Síða 1 af 1
Raftækjatrygging?
Sent: Fim 31. Maí 2012 21:25
af DJOli
Nú var ég að fá mér sjónvarp sem kostaði tæplega 150.000 krónur og hérna, já.
Hvar fæ ég tryggingu á tækið sem virkar í stuttu máli þannig, að komi eitthvað fyrir það, fæ ég það bætt að fullu?.
Re: Raftækjatrygging?
Sent: Fim 31. Maí 2012 21:47
af appel
Pointless að tryggja sérstaklega eitthvað svona.
Svo er þetta yfirleitt innifalið í þessum fjölskyldupökkum hjá tryggingafélögunum.
Re: Raftækjatrygging?
Sent: Fim 31. Maí 2012 21:54
af DJOli
er ekki með neina tryggingu svo ég viti, er ekki einusinni með líftryggingu.
Re: Raftækjatrygging?
Sent: Fim 31. Maí 2012 21:55
af Daz
appel skrifaði:Pointless að tryggja sérstaklega eitthvað svona.
Svo er þetta yfirleitt innifalið í þessum fjölskyldupökkum hjá tryggingafélögunum.
Fyrir utan sjálfsábyrgð.
En almennt er þetta líklega ekki þess virði, getur örugglega lækkað sjálfsábyrgðina í heimilistryggingunni vel niður fyrir það sem þú borgar í svona tryggingu fyrir stakt raftæki.
Fyrir utan mögulega fartölvutryggingu, hún virkar þegar fartölvan er á ferðinni líka.
edit: En heimilið er með tryggingu?
Re: Raftækjatrygging?
Sent: Fim 31. Maí 2012 21:57
af DJOli
Daz skrifaði:appel skrifaði:Pointless að tryggja sérstaklega eitthvað svona.
Svo er þetta yfirleitt innifalið í þessum fjölskyldupökkum hjá tryggingafélögunum.
Fyrir utan sjálfsábyrgð.
En almennt er þetta líklega ekki þess virði, getur örugglega lækkað sjálfsábyrgðina í heimilistryggingunni vel niður fyrir það sem þú borgar í svona tryggingu fyrir stakt raftæki.
Fyrir utan mögulega fartölvutryggingu, hún virkar þegar fartölvan er á ferðinni líka.
edit:
En heimilið er með tryggingu?
Ekki svo ég viti.
Re: Raftækjatrygging?
Sent: Fim 31. Maí 2012 22:11
af Gúrú
DJOli skrifaði:er ekki með neina tryggingu svo ég viti, er ekki einusinni með líftryggingu.
Það er nú að ég held undantekningin að ungt fólk sé með líftryggingu, ekki reglan.
Re: Raftækjatrygging?
Sent: Fim 31. Maí 2012 23:24
af tdog
appel skrifaði:Pointless að tryggja sérstaklega eitthvað svona.
Svo er þetta yfirleitt innifalið í þessum fjölskyldupökkum hjá tryggingafélögunum.
Hjón nátengd mér keyptu sér nýverið sjónvarp upp á 1.400.000 krónur, er ekki gáfulegt að tryggja það sér? Er ekkert þak á svona fjölskyldupökkum?
Re: Raftækjatrygging?
Sent: Fim 31. Maí 2012 23:26
af Daz
tdog skrifaði:appel skrifaði:Pointless að tryggja sérstaklega eitthvað svona.
Svo er þetta yfirleitt innifalið í þessum fjölskyldupökkum hjá tryggingafélögunum.
Hjón nátengd mér keyptu sér nýverið sjónvarp upp á 1.400.000 krónur, er ekki gáfulegt að tryggja það sér? Er ekkert þak á svona fjölskyldupökkum?
Það er hámarksupphæð á innbúinu (sem er hægt að hækka, með hærri iðgjöldum augljóslega). Bara kynna sér trygginguna og skilmálana.
Re: Raftækjatrygging?
Sent: Fim 31. Maí 2012 23:41
af AntiTrust
Ég hef nú af og til keypt viðbótartryggingu þegar ég hef verið að versla mér dýr raftæki (500þús kr ísskáp, 300þús kr TV etc). Ekkert smátt letur, það skiptir ekki nokkru máli hvað gerist fyrir tækin eða hvernig þau skemmast/bila, maður fær það bætt/viðgert/nýtt (skilmálar fara þó örugglega eftir verslun). Oftast hefur heildarupphæðin fyrir 3-5 ára tryggingu ekki verið nema 30-50% af sjálfsábyrgðarupphæðinni á heimilistryggingunni, og hún er ekki nema 25 þúsund.
Hvað varðar líftrygginguna þá er voðaleg vitleysa að vera ekki líftryggður. Ég líftryggði mig upp á eins háa upphæð og ég gat valið um þegar ég varð 18 ára, samhliða því þegar foreldri gerðist ábyrgðarmaður á láni hjá mér - Ekki ætlaði ég að fá þau til að skrifa upp á lán á sportbíl, stúta mér og bílnum og láta þau sitja eftir með herlegheitin. Svo þegar fólk er komið í sambúð er það bara no-brainer að líftryggja sig auðvitað, ég er held ég líftryggður fyrir 8 milljónir og borga e-ð klink fyrir það, undir 10þús á ári ef ég man rétt, og þar inni er líka sjúkdómatrygging fyrir 6m.
Re: Raftækjatrygging?
Sent: Fös 01. Jún 2012 00:42
af mind
Reyndar stærðfræðilega græðirðu aldrei á því að tryggja, ekki ef allt er tekið með í reikninginn.
Veit ekki hvort maður getur keypt staka tryggingu á eitt tæki, yfirleitt er þetta tryggingarfélag í samstarfi með versluninni og verslunin selur þér trygginguna, ætti ekki að vera neitt mál fyrir þig að fara í verslunina og láta bæta henni við.
Að öllu jöfnu kveður tryggingin á að þú fáir nýtt sambærilegt tæki eða peninga sem samsvara markaðsvirði hlutarins.
Re: Raftækjatrygging?
Sent: Fös 01. Jún 2012 00:57
af appel
Þú tryggir bara stóra hluti, t.d. bíla, hús, og aðrar dýrar eignir. Að tryggja eitthvað sjónvarp er hlægilegt.
Re: Raftækjatrygging?
Sent: Fös 01. Jún 2012 01:22
af AntiTrust
appel skrifaði:Þú tryggir bara stóra hluti, t.d. bíla, hús, og aðrar dýrar eignir. Að tryggja eitthvað sjónvarp er hlægilegt.
Fer það ekki bara eftir aðstæðum hvers og eins? Ég skil undir sumum tilfellum ósköp vel að fólk kaupi viðbótartryggingu á rándýrt sjónvarp eða önnur dýr raftæki, þegar tryggingin kostar yfirleitt talsvert minna en sjálfsábyrgðarupphæðin - svosem þegar fólk er með 2-3 misstillta krakka á heimilinu eða hunda í stærri kantinum, það er ótrúlegt hvað boltaleikir eða sterk dillandi skott geta gert mikinn skaða.
Dæmi: Aðili A kaupir sér fartölvu fyrir 250 þúsund. 2 árum seinna skemmist sama vél og greidd út frá tryggingum. Eftir sjálfsábyrgð og afföll sem tryggingarfélög reikna er útborgunin ekki nema um 100-140 þús (misjafnt eftir tryggingarfyrirtækjum hvernig þeir reikna afföll). Aðili B keypti sér sömu tölvu en keypti sér viðbótartryggingu á vélina. Vélin eyðileggst og eigandinn fær nákvæmlega eins vél að lágmarki eða betri (engin afföll) og greiðir enga sjálfsábyrgð. Fínn díll ef þú spyrð mig, en formúlan segir auðvitað að þetta sé ekki þess virði, stundum er bara ekki þess virði að taka sénsinn.
Ef ég væri að kaupa mér sjónvarp í dag upp á milljón, þá myndi ég alvarlega skoða það að kaupa 5 ára viðbótartryggingu, sem coverar bilanir í búnaði og framleiðslugallia í 3 ár umfram ábyrgðartíma.