef hann reynir að vera með einhverja stæla á móti.

Öryggisverðir eiga að "halda kúlinu". Ekki espast út í allt eins og tólf ára táningsstrákar.

Re: Er þetta leyfilegt??

Sent: Þri 05. Jún 2012 00:34
af Gúrú
DJOli skrifaði:Ég veit að maður ætti nú ekki að segja svona, en djöfulli væri samt gaman að fara þarna niður eftir ef öryggisvörðurinn fær að vinna þarna aftur, og segja það við hann að hann sé helvítis djöfulsins fífl fyrir þessa framkomu, og steinrota hann svo ef hann reynir að vera með einhverja stæla á móti.


Það er hárrétt hjá þér - ekki þá segja svona.

Hvað myndirðu gera ef að þú værir í heimsókn á Litla-Hrauni? Steinrota alla án dóms né laga?
Það hafa margir þar gert talsvert verri hluti en þú einbeitir þér ekki að þeim. Hví er það að þú einbeitir þér að einum öryggisverði að framkvæma ó-lífshættulega líkamsárás?

Vegna múgæsings og órökrétts hugsanargangs.

Re: Er þetta leyfilegt??

Sent: Þri 05. Jún 2012 00:39
af appel
Greinilega óreglumaður þarna sem er verið að henda út, "góðkunningi" á hlemm líklega.

Málið er að Hlemmur hefur verið óreglumanna-magnet síðan það var byggt. Ég notaði hlemm mikið þegar ég var í iðnskólanum og líka þegar ég var að vinna niðri bæj og átti ekki bíl, hlemmur var troðfullur af þessu liði, ölkum með hálfan hugann út úr þessum heimi, váfandi um vitandi ekki hvað þeir eru að gera þarna, og salernin fór maður einfaldlega ekki á, enda sprautufíklar og alkar að kokka, neyta og selja. Ekki beint þessi almenningssamgöngumiðstöð sem Hlemmur átti að vera, frekar óreglumannamiðstöð.

Það að halda þessu fólki frá Hlemm er erfitt en nauðsynlegt verkefni. Kannski ekki lemja það, en kasta út. Fólki er frjálst að eyðileggja sig með þeim skít sem það kýs, en drullist bara til að gera það annarsstaðar en þar sem mikið af börnum eru og þurfa að nota hlemm til að komast á milli staða.

Re: Er þetta leyfilegt??

Sent: Þri 05. Jún 2012 00:43
af DJOli
Ég stundaði nú líka nám þarna í Iðnskólanum eins og hann hét þá á þeim tíma, og það í heilt ár, og varð ég aldrei var við neitt "óreglufólk" þarna, kannski einn eða tvo stonera, og róna bara, en þeir voru aldrei með nein læti eða vesen.

Mjög rólegt og kurteist fólk þó ónýtt væri vegna flöskunnar og slæmra siða.

Það sem þessi öryggisvörður gerði er samt algerlega óásættanleg hegðun.

Re: Er þetta leyfilegt??

Sent: Þri 05. Jún 2012 00:45
af bixer
Ég hef einmitt þurft að vera mikið á hlemm og er feginn að það sé tekið á "vesenis fólki" en þetta er augljóslega óþarfi...maðurinn gerði ekkert á móti, virtist ekki vera í ástandi til þess, hefði verið lítið mál að reka hann út í rólegheitum.

Það þarf samt einmitt að reka dópsala og fíkla í burtu! Ég borgaði fyrir strætókortið mitt með seðlum og fannst virkilega óþægilegt að taka peninginn upp úr veskinu til að borga þar sem það var vafasamt fólk þarna, samt er ég vel byggður og ætti að geta varið mig. Ég veit ekki hvernig svona aðstæður eru fyrir konur og börn...